Efnisgjöld…….hummm
er þetta ekki bara dulbúin hækkun á skólagjaldi…. ég
get ekki ímyndað mér annað.

Og nú er verið að HÆKKA þetta gjald upp úr öllu
valdi.

Hverjir greiða efnisgjald?
Það eru þeir sem eru í Iðnskólum í landinu, svo sem
Iðnskólinn í Rvk, Iðnskólinn í Haf, Borgarholt, VMA og
fleiri skólar sem kenna iðnnám.

Einhvers staðar sá ég standa “JAFNRÉTTI TIL NÁMS!”
En í dag er ekki jafnrétti því að iðnskólarnir eru að
greiða meira heldur enn einkaskólar í efnisgjöld.

Ég er t.d. að borga 20000 kr í efnisgjöld á önn og þar
af leiðandi er ég að greiða 26450 kr alls í skólagjöld
á önn sem er meira á árs grundvelli heldur en nemar í
Verzló eru að greiða, og það er EINKAREKINN
SKÓLI!!!!!!

Ég á ekki í vandræðum með að greiða þetta, það eru
greyin hárgreiðslunemarnir sem að ég hef meiri áhyggjur
af.
Þeir þurfa að greiða það sama og ég, þeir þurfa einnig
á fyrsta ári að kaupa sér pakka sem inniheldur
klippigræjur sem kosta 65000 kr og það er fyrir utan
allar bækurnar sem þeir þurfa að kaupa.
Eftir að hafa skoðað þetta þá mundi ég nú halda að þeir
mundu nú fá eitthvað í laun þegar þeir fara á samning
því nú þurfa þeir að vera á samning í 3 ár (reyndar
eitthvað af því með skóla).

En í staðinn fyrir að fá eitthvað fyrir að vera
sérhæfður þá er þetta lægra launað fólk heldur en
barnapíur.
Fyrsta árs nemi í hárgreiðslu er að fá 255kr á tíman
samkvæmt taxta, það gerir u.þ.b. 40000 kr á mán, þar að
auki stundum verið að svindla á þessum nemum.

Þetta lítur út fyrir að vera þrælkun fyrir mér alla
vega.


Kveðja

PSYCHO

BTW ég er ekki í hárgreiðslu :)
******************************************************************************************