Ætla að gera eins og hinir og skrifa um kennarana mína. Ég er í 10.bekk.

Umsjónarkennarinn
Mjög skemmtilegur kennari myndi ég segja. Alltaf með aulabrandara, misjafnlega góða hins vegar, hehe. Hann kennir mér einnig sund, íþróttir og íþróttafræði.

Stærðfræðikennarinn
Kona hér á ferð. Mjög góð í stærðfræði en á það til að fara svo hratt yfir allt efni að flestir detta e-ð aftur úr. Annars getur hún verið fín.

Enskukennarinn
Líka kona sem kennir mér ensku. Hún er nokkuð góð í ensku verður að segjast. Þegar einhver gerir ekki eins og hún segir þá á hún það til að gjörsamlega trompast og það liggur við að maður verður bara hræddur við hana.

Íslenskukennarinn
Enn og aftur er kona að kenna mér. Ef einhver myndi segja mér að hún væri best í íslensku af öllum Íslendugum þá myndi ég trúa því auðveldlega enda þegar verið er að fara yfir einhver verkefni og maður segjir eitthvað vitlaust þá fer hún að bölva um mann þannig maður verður eins og skítur í framan hehe.

Dönskukennarinn
Það er karlmaður sem kennir mér dönsku. Mig minnir að hann hafi sagt einhvern tíman að hann væri feministi en það gæti alveg eins verið vitleysa. En hann er samt sem áður mjög góður kennarinn og kann fjöldan allan af tungumálum.

Eðlisfræðikennarinn
Eðlisfræðikennarinn minn er með skrýtnusu mönnum sem ég hef nokkurn tíman kynnst. Alltaf að gera hinar furðulegustu tilraunir og ég veit ekki hvað og hvað. En annars er gaman af honum.

Líffræðikennarinn
Kvennmaður sem kennir mér þetta fag. Er á mínu fyrsta ári hjá henni í líffræði þó hún sé búinn að vera kenna líffræði lengi þannig að ég get voða lítið sagt um hana.

Samfélagsfræðikennarinn
Um það bil þrítugur karlmaður hér á ferð. Þessi maður á bókstaflega ALLT inn í þessari blessaðri tölvu sinni sem tengist samfélagsfr, þjóðfélagsfr eða trúarbragðafræði á einn eða annan hátt. Hann er svo heppinn að vera með skjávarpa í stofunni sinni þannig að við förum yfir mikið efnið í gegnum tölvuna hans+skjávarpan.

Jæja þetta er komið gott. Nenni ekki að skrifa um fleiri kennara enda ekki margir aðrir sem kenna mér. Endilega skiljið eftir komment.
Rover Mini ‘95