Einhvern tíman lofaði ég þessu, en stóð ekkert við það. Var síðan nuna fyrir stuttu beðinn um að setja þetta inn þannig ég verð af þeirri beiðni. Annars þá lítur þetta mun betur útwordinu hjá mér.

En gl í prófunum kids


Kafli 1

Greinar samfélagsfræðinnar

• Samfélagsfræðin er samnefnari greina sem fjalla um manninn sem félagsveru.
• Hagfræði – Rannsakar athafnir er tengjast efnahagslífi (framleiðslu og neyslu).
• Lögfræði – Fjallar um athafnir er varða við lög og stjórnskipan ríkisins.
• Stjórnmálafræði – Fjallar um athafnir er varða stjórnmál og stjórn samfélagsins.
• Félagsmannfræðin – Fjallar um samfélog og menningu í fornum og nýjum samfélögum.
• Sagnfræðin – Fjallar um framvindu sögulegra atburða.
• Sálfræði – Fjallar um einstaklinginn og þróun hans.

Brautryðjendurnir

Agust Comte (1798-1857)
• Nefndi nýjufræðigreinina félagsfræði og er því kallaður faðir félagsfræðinnar.
• Fólk átti að taka virkan þátt í að breyta aðstæðum sínum.
• Þekking nauðsynleg til að geta breytt samfélaginu.

Émile Durkheim (1858-1917)

• Algjör frumkvöðull í aðferðafræði félagsvísinda (sjá sjálfsvígið)
• Leit á samfélagið sem lífveru samsetta úr mörgum ólíkum pörtum
• Óróleiki eða átök bentu til að samfélagið væri sjúkt

Karl Marx (1818-1883)

• Vildi að fólk tæki virkan þátt í að breyta aðstæðum sínum
• Stéttaátök eru helsti drifkraftur samfélagsins
• Átök milli þeirra sem ættu eitthvað (valdastétt) og þeirra sem ættu ekkert (öreiganna)

Max Weber (1864-1920)

• Hafði svipaðar kenningar og Karl Marx
• Taldi að trúarbrögðin hefðu mest að segja um breytingar á samfélaginu
• Kapítalisminn sprottinn upp úr mótmælendatrú

Samvirknikenningin

• Samfélagið er samsett úr mörgum þáttum sem þjóna hlutverki heildarinnar.
• Og tryggja viðgang samfélagsins
• Leggur megin áherslu á samstöðu í samfélaginu (“hvað heldur okkur saman,,)
• (líffræðileg samlíking): Samfélagið er eins og mannslikami, -hver stofnum þess er eins og líffæri líkamans – mynda samræmda heild.

Kenningar – hugtök

• Er tengist samvirknikenningum:
• Yfirlýst virkni félagslegra stofnana
- Yfirlýst markmið stofnunarinnar, s.s. skóli skal mennta og útskrifa fólk með ákveðna færni í þjóðfélaginu.
• Dulin virkni: óyfirlýst virkni(áhrif) sem til kemur vegna tilvistar félagslegrar stofnunar.
• Skaðvirkni: Starfsemi sem hindrar yfirlýsta og eðlilega starfsemi félagslegrar stofnunar:

Átakakenning

• Samfélagið samanstendur af félagshópum sem eiga ólíkra hagsmuna að gæta og takast stöðugt á.
• Átök eru hluti allra samfélaga
• Félagslegar breytingar eiga rætur að rekja til átaka og uppgjörst hópa – sbr. Stéttaátökum.
• Átök: Merkir ekki endilega ofbeldi, ofbeldi getur líka þýtt spennu.
• Völd: Hagsmunir – hagsmunahópar
• Stéttir: Til eru nokkrar kenningar um hvernig skipta eigi þjóðfélaginu í stéttir (erfða stéttir, atvinnustéttir, öreigastétt, auðvaldastétt, o.s.frv.)2. Kafli: Menningin

