Já, ég er hermukráka. Svo líka bara til að virkja þetta áhugamál.
Ég ætla að skrifa um kennarana mína, sem eru pottþétt mest sérkennilegustu kennarar á landinu öllu. Ég vil þakka þessum kennurum samt einstaklega vel fyrir að gera tímann sem maður situr í tíma, og finnst eins og hann taki aldrei enda.

Ég vil byrja á umsjónarkennaranum mínum, sem kennir mér:

Stærðfræði, Landafræði og Saga.
Ójá, hann er mjög sérstakur kall. Alltaf er hann eldrauður í framan þegar hann kemur inn í tíma. Og ef það er kalt úti, er hann ennþá rauðari.
Hann labbar inn, opnar alla glugga uppá gátt, þannig maður frýs úr kulda. Kallinn talar mikið, hann talaði einu sinni samfleytt í 70 mínútur. Og það skrýtna er, að maður sogast að ræðunum hans. Maður virkilega tekur eftir, sogar í sig viskuna hans, og trúið mér, hann hefur lent í ýmsu.
Hann er oftast í góðu skapi, þangað til að hann kemst að því að maður lærði ekki heima í stærðfræði. Þá fýkur í hann. Einu sinni lamdi hann virkilega fast í borðið hjá sessunaut mínum, og það brá öllum í skólastofunni. Eða, öllum nema mér því ég er svo svalur :D
Þegar hann er glaður, leyfir hann manni að tala saman, jafnvel fara út, eða sleppa heimanámi. En þegar hann er reiður, og vill að við herðum okkur, setur hann fyrir 10bls í tímanum og 10bls heimanám.

En eftir 2 ár hjá kappanum þá lærir maður á hann. Ef hann kemur flautandi inn = Gott skap.
Ef hann kemur ekki flautandi inn = Vont skap.Næst vil ég segja frá Ensku kennaranum mínum, hún er eflaust fín kona, en í tímum er hún algjert skass. Hún kennir bresk-ensku, sem getur auðveldlega farið í taugarnar á manni.
Ef maður talar ekki rétt, fær maður meiri heimanám. Ef maður missir blýantinn á gólfið, fær maður punkt. Ef maður gerir ¾ verkefnið heima í staðinn fyrir allt því maður skildi ekki, fær maður meiri heimanám og punkt.
Þið vitið væntanlega hvað punktakerfi er? Ef maður fær fl. Punkta en 11 kemst maður ekki á svokallaða íþróttavöku. Ef maður er með fleiri punkta en 22 kemst maður ekki í skíðaferðina og þannig er það.

En aftur að ensku kennaranum, hún er kölluð “Hitler”, og er talað um 14 +- krakka sem hafa horfið af hennar völdum. Ég og vinir mínir höfum ekki enn þorað að öskra: “MEIN FÜHRER” að hennig og rétta höndina eins og nasistar gerðu. Við erum allir skíthræddir við hana.Næst kemur að Dönskunni, og kennaranum þar.
Hún er aldönsk. Og er mikið fyrir stutt pils, og annars konar “20árakvenna”-föt. Það er ekki alveg nægilega gott. Það er hrikalegt að sjá kennara manns í stuttu pilsi og sokkabuxum og “smart” jakka. Kennarar eiga að vera í kennara fötum, hvernig sem þau eru.
Svo er stundum örlítið erfitt að skilja hana, því hún er ekki komin með íslenskuna alveg 100%, sem gerir það erfiðara að læra dönsku. Annars er hún nett skemmtileg sko, kemur með lög til að fara yfir, og ef hún er í stuði, syngur hún þau, og það er eitthvað sem ALLIR vilja sjá. Svo er hún með 9 bekkjar húmor í lagi. Hún skellihlær af öllum svona bröndurum sem ég hélt að enginn myndi hlæja af. Vinur minn ruglaðist að segja “pulsebrod” og sagði “puslebrod”, og kellan alveg hló og hló og hló. Svona eru þessir dönskudjöflar =D.Næst vil ég skrifa um íþótta kennarann minn.
Ég veit ekkert hvað hann er gamall. En alveg örugglega eldri en 55. Búinn að vera kennari í 30 ár. Og skrifaði sjálfur “leikfimisreglurnar” sjálfar. Hann minnir okkur á það í hverri viku.
Hann er samt alveg ótrúlega góður og strangur leikfimikennari. Hann hefur kynnst öllum tegundum af fólki, og fær ótrúlegasta fólk til að gera það sem þeir hélt að þeir gætu ekki, eða þorðu ekki. Hann fékk mig til að stökkva hestinn. Svo kemur hann með nýjan “hasar-hreyfi-leik” í hverri viku. Sem fær mann til að æsast allan upp og verða gjörsamlega hyper.Svo er íslensku kennarinn eftir.

Lítið og þybbin kona sem hlær kjánalega – Þessi orð lýsa henni sirkabát best.
Líklega besti kennarinn af þeim öllum. Aldrei mikið að læra heima, gefur manni tækifæri ef maður lærði ekki það litla sem átti að gera, útskýrir vel og vandlega ef maður skilur ekki. Fer vandlega í prófefni, og lætur mann fá 2 vikna fyrirvara vanalega fyrir próf.
Fórum einu sinni í gönguferð upp í fjall, og þegar við vorum komin lengst upp, var hún þarna niðri, í rauðri risastórri úlpu, leit út eins og kúla, og þorði ekki hærra upp :) Það var ansi spes.
En þetta eru svona, aðal kennararnir mínir. Vona að þið hafið notið greinarinnar.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið