Ég var að lesa greinina um besta kennara í heimi og fór að velta því fyrir mér hvort það væri eiginlega góður kennari sem að “nennir ekki” og “er alveg sama” og svo framvegis. Þetta er kannski bara persónulegt mat hvers og eins.

Þannig að ég ákvað að setja fram spurningu fyrir ykkur að svara:

Hvernig er góður kennari? Hvaða kostir gera hann að betri kennara en alla hina? Er það þessi sem gefur alltaf frí? Er það þessi sem setur mikið fyrir heima og lætur fólk vinna í tímum? Er það þessi sem er auðvelt að fá til að tala um eitthvað annað?

obsidian