Uppruni mannsins

• Prímatar komu fram fyrir um 70 milljónum ára.
• Hinn laghenti maður (homo habilis) kom fram fyrir um 2 milljónum ára. Hann virtist hafa haft hæfileika til þess að tala
• Hinn upprétti maður (homo erectus) kom fram fyrir um 1,5 milljónum ára. Hann þekkti eld og gat smíðað verkfæri.
• Neanderdals maðurinn kom fram fyrir um 200 þúsund árum.
• Nútíma maðurinn (homo sapiens) kom fram nokkru síðar eða fyrir um 150 þúsund árum.
- Föst búseta kom fyrst til fyrir um 12 þúsund árum. Fram að þeim tíma var homo sapiens eingöngu veiðimenn og safnarar.
Menning

• Menning er flókið samspil milli þekkingar, trúar, lista, viðmiða og annarar færni sem einstaklingur hefur tileinkað sér sem þáttakandi í samfélaginu.
• Menning er allt sem maðurinn hefur skapað sem þáttakandi í hóp
• Menningu er skipt í:
- 1. Huglæg Menning: Siðir, venjur, trú og gildi.
- 2. Efnisleg Menning: Áþreyfanlegir hlutir s.s. húsagerð, verkmenning o.s.frv.
• Menning er lærð en ekki ásköpuð.
• Menning mótast af aðlögun mannsins að umhverfi sínu. (T.d. snjóhús Inúíta, matarmenning Kínverja o.s.frv.)
• Menning breytist:
o 1. Uppgötvanir: Menn skilja betur hluti eða kynnast vissum þáttum í menningu annarra.
o 2. Uppfinningar: Menn finna upp nýja hluti, vélar t.d.
o 3. Útbreiðsla nýjunga: Menn tileinkar sér þætti úr menningu annarra menninga.
• Nokkur hugtök:
• Gildi: Sameiginlegar hugmyndir um hvað sé gott, rétt og æskilegt
• Viðmið(Norm): Sameiginlegar reglur um hvaða hegðun er viðeigandi hverju sinni.
• Félagslegt taumhald: Aðferð sem samfélagið notar til að tryggja að viðmið þess séu virt – tök samfélagsins á einstökum meðlimum sínum.
• Viðgjöld: eru notuð til að framfylgja félagslegu taumhaldi. A. Formleg (t.d. refsiákvæði laga). B. Óformleg (t.d. brottrekstur úr félagsskap)
• Þjóðhverfur hugsunarháttur (kostir og gallar):
o Að sjá menninguna annars með gleraugum sinnar eigin – dæma menningu annarra út frá gildum sinnar eigin.
o Getur leitt af sér félagslega mismununum og fordóma
• Afstæðishyggja:
o Móthverfa þjóðhverfs hugsunarhátts
o Felur í sér skilning á menningu annarra.
• Tungumálið:
o Mikilvægasti boðmiðill manna
o Færir þekkingu milli manna og kynslóða
o Endurspeglar umhverfi og menningu þess samfélags sem það þróast í
o Sjá t.d. mismunandi fjölda orða(tákna) yfir fyrirbæri í náttúrunni
• Menningar sjokk:
o Viðbrögð við að kynnast menningu annarra sem lýsir sér í geðhræringu, hneykslan, þunglyndi o.s.frv.
o Menningarvirkni (e. Subcultural)
o Hópur fólks innan menninga sem hefur sameiginleg viðmið og gildi sem að einhverju leiti er frábrugðið flestra í samfélaginu
 Það gæti t.d. verið tungutak, klæðaburður, gildismat o.s.frv.
 Dæmi: Hippar, unglingar, þjóðernishópar o.s.frv.3 Kafli

• Samfélagið:
o Samfélag: Hópur fólks sem deilir sama landssvæði, hefur samskipti sín á milli og býr við sömu menningu.
o Þjóðríki er samfélag sem ríkisvald hefur fullveldi yfir – og hefur einkarétt til valdbeitingar á því landssvæði.

• Félagsgerð:
o Skipulag sem er á félagsgerð í tilteknu samfélagi.
o Mikilvægustu þættir félagsgerðar: Stöður, hlutverk, hópar og félagskerfi.

