Þegar ég var í grunnskóla fannst mér kennararnir vera allveg stórfurðulegir og allveg hundleiðinlegir. Allavega sumir.

En þegar ég fór yfir í fjölbraut komst ég að því að grunnskólakennararnir væru ekki svo hræðilegir eftir allt saman, því að það sem ég lenti í á fjölbraut var allveg svakalegt.
Í fjölbrautarskólanum hef haft tvo eða þrá kennara sem geta talst vera eðlilegt fólk.

—-

Fyrsti tíminn sem ég lenti í var íslenska hjá kolbrjálaðri kerlingu sem var að byrja á <i>seinna skeiðinu</i>. Það mátti ekki heyra saumnál detta í tíma hjá henni án þess að hún færi að gruna einhvern um að vera með læti.

Núverandi (bráðum fyrrverandi) íslenkukennarinn minn er gamall, fetur ofviti sem kann (að sjálfsögðu) Laxdælu utanað reiprennandi. Hann er gjörsamlega laus við allt sem kemur nálægt því að kallast húmor en hann heldur að hann sé allveg rosalega skemmtilegur.

Svo er það dönskukennarinn minn; mest hataði kennari skólanns. Hún gengur undir ýmsum nöfnum en hún er yfirleitt kölluð <i>stálkjafturinn</i> eða <i>járnfrúin</i>. Í fyrsta tímanum hjá henni sagði hún einhvern asnalegan brandara um hollenskan bjór. “Af hverju er hollenskurbjór svona góður? - Það er að því að hann er búinn að fara svo oft í gegn um mannslíkamann! - ha, ha, ha, ha, ha!”
Að sjálfsögðu sprakk allur hópurinn úr hlátri en ekki að því að brandarinn var svona fyndinn, heldur að því að allir voru svo hræddir við hana.

—-

Endilega segið frá kennurunum ykkar og hvað ykur þykir vænt um þá.
Kv. Grugli