Próf/klaufavillur og lærdómsaðferðir mínar Mmm.. Ég virkilega elska það þegar að ég lendi í því að læra og læra eins og vitleysingur fyrir próf en svo daginn eftir í prófinu gera einhverja eina, tvær klaufavillur sem skemma allt fyrir fram. Bara svo að þið skiljið þetta betur átti ég að útskýra nærsýni og fjarsýni. Ég gerði þetta svo nákvæmlega eftir bókinni eða sem sagt það sem að ég mundi en ég lét vitlaust orð fyrir framan. Ég væntanlega fæ einkunnina á morgun en ef að kennarinn gefur mér ekki að minnsta kosti hálfan fyrir þetta svar þá bara gerist ég emo. Eins og ég sé ekki nógu “emo” fyrir. :P
Þetta var annars mitt seinasta tækifæri til þess að bæta mig í náttúrufræði. Ég hef alltaf getað staðið mig vel en þessar klaufavillur fara svo í mig að ég gæti farið að grenja. Ætli að ég sé ekki bara ein af þeim manneskju sem vilja hafa allt fullkomið, allavega á prófum. Kannski lærði ég of mikið eða það er að segja tók ekki nógu margar pásur og worked my freaking ass off! =( Ég er eiginlega bara sár út í sjálfa mig að ég skildi gera þetta. Ég geri háar kröfur til mín og er það ekki bara ansi ágætt? Gaman að geta nördast once in a while.

Vil samt aðeins nefna það að mér finnst fólk sem að gefst upp á prófinu áður en maður tekur það ekkert sérlega viturt. Er ekki að segja að svona fólk sé heimskt en bara hugsa aðeins, ekki plana það fyrir fram að falla á einhverju prófi. Hugsunin skipir öllu eða allavega hefur mér verið sagt það og ég trúi því. Ég vil nú ekki vera að hljóma eins og einhver skólasálfræðingur en sumt er erfitt en þá er það bara að reyna. Eins og ég sagði við vinkonu mína; “Ef að þú ert alveg að gefast upp á þessu farðu þá fram og fáðu þér kók.” Ég veit alveg að hún getur þetta ef að hún þá nennir þessu. Hún er hefur engann áhuga á náttúrufræði en þá er það bara að reyna að koma sér í gírinn. Seinasta prófið og þá á að taka það með stæl!

Það er auðvitað mismunandi hvernig fólk lærir fyrir próf. Sumir glósa, sumir geta það ekki og svo framvegis. Ég kýs að gera glósur og fara yfir. Prufaði öðruvísi glósutækni núna, gerði svona litla miða sem voru með smá blátt, bleikt eða grænt. Lífgaði aðeins upp á þennan lærdóm minn. =) Já svo tónlistin, ég prufaði einnig í þetta skiptið að hlusta á klassíska tónlist meðan að ég lærði. Það var mjög sérstakt. Gaman að hafa smá tilbreytingu frá þessum eilífa bókalestri.

Menntun er máttur! 8-|

Kveðja,

wannabe nördið.