Félagsaðstöður Nemendur sem eiga í vandræðum heima hjá sér þurfa að sæta sama útivistartíma og aðrir. Skólakrakkar sem geta farið í félagsmiðstöðvar eða íþróttafélög til þess eins að vera ekki heima þurfa samt að vera komin heim á sama tíma og allir aðrir. Ég átta mig á því að ekki er hægt að hafa undantekningar á útivistarreglum ( sýna löggunni plagg sem sýnir að maður á erfitt heima, á aldrei eftir að virka ).

Það sem ég væri til í að sjá er staður sem leyfir krökkum að gera það sem þau geta gert á öðrum stöðum án þess að vera hent út klukkan tíu eða látin borga fúlgu fjár fyrir.

Horfum á staðreyndir:
Flestir sem fara í bíó eru unglingar,
Flestir sem fara í keilu eru krakkar/unglingar
Fólk hefur alltaf áhyggjur af unglingadrykkju
Eftirlitslaus partý eru ekkert að fara að hætta

Félagsmiðstöðvum lokar, bíómyndin klárast, leikurinn er búinn. Hvert ætla þeir að fara sem geta ekki verið heima hjá sér?
Er besta viðmótið við unglingadrykkju að banna krakkanum að fara út?
Og hvað ætla þeir að gera sem eiga erfitt heima en eiga ekki efni á að fara neitt?

Það kostar allt alltof mikið í dag, maður má hvergi vera nema að borga fyrir það. Hvernig væri að leyfa krökkum að gera það sem þaim finnst skemmtilegast án þess að þeir þurfi að borga fyrir það.

Nokkrar hugmyndir: ókeypis í sund fyrir þá sem eru í skóla/undir átján.
ókeypis í strætó fyrir -18/nemendur
námsmanna afslátt í bíó/keilu/kaffihús/veitingastaði/rútur o.s.fr.
Námsmanna afslættir eru víðsvegar um heim en ekki hérna á litla Íslandi nema fyrir bankaviðskiptamenn. Með sérstökum bankareikningum fylgja ákveðin fríðindi en til þess að hljóta þau öll þarf viðkomandi að vera með að minnsta kosti sex bankareikninga!
Have a nice day