Kennararnir mínir -

Danska - Dönsku kennarinn minn er maður sem er á 60tugs aldrinum.
Hann er í minni kantinum og vantar mest allt hárið (munkaklippingu).
Hann er sjéni í dönsku og það er ekkert sem vantar í hausinn á honum :).
Þessi maður hefur einhverja hæfileika til að fá fólk til að læra þegar það nennir því yfirleitt ekki :).
Hann heldur því framm að kennarinn sé eins og gestgjafi , hann hafi margt upp á að bjóða en gesturinn þarf ekki að taka allt.
Einhverjum hluta vegna taka allir alltaf allt :).


Enska - Ensku kennarinn minn er dama í eldri kantinum 45-52 ára gömul, kemur frá englandi og hefur kennt ensku hér í dágóðan tíma.
Hún er afskaplega mjó og lítil og margir kalla hana “gollum”, af því leiti að hún kennir mörgum nemendum sínum bókina “ Hobbit ” , sem er án efa ein af betri bókum sem ég hef lesið :D.
Hún leikur alltaf bita af bókinni og nær gollum afskaplega vel :D.

Félagsfræði - Félagsfræði kennarinn er að kenna eitt af sínum síðustu árum, hann er mjög hægur og rólegur maður sem getur reykt stanslaust án þess að fá krabbamein :o.
Hann er með eina rólegustu rödd sem hægt er að hlusta á, Hann getur svæft heilan leikskóla með því einu að lesa littla sögu.
Hann er einnig ökukennarinn hér og hefur kennt yfir 1500 nemendum á bíl (að hanns sögn).

Eðlisfræði/Efnisfræði - Eðlisfræðikennarinn er á sínu síðasta ári hér, það er afskaplega leitt þar sem hann er einn af mestu stuðboltum á hnettinum,
Hann er 66 ára gamall en er eins og 19 ára í anda.
Hann hleipur út um allt, er hamingjulega æstur , alltaf til í að skoða og fikta í öllu sem tengist efnafræði/eðlisfræði.
Hann á heilu fjöllinn af efnum sem finnast ekki á íslandi lengur, Hann á ekkert nema hrós skilið fyrir að vera ávallt hamingjusamur.

Íslenska - Íslenskukennarinn (aðal) Er en í háskóla og er að læra afganginn,
Hún er að læra félagsfræði og er hún frábær kennari,
Hún er alltaf að rifja upp rugluð menntaskólaárin sín.

Þýska - Þýskukennarinn hér er ekkert nema yndisleg.
Hún er með þýskt blóð í ættum en er með íslenskan anda.
Hún er búinn að kenna hér í dágóðan tíma.
Hún er líffjörug og alltaf gaman að tala við hana eða bara hlusta á hana.
Hún er mikill fjallagarpur og er alltaf að gorta sig yfir að hafa klifið hin ýmsu fjöll :).
Hún og Dönsku kennarninn voru valinn bestu kennarar skólans síðasta ár, og ekki kæmi það mér á óvart ef þau fengu titilinn aftur :)
Pladin1one!!11one!!