• 1. Stöður
o Segir til um hver hann er, hvar hann er og hvaða hópi hann tilheyrir.
 Dæmi: karl/kona, kennari/nemandi o.s.frv.
o A. Áskipuð staða: Staða sem við fæðumst í eða ráðum ekki til um
 Dæmi: Karl, frændi, ríkisarfi o.s.frv
o B. Áunnin staða: Staða sem við vinnum okkur upp í – ráðum til um
 Dæmi: nemandi, kennari, læknir, faðir, o.s.frv.
o C. Ráðandi staða: Höfum oftast fleiri en eina stöðu – ráðandi staða
 Dæmi: starfið

• 2. Hlutverk
o Kröfur um hegðun sem tengjast hverri stöðu
o Hlutverkasveipur: Samsafn hlutverka sem einstaklingur leikur
o Hlutverkaspenna: Ósamræmanlegar kröfur til einstaklings á grundvelli sömu stöðu.

Helstu verkefni allra samfélaga

• Nýliðun: Börn fæðast inn í samfélagið eða nýir einstaklingar flytja inn í það
• Félagsmótun: Einstaklingar læra hvað felst í því að vera meðlimur í samfélaginu
• Framleiðsla og skipting gæða: Sjá til þess að lífsnauðsynjar séu framleiddar og þeim skipt með einhverjum hætti milli íbúanna.
• Verkaskipting: Verkum skipt á milli hópa eða einstaklinga
• Skipting valda og miðstýring: Hver ræður? Samfélögin eru flokkuð niður eftir framleiðsluaðferðum þeirra, þ.e. hvernig aðferðir og tækni er notuð til að afla fæðu
• Safnara- og veiðimannafélög:
o Veiðar og söfnun matvæla. Frumgerð samfélaga.
o Minnst tæknivædd allra samfélaga – óiðnvædd
o Fámenn samfélög og lítil verkaskipting
o Fjölskyldan mikilvægasti hópurinn.
o Menning samstæð og breytingar hægar
o Mið-Afríka, frúmskógar S-Ameríku, frumbyggjar Ástralíu og eyjar í Kyrrahafinu.

• Hirðingjasamfélög:
o Hófst fyrir 10-11000 árum
o Fylgja dýrahjörðum sínum á milli beitilanda og vatnsbóla. Ekki föst búseta.
o Helstu dýr hirðingja eru geitur, sauðfé, hreindýr, nautgripir og kameldýr
o Meiri stéttaskipting en hjá söfnurum og veiðimönnum. Oft stjórnað af höfðingjum
o Afríka, Mið-Asíu og Austur-Asíu

• Pálbúskapur:
o Hófst fyrir um 10-11000 árum
o Fólk heggur tré og brennir gróður sem kemur í stað áburðar. Serksakt verkfæri notað, páll(skófla), til að róta upp jarðveginum.
o Tiltölega föst búseta og óiðnvædd samfélög
o Meiri uppskera og tryggari fæðuframboð en áður. Þar af leiðir meiri verkaskipting og örari fólksfjölgun
o Regnskógar S-Ameríku og á nokkrum stöðum í Mið-Afríku

• Landbúnaðarsamfélagið:
o Plógurinn fundinn upp (fyrir um 6000 árum) og þar með mátti stórauka frjósemi jarðvegarins.
o Matvælaframleiðsla margfaldast
o Mikil fólksfjölgun og fyrstu borgirnar urðu til
o Mikil verkaskipting og föst búseta
o Fátæk landsvæði í S-Ameríku, Afríku og Asíu.

• Frumvinnsla – úrvinnslugreinar: Landbúnaður, fiskveiðar, námugröftur
• Úrvinnsla – úrvinnslugreinar: Vinnsla úr hráefni (t.d. fiskvinnsla – iðnaður)
• Þjónusta – þjónustugreinar

• Iðnaðarsamfélagið:
o Hófst með iðnbyltingunni um miðja 18. öld í Bretlandi en aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkin fylgdu í kjölfarið
o Fjöldaframleiðsla á iðnvarningi fyrir markað
o Notkun peninga í stað vöruskipta
o Mikil aukning í verslun, viðskiptum og samgöngum
o Mannfjöldasprenging og mikil borgvæðing
o Félagslegur ójöfnuður eykst, meiri verkaskipting og stéttarskipting.

