Núna ætla ég að segja ykkur frá kennurunum mínum:


Stærðfræði og Samfélagsfræðikennarinn minn

Þessi kennari er umsjónarkennarinn minn. Hún er bara mjög góð. Er með fulla lífsreynslu, enda örugglega farið að nálgast í sextugsaldrinn hjá henni.


Dönskukennarinn minn

Hún elskar Danmörk. Hún talar bara við okkur dönsku í tímum og er það oft svoleiðis að enginn skilur hana, því hún segir svo oft orð sem við skiljum ekki og ef við spyrjum hana hvað hún sé að segja þá fáum við bara glott af vörum hennar.


Íslenskukennarinn

Ég held að hún hafi verið að útskrifast úr Kennaraháskólanum þessi, hún er allavega bara ágætur kennari - Það er samt stundum eins og hún sé feimin við okkur. En henni fer fram með hverjum tímanum sem líður….


Enskukennarinn

Þessi kona bjó einu sinni í sömu blokk og ég. Hún er svolítil skellibjalla ef þið vitið hvað ég meina, en maður getur vel lært mikið af henni ef maður fylgist með í tímum.

Líffræðikennarinn

Hann var einu sinni frægur handboltamaður og er nú að kenna. Stundum er hann fenginn í sjónvarpið til þess að lýsa leikjum eða spá fyrir úrslit. Hann er æðislega skemmtilegur kennari og það sem kemur upp úr munn hans er allt annað en bull! Einu sinni stökk hann meira að segja upp á borð í einu stökki…..


Trúarbragðafræðikennarinn

Þessi maður er prestur og veit þess vegna mikið um hin alls kyns trúarbrögð. Hann er hins vegar mjög skapmikill ef maður er með eitthvað múður í tímum hjá honum….


Kv. Coolistic


P.S Afsakið ef að greinin var of stutt….ekki ætlun mín;D