Fjöltækniskólinn vs. Iðnskólinn

Nú liggja fyrir drög að sameinuðum skóla úr þessum tveimur, 2T tækniskólinn. Vífilfell styrkir sameininguna og fær því að hafa „auglýsingu (2T sama og T2 almost)“ í nafninu.

En hvað kemur til, afhverju á að sameinast?
Fjöltækniskólinn hefur verið í öflugu starfi að verða sér út um vottanir og aðlaganir til að uppfylla einhverskonar staðla.
Eftir áralangt fjársvelti var skólanum þetta loksins kleift.

Iðnskólinn á annað borð hefur ekki verið í sókn á markaðinum(námsmenn) eða staðið í miklum endurbótum (að mér vitandi), heldur gengið út frá því sem vísu að nemar innriti sig í skólann.

Því má líta svo á að sökum aukinnar samkeppni á skóla-markaðinum þá hafi Iðnskólinn dregist afturúr en Fjöltækniskólinn skarað fram úr.

Ef bornir eru saman samkeppnisaðilarnir Borgarholtsskóli og Iðnskólinn er nokkuð augljóst hvor skólinn ber herðar og höfuð yfir hinn. Borgarholtsskóli bíður nemendum sínum ekki eingöngu betri aðstöðu heldur öflugra félagslíf og nánd við aðila innan skólans, sem auðvitað auka á vinsældir hans umfram Iðnskólann.

Fjöltækniskólinn á annað borð hefur aukist ásmegin eftir að Tækniháskólinn var innlimaður í HR. Ég er kannksi á hálum ís með að bera þá tvo skóla saman, enda sérhæfðara nám í tæknideildum HR en í t.d. Vélstjóranámi Fjöltækniskólans, sem þó er þekkt fyrir að vera svo ég fullyrði smá „ein besta tæknimenntun sem hægt er að verða sér út um á Íslandi“

Hvað er svo fyrirhugað eftir sameininguna?
Stofna á nýja deild „kælitækna“ sem er rosa þróun … ehemm… þar er verið að taka safaríkan bita af vélstjórum því þessi störf hafa verið þeirra hingað til.

Þeir eru að eyðileggja það besta sem þeir bjóða…

Hvað finnst vélstjórum um það? Er verið að draga úr lögvernduðum starsréttindum þeirra?
Já… Þó þeir geti enn unnið þessi störf verður verðmæti þeirra ekki jafn mikið ef annar sem lærði það sama á mun skemmri tíma getur sótt um starfið líka.

Hversu mikið mundi virði Hjúkrunafræðinga minnka ef bara læknar mættu sprauta fólk? Mundi virði læknismenntunar aukast? Já, þar sem meiri nauðsyn væri að hafa lækna á spítulunum.

Sama gildir um vélstjórana, þeir eru nauðsyn á kæli-markaðinum í dag en verða það ekki eftir að byrjað verður að útskrifa nema úr kælitækni.

Þó ég sé ekki nemi í Fjöltækniskólanum þá get ég sett mig í þeirra spor, að hafa stundað nám í skólanum í fleirri ár og svo rétt áður en ég útskrifast þá er dregið úr náminu mínu… ég yrði pissed..