Þar sem mikið af fyrirspurnum hafa borist varðandi svokallaða hverfisframhaldsskóla, og hef ég því útbúið lista yfir hverfisframhaldsskóla fyrir nemendur úr grunnskólum landsins.

Hér er ætlun mín að renna yfir þá framhaldsskóla sem nýnemar fæddir 1994 hafa sem forgangsskóla, samkvæmt þeim lista sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú gefið út á vefsíðunni Menntagátt.

Listinn nær yfir samtals 144 grunnskóla og framhaldsskóla landsins.

Listinn er mjög langur, hann er birtur með fyrirvara um villur og rangar upplýsingar frá ráðuneytinu og fer að öllu leyti eftir lista Mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 17. feb. 2010.
Heimild: http://www.menntagatt.is/default.aspx?pageid=465.


VESTURHLUTI REYKJAVÍKUR og SELTJARNARNES

Austurbæjarskóli => Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Álftamýrarskóli => Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Grunnskóli Seltjarnarnes => Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík.
Hagaskóli => Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík.
Háteigsskóli => Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands.
Hlíðaskóli => Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands.
Hvassaleitisskóli => Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands.
Landakotsskóli => Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík.
Langholtsskóli => Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Sund.
Laugalækjarskóli => Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Sund
Réttarholtsskóli => Menntaskólinn við Sund og Verzlunarskóli Íslands.
Suðurhlíðarskóli => Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Tjarnarskóli => Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík.
Vogaskóli => Menntaskólinn við Sund.

AUSTURHLUTI REYKJAVÍKUR

Árbæjarskóli => Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Sund.
Borgaskóli => Borgarholtsskóli.
Breiðholtsskóli => Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Engjaskóli => Borgarholtsskóli.
Fellaskóli => Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Foldaskóli => Borgarholtsskóli og Menntaskólinn við Sund.
Hamraskóli => Borgarholtsskóli.
Hólabrekkuskóli => Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Húsaskóli => Borgarholtsskóli.
Ingunnarskóli => Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Sund.
Norðlingaskóli => Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn við Sund.
Rimaskóli => Borgarholtsskóli.
Seljaskóli => Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Víkurskóli => Borgarholtsskóli
Ölduselsskóli => Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.

MOSFELLSBÆR og KJALARNES / KJÓS

Klébergsskóli, Lágafellsskóli og Varmárskóli hafa allir Borgarholtsskóla og Framhaldsskólann í Mosfellsbæ sem hverfisskóla.

KÓPAVOGUR

Allir grunnskólar Kópavogs (Digranesskóli, Hjallaskóli, Hörðuvallaskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli og Vatnsendaskóli) hafa Menntaskólann í Kópavogi og Iðnskólann í Hafnarfirði sem hverfisskóla.

GARÐABÆR og ÁLFTANES

Álftanesskóli, Garðaskóli og Sjálandsskóli hafa allir Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Iðnskólann í Hafnarfirði sem hverfisskóla.

HAFNARFJÖRÐUR

Allir grunnskólar Hafnarfjarðar (Áslandsskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli) hafa Flensborgarskólann og Iðnskólann í Hafnarfirði sem hverfisskóla.

VESTURLAND

Allir grunnskólar á Akranesi og nágrenni (Brekkubæjarskóli, Grundaskóli og Heiðarskóli í Leirársveit) hafa Fjölbrautaskóla Vesturlands sem hverfisskóla.

Allir grunnskólar í Borgarfirði (Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi, Laugagerðisskóli og Varmalandsskóli) hafa Fjölbrautaskóla Vesturlands og Menntaskóla Borgarfjarðar sem hverfisskóla.

Allir grunnskólar á Snæfellsnesi (Grunnskóli Grundarfjarðar, Grunnskóli Snæfellsbæjar og Grunnskólinn í Stykkishólmi) hafa Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem hverfisskóla.

Auðarskóli í Búðardal hefur Fjölbrautaskóla Vesturlands sem hverfisskóla.

