FVA - UPPHAF HAUSTANNAR 2001 Skólinn á Akranesi verður settur fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10 og kennsla hefst kl. 13.10. Nýnemar á Akranesi (þeir sem ekki hafa verið í skólanum á Akranesi áður) eiga að koma á skólasetninguna. Foreldrar og forráðamenn nýnema eru einnig velkomnir. Að setningunni lokinni munu nýnemar hitta umsjónarkennara sína og fá stundatöflu annarinnar. Eldri nemendur (allir sem hafa verið í skólanum á Akranesi áður) geta sótt stundatöflur sínar miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13 –17 og fimmtudaginn 23. ágúst kl. 9 - 11.
Í Snæfellsbæ verða stundatöflur nemenda afhentar fimmtudaginn 23. ágúst kl. 15.
Í Stykkishólmi verða stundatöflur nemenda afhentar föstudaginn 24. ágúst kl. 11.

Skólabíll fer frá Borgarnesi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 9 og 12 og til baka kl. 15.30. Reglulegur skólaakstur frá Borgarnesi hefst föstudaginn 24. ágúst kl. 7.15.

Bóksala
Bókabúð Andrésar-Penninn, Kirkjubraut 54, Akranesi, verður með þær bækur til sölu sem notaðar eru í kennslu í FVA.