• Upplýsingasamfélagið:
o Framleiðsla á þjónustu verður meira áberandi en framleiðsla á iðnvarningi. Hlutfall þjónustustarfa fer yfir 50%
o Afsprengi upplýsinga- og þekkingiarbyltingar sem hefur fylgt þróun tölva
o Alheimssamfélagið verður til
o Bylting í samskiptamöguleikum. Fólk flytur vinnustaðinn heim. Sýndarveruleiki.
o Hófst í Bandaríkjunum en Ástralía, Nýja-Sjáland, V-Evrópa og Japan fylgdu hratt í kjölfarið.Félagsmótun 4. Kafli

• Persónuleiki byggist á þrem þáttum:
1. Hið vitræna (hugmyndir, skynjun, ályktunarhæfni o.s.frv.
2. Hið tilfinningalega (reiði, hatur, öfund o.s.frv.)
3. Hegðun(atferli) ( frækni, leikni, o.fl. athafnir fólks)

• Táknræn samskipti:
o Samfélag byggir á samskiptum fólks
 Byggjast á táknum og framkomu sem hefur ákveðna merkingu sem í hana er lögð
o Orð eru tákn og tungumál er auðugasta táknkerfið sem til er
o Mikilvæg samskipti byggjast líka á “samskiptum án orða”
o Félagsfræðingurinn Cooley setti fram kenningu um “spegilsjálfið”.
o Samfélagið er spegillinn
o Fólk speglar sér í þessum spegli og sér viðbrögð annarra við sjálfum sér og hegðun sinni og túlkar þau viðbrögð
o Á grundvelli þeirra túlkunnar myndast ,,sjálfið”: hugmyndir okkar um okkur sem persónuleika
o Cooley talkdi að sjálfsmyndun mótaðist mest í æsku en væri í stöðugri mótun með nýju fólki og aðstæðum
o Samfélagið er nauðsynlegt fyrir mótun sjálfsmyndar

• Tegundir félagsmótunar:
• 1. Frummótun
o Fer aðallega fram í fjölskyldu
• 2. Mótun tengd framtíð
o Býr börn undir hlutverk þeirra í samfélaginu (skóli)
• 3. Mótun tengd nýrri reynslu
o Mótun tengd lífsreynslu t.d. við áföll
• 4. Víxluð mótun
o Ungir kenna gömlum
• 5. Endurmótun
o Fólk tileinkar sér ný viðhorf og hafnar þeim gömlu – t.d. innflytjendur
o Í ,,altækum stofnunum” fer oft fram endurmótun, t.d. fangelsi, geðsjúkrahús• Helstu félagsmótunaraðilar:
• 1. Fjölskyldan
o Leggja grunn að persónuleika – kennir fólki að tileinka sér grundvallar viðmið og gildi (“frummótun”)
• 2. Skólinn
o Kennir færni, þekkingu og gildismat samfélagsins
o Kennir ,,formlega námskrá” en einnig hina ,,duldu námskrá”, þ.e. hegðun, almenn samskipti
• 3. Jafningjahópurinn
o Mikil áhrif frá félögum – kennir samskiptareglur við eigin kynslóð – á drjúgan þátt í sköpun sjálfsmyndar
• 4. Fjölmiðlar
o Miðla boðum án persónulegra samskipta (ath netið) – miðla upplýsingum og skapa fyrirmyndir
• 5. Minnihlutahópar
o Kynþáttur. Skapar samband með þeim er maður deilir sameiginlegum líffræðilegum einkennum með.
o Þjóðernishópur. Skapar samkennd með þeim sem deilir sömu menningarlegu einkennum, s.s. tungumáli, trú, matarvenjum og uppruna.
• 6. Kynferði
o Við mótumst mjög af ólíkum væntingum sem til okkar eru gerðar eftir kynferði
o Menningarlegur munur á væntingum
o Endurspeglast í klæðaburði, leikföngum, stöðu, o.s.frv.5. Kafli Fjölskyldan

