Góðann daginn elsku Hugarar.

Eins og fyrisögnin gefur til kynna ætla ég að ræða um Skólabúninga.

Mér persónulega finnst skólabúningar mjög sniðugt fyrirbæri.
Að mínu mati myndi það draga úr einelti.
En ég hugsa: hver á að splæsa?
Ríkið eða forráðamenn?
Mér finnst sniðugast að ríkið ætti að borga hluta og forráðamenn hluta.
En það skiptir líka máli hvort það er verið að ræða um útsaumað pils úr kashmír og jakkafata-jakka með útsaumuðu nafni,eða einfaldar joggingbuxur og rennulásapeysu/háskólapeysu.
Ég hafði alltaf hugsað mér þetta síðra.Mun ódýrara.
Svo ef það er rennulásapeysa er hægt að vera í flík undir henni,þannig þú getur “tjáð persónuleika þinn í gegnum fötin”


Svo er málið að börn eiga það til að stækka.Þá bæði hækka og breikka, ef til vill.
Er að kannski hægt að hafa þetta eins og skápalyklana?
Ef þetta er vel með farið er hægt að skila því og nota það aftur,eða að skólinn lætur fyrirtækið sem skaffaði fötunum fá það og fær því nýtt.Eitthvað þannig.
Því ég hugsa að foreldrar geti ekki kvartað of mikið yfir að kaupa skólaföt fyrir krakkana,því þetta yrðir líklegra mun ódýrara en gallabuxur í levis eða toppur í G17.

endilega komið með ykkar álit og skoðanir.
Ef þið ætlið að koma með athugasemdir sem koma málinu ekkert við hef ég engann áhuga að heyra það.

Takk fyrir mig

ykkar InTheMood.