Saga.. Þetta er saga sem að ég fékk senda frá frænku minni í Ástralíu og ég ákvað að þýða hana, senda hana inn og deila henni með ykkur.

Dag einn bað kennarinn nemendur sína að gera lista yfir hverja manneskju í skólastofunni og skilja eftir pláss á eftir hverju nafni.

Svo sagði hún þeim að hugsa upp það fallegasta sem að þau gátu sagt um hvern bekkjarfélaga sinn og skrifa það hjá nafninu.

Þetta tók allan tíman svo að þegar að bjallan hringdi þá skiluðu allir blaðinu sínu og löbbuðu út.

Næsta laugardag skrifaði kennarinn upp nafn hvers nemanda fyrir sig á sér blað og skrifaði svo allt það sem að krakkarnir höfðu skrifað um þann nemanda á blaðið.

Á mánudeginum lét hún svo hvern nemanda fá blaðið sitt og áður en að langt var um liðið þá var allur bekkurinn brosandi út að eyrum og hún heyrði hvíslað út um alla stofu : “í allvöru”, “ég vissi ekki að ég skipti nokkurn máli.” og “ég vissi ekki að öðrum líkaði svona vel við mig”.

Enginn minntist svo á blöðin aftur í tíma, Hún vissi ekki hvort að þau höfðu rætt þetta utan skóla eða við foreldra sína, en það skipti ekki máli, æfingin hafði náð markmiði sínu: nemendurnir voru ánægðir með sjálfan sig og hvort annað. Þessi hópur nemenda útskrifaðist og hélt áfram lífinu.

Mörgum árum seinna dó einn nemandinn í víet nam og kennarinn fór í jarðarförina hjá honum. Hún hafði aldrei séð hermann í hermannskistu áður. Hann var svo fallegur, svo þroskaður.

Kirkjan var full af vinum hans. Einn af öðrum fóru og litu á vin sinn í seinasta skipti. Kennarinn var sú síðasta til þess að blessa kistuna.

Á meðan að hún stóð þar kom einnhermannana sem var kistuberi til hennar og spurði : “ vest þú stærðfræði kennarinn hans Marks?”
Hún kinnkaði kolli og sagði: “já”
þá sagði hann: “Mark talaði mikið um þig”

Eftir jarðarförina fóru flestir fyrrverand bekkjarfélagar Marks á veitingastað.Mamma og pabbi Marks voru þar, augljóslega að bíða eftir að tala við kennarann.

“við viljum sína þér svolítið” sagði faðir hans, og tók veski úr jakkavasanum. “ Þeir fundu þetta á Mark þegar að hann dó, við héldum að þú gætir kannast við þetta”

Þegar að hann opnaði seðlahólfið tók hann upp tvo mikið notaða búta úr skrifbókar blaði sem að höfðu augljóslega verið margoft límt, brotið og brotið meira. Kennarinn vissi án þess að líta á blaðið að þetta var listinn sem að hún hafði skrifað á hvað hver bekkjarfélagi Marks hafði sagt um hann.

“þakka þér kærleg fyrir að gera þetta,” sagði móðir Marks, “eins og þú getur séð þá var þetta honum mikils virði.”

Allir fyrrum bekkjarfélagar Marks söfuðust í kirngum þau. Charlie brosti frekar kindarlega og sagði: “ég á ennþá listann minn, hann er í efstu skúffunni á skrifborðinu mínu heima.”

Konan hans Chucks sagði: “Chuck bað mig um að setja sitt í brúðkaupsalbúmið okkar.”

“ég á mitt líka,”sagði Marilyn “það er í dagbókinni minni.”

Þá náði Vicki í veskið sitt, tók upp krumpaðann listann sinn og sýndi hópnum. “ég hef hann alltaf með mér,” sagði hún án þess að blikka auga “ég held að við höfum öll geymt listana okkar.”

þá settist kennarinn niður og grét, hún grét fyrir Mark og fyrir vini hans sem að munu alldrei sjá hann aftur.

fólk í smafélagi nútímans er of upptekið til þess að fatta að lífið endar einn daginn, og við vitum alldrei hvernar sá dagur kemur

Svo að gerðu það segðu fólkiu sem að skiptir þig máli, fólkinu sem að þú elskar tilfinningar þínar, segðu þeim áður en að það er orðið of seint.
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3