Æviskeiðin -Bernskan

• Barnavinna:
o Hluti af daglegu lífi barna í óiðnvæddum samfélögum – eins í okkar samfélagi áður fyrr.
o Ódýrt vinnuafl í mörgum samfélögum í dag.
• Barnaverndarlög:
o Lög í dag vernda börn gegn of mikilli vinnu og ofbeldi af hendi fullorðinna.
o Hve langt á heimild foreldra að ganga í uppeldi t.d. hvað varðar refsingar?
o Börn eru í markaðsamfélagi markhópur fyrir vörur: Föt, tónlist, fjölmiðlaefni.
o Hve langt á að ganga í þeim efnum?

Æviskeiðin – Unglingsárin

• Í óiðnvæddum samfélögum eru skýr mörk dregin á milli barnæsku og fullorðins ára – “unglingsárin” ekki til.
• Vígsluathafnir marka þessi skil
• Við iðnvæðingu hefur orðið til sérstakt æviskeið á milli bernsku og fullorðinsára
• Skapast af þörf iðnaðarsamfélagsins fyrir sérhæft vinnuafl.

• 1. Bernska
• 2. Unglingsárin
o Sérhæft vinnuafl
 Skólaganga
Unglingar verða sérstakur félagshópur (menningarkimi)
• 3. Fullorðinsár
o Starfsframi (ráðandi staða)
o Foreldrahlutverk
o Breytingaskeið
o Hjónaskilnaðir

Hjónaskilnaðir / Sambúðaslit

• Skilnaður að borði og sæng
o Nánast einföld tilkynning
• Lögskilnaður
o 1ár eftir skilnað að borði og sæng
o Hjónabandi endanlega lokið
• Meðallengd hjónabands: 10,3 ár
• Meðallengd óvígðrar sambúðar: 4,1 ár

Ástæður hjónaskilnaða

• Breytt viðhorf
o Frjálslyndari viðhorf til skilnaða
o Áður skömm að skilja við maka
• Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna
o Aukin menntun kvenna
o Aukin atvinnuþáttaka kvenna
o Betri laun útivinnandi kvenna en áður var
• Breytt löggjöf
o Lögum hefur verið breytt til að auðvelda hjónaskilnaði
• Breytt hlutverk fjölskyldunnar
o Fjölskyldan er ekki lengur framleiðslueining samfélagsins
• Sjálfselska
o Fólk er meira upptekið af sjálfum sér og vill ekki leggja mikið á sig fyrir aðra
• Óraunsæjar væntingar
o Margir hafa haft óraunsæjar væntingar til hjónabandsins


Heimilisofbeldi

• Gerendur fremur karlar en konur
• Líkamlegt ofbeldi: Barsmíðar eða hótun um þær
• Andlegt ofbeldi: Niðurlægja aðila (vitlaus, ljót, leiðinleg)
• Konan oft fjárhagslega háð manninum (nokkuð sem fer minnkandi)
• Erfitt að draga mörkin – andlegt/líkamlegt ofbeldi – Hvað telst heimilisofbeldi?
• Hvenær eru heimiliserjur einkamál aðila?
• Hvenær á samfélag (nágrannar, lögregla) að grípa inn í?
• Menningarleg atriði: “Konan skal vera manni sínum undirgefin”.

Sifjaspell
• Ástæður
• 1. Úrkynjun
• 2. Draga úr samkeppni innan fjölskyldu
• 3. Gera skýrar hlutverkareglur innan fjölskyldunnar
• 4. Tryggja “útvensl”, þ.e. tryggja blóðbönd við aðra hópa
6. Kafli Stjórnmál

