Krossferðirnar
Frá um árið 650 til 11. aldar höfðu Evrópubúar verið undir sífelldum árásum frá múslimum sem gerðu stöðugar innrásir í suður Evrópu, þar á meðal Spán, Ítlíu og Býsantíuríki en einnig í Marokkó, Túnis og Egyptaland.
En á 10. og 11. Öld fengu Evrópubúar eða hin Kristnu ríki tækifæri til að snúa sókn í vörn sérstaklega vegna innbyrgðis deilna milli araba og urðu þá til ríkin Leon, Kastílía, Navarra, Argónía og Barcelóna á Spáni sem börðust um landsvæði á Spáni.
Eitt helsta einkenni trúarlífsins á miðöldum voru pílagrímsferðirnar, þar sem fólk ferðaðist í heilagar borgir og baðst fyrir. Vinsælasta pílagrímsborgin var Jerúsalem. Frá því árið 638 hafði Jerúsalem verið í eigu Araba og alltaf höfðu þeir leyft Kristnum mönnum að fara í pílagrímsferðir þangað, enda hafði það mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðina. Þetta sjónarmið breyttist samt sem á ður um miðja 11. Öld þegar þjóðflokkur sem nefndist Seldsjúkar komust til valda í arabaríkjunum. Seldsjúkarnir voru ofsatrúarmenn og ofsóttu Kristna menn og bönnuðu þeim að fara í pílagrímsferðir til helgra borga.
Þegar Seldsjúkar hertóku borgina Antóiokkíu í Býsantíuríki bað Alexíaos keisari Býsantíu páfann, Urban II, um hjálp. Urban II sá sér þá leik á borði um að efla orðstír og vald kirkjunnar. Árið 1095 boðaði Urban II til kirkjuþings og þar hélt hann þrumuræðu og hvatti Evrópubúa og alla Kristna menn að leggaja í krossferðir og frelsa Jerúsalem frá höndum Múslima. “Deus lo volt”. Kristnir menn tóku vel í orð páfa og múgurinn fylltist af eldmóði og löngunar til hetjudáða.
Fyrstu krossfarararnir voru ekkert annað en æstur múgur sem sem var fljótlega murkaður niður þegar komu í ríki Seldsjúka.
Fyrsta raunverulega krossferðin var árið 1096 undir foristu aðalsmanna og Normanna frá Sikiley. Talið er að í hernum hafi verið um 120.000 mans. Fleiri krossfarar fóru í litlum hópum en söfnuðust síðan saman í Konstantínópel þar sem keisarinnlét ferja þá yfir til ríkis Seldsjúka, þar sem nú er Tyrkland. Þar með hófst þriggja ára marséring og stríð á leiðnni til Jerúsalem og í júní 1099 komst herinn þangað og var þá einungis 20.000 vígra hermanna eftir í hernum.
Aðeins tveimur dögum seinna var borgin á valdi krossfaranna og drógu þeir ekkert úr grimmd sinni þegar þeir murkuðu niður almúgann í borginni. Godfred af Boullion lýsti atburðunum þannig að í menn höfðu vaðið blóð serkjanna upp að hnjám.
Eftir hertöku Jerúsalem stofnuðu krosffararnir nokkur ríki, þar á meðal Ísrael, Líbanon og Sýrland. Godfred af Bouillon tók sér stöðu sem verndari hinnar heilögu grafar og stjórnaði Jerúsalem en seinna varð Baldvin I konungur Jerúsalem.
Sífelldur straumur krossfara streymdi til borgarinnar og til ríkja krossfaranna og kjarninn í her krossfaranna voru svo kölluðu riddarareglur. Riddarareglurnar voru munkareglur en auk þess voru þeir miklir stríðsmenn. Þekktasta riddarareglan eru Musterisriddararnir. Þeir klæddust hvítum kirtli með rauðum krossi og markmið þeirra vara að vernda pílagríma á leið til Jerúsalem.
Eftir nokkur ár af veldi krossfaranna fór vald þeirra að dvína og innbyrgðis deilur veiktu stöðu þeirra gegn múslimum en einnig vegna þess að stuðningur frá Evrópu fór dvínandi. Fyrsta krossfararíkið sem varð múslimum að bráð var Edessa og á síðari hluta 12. aldar eignuðust múslimar mjög hæfann og hugrakkann leiðtoga af kúrdískum ættum sem hét Saläh ad-Din Yüsuf ibn Ayyüb eða Saladín. Saladín var vel menntaður í hermannafræðum og einstaklega snjall herstjórnandi. Baldvin I og Saladín gerðu hinsvegar vopnahlé og það hélt svo lengi sem múslimar máttu fara í pílagrímsferðir til Jerúsalem. En þegar ofsóknir hófusty að nýju á hendur múslima réðst Saladín með 200.000 manna lið á Jerúsalem og vann borgina á sitt band árið 1187.Ári síðar fóru Ríkharður Ljónshjarta Englandskonungur og Philippus Ágústus
Frakkakonungur í krossferð til að endurheimta Jerúsalem en þeim tókst aldrei að ná borginni á sitt vald. Í fjórðu krossferðinni náðu þeir ekki einu sinni alla leið en í fimmtu krossferðinni náði Friðrik II Þyskalandskeisari betri árangri og fékk múslima tilað legja sér Jerúsalem í tíu ár. Árið 1290 féll svo Akkon, síðasta vígi kristinna manna í Mið-austurlöndunum, í hendur múslima og voru þá krossferðirnar úr sögunni.
“You can go with the flow”