Þær aðgerðir íslenskra stjórnvalda í þá átt að lengja skólaárið eru svo heimskulegar að ekki eru til orð til að lýsa því!
Á fallega klakanum okkar höfum við þriggja mánuða sumar ef við erum heppin, þennan tíma eiga börnin að vera úti ekki inni föst yfir bókunum.
Stjórnvöld gera sér greinilega ekki grein fyrir því að til er hlutur sem kallast skólaleiði… margir hafa þjáðst af honum og til þess að bæta hann er ekki gott að lengja skólaárið.
Fólk talar um að fólk hreinlega hafi ekki tíma til að sinna börnunum sínum allan þennan tíma og því verði að gera eitthvað í þessa átt en hvernig væri að lengja frí foreldranna frekar? Ánægður starfskraftur vinnur hvort eð er miklu betur og með styttri vinnutíma má fá betri afköst. Þann tíma sem foreldrar geta svo ekki hugsað um börnin sín ætti frekar að nota í sumarbúðir, sumarleikjaskóla og öðru því skyldu.
Berjumst fyrir réttindum foreldra og barna! Breytum ekki börnunum okkar í stofnanaeinstaklinga sem allir eru eins, leyfum þeim að þróast í mismunandi einstaklinga.
Styttum skólann!!!