Stjórnkerfi – Vald

• Stjórnmál snúast um skiptingu gæða í samfélaginu, efnislegum (s.s. penignum) og óefnislegum (s.s. mannréttindi, fresli, jafnrétti o.s.frv.)
• Stjórnkerfi er kerfi stofnana sem stjórnar úthlutun þessara gæða. Þeir sem þeim stjórna hafa völd.
• Max Weber: ,,Vald er möguleikinn til að stjórna hegðun annarra, með eða án þeirra samþykkis”.
• Vald er:
o A. Lögmætt, ef fólk trúir því að sá er beitir því hafi rétt til þess (t.d. kjörnir fulltrúar, löglega skipaður embættismaður, erfðakóngur o.s.frv.)
o B. Ólögmætt, ef fólk trúir því að sá er beitir því hafi ekki rétt til þess (bankaræningi, valdaræningi o.s.frv.)
• Þrjártegundir lögmætra yfirráða (Weber)
• 1. Hefðbundið yfirráð
o Byggist á venju – af óskrifuðum lögum (t.d. kongungsvald).
• 2. Lagalegt yfirráð
o Lög setja mörk um valdsvið stjórnenda og takmarka völd þeirra (t.d. lýðræðisríki vesturlanda).
• 3. Náðarvald
o Vald byggist á persónutöfrum einstaklinga (t.d. Napoleon, Gandhi, Kennedy).
Ríki – Ríkisvald

• Þjóðríki er samfélag þar sem ríkisvaldið hefur fullveldi yfir afmörkuðu landsvæði og getur beitt þvingunum til að fylgja ákvörðunum eftir á því landsvæði.
• Ríkisvald er æðsta stjórnunarstig nútíma samfélag – það hefur einkarétt til valdbeitingar á tilteknu landsvæði.

Lýðræði

• Lýðræði (Democracy) kemur úr grísku og merkir stjórn fólksins
o “Government of the people, by the people and for the people”: Abraham Lincoln, The Gettisburg Adress.
o ,,Stjórn fólksins, yfir fólkinu, í þágu fólksins”.
• 1. Beint lýðræði
o Stjórnun fólksins (hópsins) án milligöngu fulltrúa (t.d. Þjóðaratkvæðagreisðlur).
• 2. Fulltrúa lýðræði
o Fólkið kýs sér fulltrúa tímabundið til að stjórna í sínu nafni (t.d. Alþingismann).
o Umboð fulltrúa getur verið ýmist bundið eða óbundið.

Fulltrúalýðræði

• Bundið umboð:
o Fulltrúi verður að hegða sér (greiða atkvæði) í samræmi við vilja umbjóðenda sinna (kjósenda).
• Óbundið umboð:
o Fulltrúi er kjörin til að fara með vald í ákveðinn tíma og er aðeins háður eigin sannfæringu.
o Stjórnarskrárbundið á Íslandi er varðar alþingismenn.

Þrískipting Valds

• Þrískipting valds (montesque):
• Lögjafarvald: Alþingi (og forseti)
• Dómsvald: Dómstólar
• Framkvæmdavald: Ríkistjórn – ráðuneyti
• Fjölmiðlar stundum nefndir ,,fjórða valdið” vegna mikilvægis þeirra í stjórnkerfinu.


Forsendur lýðræðis

• 1. Þróað efnahagskerfi
o Menntaðir borgarbúar (sem hluti af þróuðu efnahagskerfi) gera kröfu til þátttöku í stjórnmálum.
o Skapar pólitískan stöðugleika
• 2. Takmarkað vald stjórnvalda
o Lög takmarka beitingu valds stjórnvalda. T.d. reglur um réttaröryggi: ,,saklaus uns sekt er sönnuð”. Takmörk á frelsissviptingu án dóms.
o Frjáls gagnrýni fjölmiðla
o Venjur um ,,leikreglu lýðræðis” virtar
• 3. Djúpstæður klofningur ekki til staðar
o t.d. trúarhópur eða þjóðernishópar sem ekki virða leikreglur
• 4. Umburðarlyndi í ágreiningsmálum
o Virðing fyrir því að andstæð skoðun megi koma fram
• 5. Aðgangur að upplýsingum
o Upplýstir borgarar sem þekkja valkosti
o Góður aðgangur að upplýsingum
• 6. Frjálsir fjölmiðlar
o Gegna eftirlitshlutverki með stjórnsýslum
o Oft kallað fjórða valdið
• 7. Valddreifing
o Engin hópur hefur einokun í samfélaginu
o Skilið á milli framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds
o Dreifing valds milli stjórnsýslu stiga (meira vald til sveitastjórna)
o Valdi dreift milli stofnana og samstaða utan ríkisvalds

Kosningakerfi

• A. Einmenningskjördæmi: Sá er fær flest atkvæði fær þingsætið (þarf ekki að vera meirihluti)
• B. Fleirmenningskjördæmi: Hlutfallskosning, þ.e. flokkur fær fulltrúa í samræmi við atkvæðamagn.

