Eflaust kannast allir við hina árlegu söngvakeppni framhaldsskóla. Reglur gilda í þessarri keppni að öll lög verða að vera sungin á íslensku. Flestallir þáttakendur syngja lög sem eru upprunalega á ensku og þeir þurfa að hafa mjög mikið fyrir því að semja íslenskan texta við lögin fyrir keppnina. Það skiptir ótrúlega miklu máli að textinn sé flottur, það sé vit í honum og að hann passi almennilega inn í lagið, annars er lagið bara ónýtt og enginn möguleiki á sigri. En er þetta ekki söngvakeppni? Keppni um hver syngur best? ekki hver er með besta textann!! Mér finnst mjög ósanngjarnt ef einhver keppandi sem syngur alveg ótrúlega vel getur ekki sigrað vegna þess að hann er lélegur í að semja texta. Þetta er varla söngvakeppni heldur frekar keppni um besta söngtextann!! Sigurvegarinn í fyrra (Sverrir Bergman) var t.d. með mjög góðan texta að mínu mati sem féll mjög vel inní lagið, öðrum hafði ekki heppnast eins vel og kemur þar skýrt fram að góður texti eykur líkur á sigri til muna. Mér finnst þetta mjög fáránlegt og vona að þessum reglum verði breytt þannig að keppendur megi syngja á því tungumáli sem þeir óska.