ég ætla að segja frá skólanum mínum í danmörku, þetta er svo kallaður produktion højskole sem gæti verið þýddur framleiðsluskóli eða vinnuskóli.

þessi skóli er fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára, í honum eru 7 deildir (tölvufræði, handavinna, eldhús, garðyrkja, málmvinnsla, trésmíði og rafvirkjun), í hverri deild eru aldrei fleirri en 8 nemendur.

í skólanum velur fólk sér deild sem það vill vera í, þó er valið ekki bindandi það er alttaf hægt að skifta um deild svo framarlega að það sé pláss eða einhver annar vilji skifta úr þeirri deild.

skólatíminn er frá 8.00-14.30, 13.30 á föstudögum. í hverri deild fyrir sig læra nemendurnir grunnatriðin í því fagi sem þeir eru í og vinna fyrir skólann í leiðinni, málmiðnaðardeildin selur framleiðslu sína, garðyrkjudeildin selur ávexti og grænmeti, eldhúsið matreiðir fyrir skólann o.s.frv.

eins og kerfið er hérna í danmörku er þetta að sjálfsögðu launað, þeir sem eru yngri en 18 fá um 500 danskar krónur á mánuði (um 6.000 íslenskar krónur) og þeir sem eru yfir 18 fá um 4.000 danskar krónur á mánuði (um 50.000 íslenskar krónur).

svona er skólinn minn.