Flokkakerfi

• 1. Einflokkskerfi: T.d. eins og var í Íran og er í Egyptalandi
• 2. Tvíflokkskerfi: Þar sem tveir flokkar eru langstærstir og takast á um völdin, t.d. Bandaríkin, Bretland o.fl. – oft afleiðing kosninga fyrirkomulags
• 3. Margflokkakerfi

Meginstoðir lýðræðis

• Pólitískur ágreiningur vinstri/hægri


• 1. Fresli til:
o Frelsi til athafna (að vissum mörkum): Ríkið setur sem minnstar hömlur á einkaframtak.
o Hægrimenn leggja gjarnan áherslu á þetta ferli.
• 2. Frelsi frá:
o Frelsi frá hungri, atvinnuleysi o.s.frv. Vinstrimenn leggja áherslu á þessa tegund frelsis.
• Jafnrétti:
• Pólitískur ágreiningur um janfréttiskröfu og árekstur við frelsiskröfu
o Jafnrétti kynja
o Jafnrétti kynþátta
o Jafnrétti þjóðernishópa

Stjórnarskrá – mannréttindi

• Stjórnarskrá setur allri löggjöf ákveðin ramma
• Stjórnarskrá fastsetur grundvallar mannréttindi
o Prentfrelsi, tjáningafrelsi, félagafrelsi, o.fl.
• Grundvallað á hugmyndinni um “náttúruleg réttindi” mannsins. (John Locke)
o Allir menn eru fæddir jafnir og hafa grundvallar rétt frá náttúrunnar hendi.
• Lög mega ekki vera í ósamræmi við stjórnarskrá
o Hæstiréttur (eða sérstakur stjórnlagadómstóll) hefur eftirlit með að löggjöf samræmist
• Til að breyta stjórnarskrá þarf þingið og þjóðin að samþykkja
• Hér á landi er það gert með því að þingið samþykkir fyrir kosningar og aftur eftir kosningar.
• (kosningin er túlkuð sem samþykkt þjóðarinngar – en er það svo?)

Stjórnskipan

• 1. Konungsdæmi: Konungstign og völd erfast
• A. Þingbundið Konungsdæmi: Konungur hefur yfirleitt lítil völd – svipuð forestar lýðvalda.
• B. Einveldi Konungs

• 2. Lýðveldi:
o Þjóðhöfðingi (forseti) kosinn af þjóðinni – beint eða óbeint (af þingi)
o Forsetar hafa mismikil völd (eftir löndum)
o Kallað forsetaræði þar sem þeir hafa mikil völd.

Skipting Lífsgæða

• Tvær megin gerðir hagkerfa:
• 1. Auðhyggja (kapitalismi)
• 2. Félagshyggja (sósialismi)
• Við samband úr þessu tvennu: Blandað hagkerfi

Eignarhugtakið

• 1. Sameign: Eign sem allir íbúar samfélagsins hafa sama aðgang að t.d. (almenningsgarður).
• 2. Einkaeign: Eign sem tilheyrir ákveðnum einstaklingi
• 3. opinber eign: Eign í eigu samfélagsins en í umsjá opinberra aðila (ekki allir mega vera á s.s. skóli).