VESTFIRÐIR

Allir grunnskólar á Vestfjörðum (grunnskólar Bolungarvíkur, Hólmavíkur, Ísafjarðar, Suðureyrar, Tálknafjarðar, Vesturbyggðar, Þingeyri og Önundarfjarðar, Reykhólaskóli í Reykhólasveit og Súðavíkurskóli) hafa Menntaskólann á Ísafirði sem hverfisskóla.

Að auki hafa Grunnskólinn á Tálknafirði og Grunnskóli Vesturbyggðar Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir hverfisskóla, og Reykhólaskóli í Reykhólasveit hefur Fjölbrautaskóla Vesturlands sem hverfisskóla.

NORÐURLAND VESTRA

Allir grunnskólar á Norðurlandi vestra (Árskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskólinn austan vatna, Grunnskólinn á Blönduósi, Húnavallaskóli, Höfðaskóli og Varmahlíðarskóli) hafa Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem hverfisskóla.

NORÐURLAND EYSTRA

Grunnskólar Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hafa nýstofnaðan Framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð og Verkmenntaskólann á Akureyri sem hverfisskóla.

Allir grunnskólar á Akureyri (Brekkuskóli, Giljaskóli, Glerárskóli, Hlíðarskóli, Lundarskóli Oddeyrarskóli og Síðuskóli), Þelamerkurskóli í Hörgárdal, Valsárskóli á Svalbarðseyri og Grenivíkurskóli hafa Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri sem hverfisskóla.

Grunnskólar Hríseyjar og Grímseyjar hafa Verkmenntaskólann á Akureyri fyrir hverfisskóla.

Borgarhólsskóli á Húsavík hefur Framhaldsskólann á Húsavík og Verkmenntaskólann á Akureyri sem hverfisskóla.

Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði, Litlulaugaskóli á Laugum og Reykjahlíðarskóli við Mývatn hafa Framhaldsskólann á Laugum og Verkmenntaskólann á Akureyri fyrir hverfisskóla.

Hafralækjarskóli í Aðaldal hefur Framhaldsskólann á Húsavík, Framhaldsskólann á Laugum og Verkmenntaskólann á Akureyri sem hverfisskóla.

Grunnskólinn á Raufarhöfn, Grunnskólinn á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóli hafa Framhaldsskólann á Húsavík, Framhaldsskólann á Laugum og Verkmenntaskólann á Akureyri sem hverfisskóla.

Grunnskólinn á Bakkafirði hefur Framhaldsskólann á Laugum sem hverfisskóla.

AUSTURLAND

Vopnafjarðarskóli hefur Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskólann á Akureyri sem hverfisskóla.

Brúarásskóli í Jökuldal, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli í Fellabæ og Grunnskóli Borgarfjarðar eystra hafa Menntaskólann á Egilsstöðum sem hverfisskóla.

Seyðisfjarðarskóli hefur Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands sem hverfisskóla.

Grunnskólar Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Stöðvarfjarðar og Nesskóli í Neskaupstað hafa Verkmenntaskóla Austurlands sem hverfisskóla.

Grunnskólinn í Breiðdalshreppi hefur Menntaskólann á Egilsstöðum sem hverfisskóla.

Grunnskólar Djúpavogs og Hornafjarðar hafa Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu fyrir hverfisskóla.

SUÐURLAND

Allir grunnskólar á Suðurlandi fyrir austan Selfoss (Flúðaskóli, grunnskólar Bláskógabyggðar, Mýrdalshrepps og Hellu, Grunnskólinn Ljósaborg, Hvolsskóli, Kirkjubæjarskóli og Laugalandsskóli), hafa Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólann að Laugarvatni sem hverfisskóla.

Barnaskólinn á Eyrarbakka, grunnskólarnir í Hveragerði og Þorlákshöfn og Vallaskóli á Selfossi hafa Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hverfisskóla.
Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum sem hverfisskóla.

SUÐURNES

Allir grunnskólar á Suðurnesjum (Akurskóli, Gerðaskóli, grunnskólar Grindavíkur og Sandgerðis, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Holtaskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli og Stóru-Vogaskóli) hafa Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem hverfisskóla.

Ég vona að þessi listi hjá mér hafi svarað ósvöruðum spurningum hjá þeim sem þurftu á þessum upplýsingum að halda.