Eldur í Varmárskóla það kviknaði í yngri deildinni minni þann 16.Sept '06.

Ég var í seinasta tímanum mínum í skólanum klukkan var 2, allir voru vá sjáiði þokuna ? svo ég stóð upp og leit út og sá bara gráa þoku, og fann mjög mikla eldlykt. Svo fór íslensku kennarinn minn út og ég labbaði á eftir henni og fór að kanna málið og þá voru 400 krakkar að hreyfa á sér hendurnar og ég sá u.m.þ.b. 30 krakka hágrátandi, á þeim sama tíma voru 3 kennarar á hverri hurð að halda í eldri deildinni svo krakkarnir kæmust ekki út. Svo eftir skamma stund var ég að rölta um með félaga minum og við heryðum sírenur. Það var semsagt lögreglan svo 5 min eftir kom sjukralidid svo korteri eftir kom slökkviliðið. Það var sagt að þetta gat verið íkveikja en ég held að það sé soldið erfitt vegna þess að þetta var fyrir ofan bókasafnið, ég held að þetta hafi verið rafmagnseldur og það kviknaði í allri þéttullinni. Ég var bara úti að tala við bókasafnsvörðinn hún sagði mér að hun var bara sitjandi þarna og fann eitthverja skrytna lykt, eftir 2 min kom bara fullt af reyk og hún fór út. Í þessunm skóla er æft brunaæfingar 2svar á ári.
Sem betur fer meiddist enginn.

( þetta er hvíta húsið með rauða þakinu )