Auðhyggja (kapitalismi)

• Tvær megin hugmyndir
• 1. Gróðavon einstaklinga: Megin hvati til framkvæmda í hagkerfinu
• 2. Verðmyndum eftir framboði og eftirspurn tryggir besta vöru við hagkvæmasta verði.
o Hin “ósýnilega hönd” markaðarins.
• Framleiðsla einkaeign og frelsi einstaklinga til athafna í atvinnulífinu
• Afskipti ríkisvalda af hagkerfinu á að vera sem minnst (“lágmarksríki”)
• Ekkert hámark á að vera á auðsöfnun
• Réttlæta misskiptingu auðs (“ávöxtur dugnaðar og framtakssemi”)

Félagshyggja (sosialismi)

• Andsnúin auðsöfnun og of miklu félagaslegu misrétti.
• Framleiðsla á vöru og þjónustu á að miðast við þarfir fjöldans
• Jafnrétti (“stéttlaust samfélag”)
• Sameign á framleiðslu
• “kjörgerð” kommúnismans

Blandað hagkerfi

• Sambland hinna tveggja hagkerfanna:
• Einkaeign í framleiðslu
• Háir skattar til samneyslu (koma í veg fyrir mikla auðsöfnun).
• Skattar notaðir til tekjujöfnunar:
o Peningar teknir frá hinum tekjumeiri og endurdreift til hinna tekjuminni (“velferðarkerfi”).
• Sköpunarverk ,,Lýðræðisjafnarðarstefnunnar”.


7. Kafli Trúarbrögð

• Trúarbrögð eru sameiginlegt kerfi hugmynda, síða og reglna sem tengjast guðdómi. (Émile Durkheim)
• Helgisiðir settir ofar öðrum siðum
• Trúarbrögð sem liður í samheldni samfélags, skapa samkennd og sjálfsímynd.

Tegundir trúarbragða

• Einföld trú á hið yfirnáttúrulega
• 1. Andatrú
o Reynt að hafa áhrif á andanna með töfrum
o Ákveðnir einstaklingar annast samskipti við andanna, seiðmenn, töfralæknar.

Trú og samfélag

• Öll samfélög hafa mótað sér einhverskonar trúarbrögð
o Útskrýing á hinu óþekkta, óráðna (Trú og þekking)
• Hjátrú (huldufólk, sbr. Helgir reitir o.fl.): Sköpunarsaga
• Dýrkun tengist daglegu lífi og starfi, sbr. Frjósemi, uppskera, regn, ljós og myrkur o.s.frv.
• Fæðing og dauði

Tegundir trúarbragða

• Guðshugmyndir:
• 1. Fjölgyðistrú:
o Trú á marga guði sem hver hefur sitt sérsvið til umráða.
o Oftast einn æðsti guð, “faðir” annarra guða.
• 2. Eingyðistrú:
o Trú á eina æðstu veru
o Ath. Þó þríeina guð kristinna manna og dýrlinga kaþólskra manna.

Hlutverk Trúarbragða

• 1. Heimspekilegt/trúarlegt:
o Gefa skýringu á uppruna manns og samfélags
• 2. Félagslegt/Siðrænt
o Gefa hugmyndir um hvað sé rétt og rangt
o Móta daglega félagslega hegðun
o Hefur áhrif á sjálfsmynd einstaklings
o Félagsleg starfsemi kirkjudeilda

Marxismi

• Trúarbrögð eru uppfinning yfirstéttar til að réttlæta stéttarlega stöðu sína.
• Félagsskipanin er guðleg eðlis
• Trúarbrögð eru “ópíum” fyrir fólkið

Virkni Trúarbragða

• 1. Félagsleg samstaða: Halda samfélaginu saman með sameiginulegum gildum
• 2. Merkingarkerfi: Gefa tilverunni merkingu
• 3. Félagslegt taumhald: Gæta viðmiða trúar í daglegri hegðun manna, t.d. er snýr að kynhegðun.
• 4. Skaðvirkni: Rífur tengsl einstaklinga og hópa í samfélaginu, t.d. sértrúarsöfnuðir
• 5. Bókstafstrú: Öfgatrú í öllum trúarbrögðum

Helstu trúarbrögð heims

• Fimm stærstu trúarbrögð heims:
o Hindúsimi (13% íbúa heims)
o Búddhatrú (6% íbúa heims)
o Gyðingadómur (0,4%)
o Kristni (33%)
o Íslam (6%)