Traffík Rokk Tónlistarkeppni NFFA verður haldin n.k. föstudag, 2. nóvember. Keppnin er haldin í Bíóhöllinni á Akranesi, og mun hún hefjast kl. 17:00. Að þessu sinni heitir keppnin Traffík Rokk og verða skreytingar í þeim stíl. Kynnir er enginn annar en hinn víðfrægi útvarpsmaður og tónlistargúrú Ólafur Páll Gunnarsson, en það eru 10 ár síðan að hann tók þátt í þessari keppni. Glæsilegt og ljósshow og hágæða hljóðkerfi og ekkert tilsparað til að gera þetta sem glæsilegast. Átta hljómsveitir munu keppa og eru eftirfarandi:
Betwixt, Belti, Blaze, Busboys, Búnaðarbanki Íslands, Raw Material, Crush, Todes Kampf.
Seinna um kvöldið verður svo dansleikur í Fjölbrautaskóla Vesturlands með megabandinu Land & Synir.
Hefðnbundinn skóli verður ekki á föstudeginum, heldur verður svokallað Skammhlaup, og fer þannig fram að nemendum skólans er skipt í 8 lið sem keppa í hinum ýmsu greinum sem tengjast beint eða óbeint þeim námsgreinum sem kenndar eru í skólanum. Keppnin er nokkurs konar boðhlaup og sigrar það lið sem leysir þrautirnar best og á sem skemmstum tíma, t.d. í reiptogi, þýsku, logsuðu, sundi, líffræði, stærðfræði, leiklist og söng svo eitthvað sé nefnt.
Kvöldið fyrir eða á fimmtudagskvöldið verður Kaffihúsakvöld en þar
verður fullt af bráðskemmtilegum skemmtiatriðum. Frítt er fyrir félaga í NFFA en 500 kr. fyrir aðra.

Verðskrá:

Keppni:
NFFA: 800 kr.
Aðrir: 1.000 kr.

Ball:
NFFA: 1.500 kr.
Aðrir: 2.000 kr.

Keppni og ball:
NFFA: 2.200 kr.
Aðrir: 2.800 kr.