Á Döfinni í FVA Árshátíð NFFA verður haldin 22. febrúar n.k. Þema kvöldsins verður “Síðasta kvöldmáltíðin”. Veislustjóri verður Páll Óskar Hjálmtýrsson. Milljónamæringarnir spila svo á ballinu um kvöldið, ásamt, Páli Óskari, Stebba Hilmars, Ragga Bjarna og Ara Bjarna. Í Árshátíðarnefnd eru þær, Belinda Eir, Hrefna Dan og Edda Ósk.

Á föstudeginum fyrir Árshátíðina verður lögð niður kennsla og þá verður svokallaður Opinn dagur, en þar gefst nemendum kostur á að fara á ýmis námskeið og fyrirlestra.

Svo er Leiklistarklúbbur að fara að setja upp leikrit núna á vorönn eins og venja er. Leikritið Grænjaxlar eftir Pétur Gunnarsson verður sett upp, og verður það sett upp í Bíóhöllinni á Akranesi. Leikstjóri er Sigríður Árnadóttir, og standa æfingar yfir núna í fullum gangi. Í aðalhlutverkum eru Sindri, Tryggvi Dór, Vera og Hrafnhildur Ýr. Tónlistarstjóri er Orri Harðar. Formaður Leiklistarklúbbs er Guðmundína A. Haraldsdóttir. Stemmt er að frumsýna 9. mars.

Einnig eru framundan Kaffihúsakvöld, og Heimsmeistaramót í Ólsen Ólsen sem Jafningafræðslan stendur fyrir, og einnig verður sérstakur Jafningjafræðsludagur 5. mars.