Núna hérna um daginn fann ég alveg frábæra síðu á internetinu - Quizlet.
Quizlet er vefsíða sem er kjörin fyrir fólk sem er að læra undir próf.
Það eru líka margir kennarar sem nota þetta til að hjálpa nemendum sínum.
Segjum að allur bekkurinn notaði þetta þyrfti enginn að skila vinnubókum eða verkefnum á pappír framar.

Quizlet virkar þannig að þú ferð fyrst í Create a Set og velur hvaða fag þetta er og titilinn á þessu og aðeins neðar er “TERM” of “DEFINITION”.

“TERM” gæti verið “Hvenær byrjaði seinni heimsstyrjöldin?” og “DEFINITION” væri þá 1. september 1939.
Í fyrstu eru bara 5 “TERM” of 5 “DEFINITION” en þú getur ýtt á TAB í “DEFINITION” til að fá aukakassa fyrir neðan.

Svo þegar þú ert búin/n með settið þitt þá ýtirðu á “CREATE A SET” neðst, fyrir neðan alla “TERMS” of “DEFINITION”.
Þegar þú ert búinn að því kemur upp ný síða.
Þar geturðu sent þetta sett á hverja sem þú vilt (með emaili) og svo eru fimm lærdómsaðferðir í bláa, stóra kassanum.

Familiarize: Öll atriðin (“TERMS” of “DEFINITIONS”) koma þarna fyrir.
Það kemur eitt atriði í einu. Eini gallinn við þetta er að síðan sýnir svarið fyrst en fyrir ofan kassann er lítið checkbox sem heitir “Show terms first”
eða eitthvað álíka.
Ef þú vilt geturðu haft það þannig að bæði svarið og spurningin komi fyrir í einu.
Þegar það kemur “TERM” þá reynirðu að geta svarið og þegar þu heldur að þú hafir það þá ýtirðu á “SHOW TERM” og þá sérðu svarið (en bara ef þú ert með “show term first” á). Svo ýtirðu bara á next og aftur next þegar öll atriðin sem þú ert búin/n að gera eru búin.

Learn: Hér geturðu lært atriðin þín.
Það kemur upp spurning og þú átt að svara henni. Mundu að ýta á “Terms first” aðeins ofar.
ANnars sést svarið fyrst.
Já anywho þú slærð inn svarið og ef það er rétt þá fer síðan í næsta. Ef það er rangt fer það líka í næsta en í endann verður spurt að því sem þú vissir ekki.

Test: Þetta er próf. Það eru spurningar sem þú þarft að skrifa í (ekki gott að hafa ritgerðar spurningar þar sem svarið þarf að vera orðrétt. Best er að hafa stutt svör sem auðvelt er að muna orðrétt eða dagsetningar t.d.), krossaspurningar og rétt/rangt spurningar. Fjöldi spurninga fer eftir því hve margar spurningar eru.
Svo ýtirðu á “Check answers” og þá færðu einkunnina.

Svo eru tveir leikir sem ég nenni ekki að fara út í en þeir eiga að hjálpa þér að muna.

Já og vitanlega skráirðu þig fyrst :Þ
Það væri sko eiginlega mun hentugra að lifa í Bandaríkjunum þar sem það eru afar fáir Íslendingar sem nota þetta þannig þú getur bara skoðað hjá teh english =(

Takk fyrir mig