Fyrst margir eru svona duglegir að senda grein inn hér ætla ég að gera slíkt hið sama :)

Eins og titillinn gefur til kynna þá ætla ég að tala um Hússtjórnunarskólann í Hallormsstað.
Þegar ég var í 10 bekk og skoða ýmsa bæklinga um framhaldsskóla á Íslandi fannst mér þessi skóli mjög forvitnilegur. Lítill skóli lengst inní skógi þ.e.a.s. Hallormsstaðarskógi. Ég ákvað að kíla á þetta og sé engan vegin eftir þessari ákvörðun. Við vorum í kringum 24 stelpur og bjuggu um 20 á vistinni.
Maður lærir alveg ýmislegt þarna. Flest allt er þetta nú verklegt. En bóklegt inná milli. Í skólanum er kennt fatasaumur, útsaumur, vefnaður, veitingatækni, matreiðsla, næringarfræði, hreinlætisfræði og fleira. Hljómar kanski ekki skemmtilegra en þetta er nú þrælskemmtilegt samt! Námið er bara í eina önn og mest nær maður 31 einingu og fær maður þetta metið í flest öllum skólum (í valið)
Nemendunum er skipt í 2 hópa. einn hópurinn er eina viku í saumun og hinn í eldhúsinu. Eldhúshópurinn sér um hádegismatinn, hádegismaturinn er stærsta máltíðin einu sinni í viku er 3ja rétta máltíð (forréttur, aðalréttur og eftirréttur) nemendur sjá einnig um kvöldmat og helgarmat. Á meðan einn hópurinn er í eldhúsinu er hinn hópurinn er ýmist í fatasaum eða sniðteikningu.
Skólinn er heimavist. Mjög gamalt og fallegt hús með gömlum og flottum húsgögnum og herbergin misjöfn, stór, lítil, gul eða græn.
Flest eru þetta nú stelpur sem fara í skólann en strákar fara nú samt í þetta. Þetta mjög skemmtilegur skóli og ég á eftir æðislegar minningar, ég held að það líður ekki dagur án þess að ég hugsi um dvöl mína í húsó á hallormsstað. Mér finnst ég alveg voðalega lítið heyra um þennan skóla, bara nærstum fyrir tilviljun að ég hafi séð hann í bækling :) Ég mæli eindregið með þessum skóla og mæli með að allir prufi að fara í hann!

Þið getið séð fleiri upplýsingar um skólann á www.hushall.is
Ofurhugi og ofurmamma