Kennarararnir ;) Jæja, þar sem allir eru farnir að skrifa um kennarana sína þá ákvað ég að gera slíkt hið sama :)

Stærðfræðikennarinn
Gamall og hress karl sem er með góðan móral. Hann getur þó skammað útaf smámunum og verður oft mjög pirraður þegar hann fréttir að einhver í bekknum eigi ekki reiknivél. Næst elsti kennarinn og kennir aðeins okkar bekk í þessum árgangi :)

Íslenskukennarinn
Feimin miðaldra kennari, voru fyrstu orðin sem mér datt í hug. Hún er nýkominn í skólann og er með góða kennarareynslu. Mér finnst hún góður kennari örugglega útaf fyrri íslenskukennarinn eyddi öllum tímunum í að tala um hund sonar síns og við lærðum eiginlega ekki neitt! Good times :)

Enskukennarinn
Úff, hvað get ég sagt? Hún talar ensku hræðilega skringilega, samt skýrt, bara með svo blendnum hreim. Þegar hún reynir að nota stafinn “R” í ensku galopnar hún munninn og tungan fer niður í kok og hún segir “AAAAAHHHRRRR” mjög skrítið :). The main gallinn við hana er að hún vill hafa þennan bekk svooo skipulagðan! Gera bls 18-20 heima og dauðrefsing ef maður fer fram fyrir það! Fyrri enskukennarinn var mikið betri. Maður mátti vinna í bókinni eins og maður vildi og þegar kom að prófi fór hann laust yfir og sagði okkur hvað ætti að læra helst, og meðaleinkunnin varð 8,5 eða eitthvað! Sá karl var the man ;)

Dönskukennarinn
Besti kennarinn í skólanum án nokkurs vafa! Elsti kennarinn og rosalega ströng. Það liggur afhausun fyrir ef maður skilar ekki heimavinnunni. Þrátt fyrir það er hún með rosalega góða kennslutaktík! Hún skýtur inn bröndurum inná milli og er dugleg að hrósa.

Náttúrufræðikennarinn
Þessi kennari er lítil og ung, giska 25-30ára. Mjög góður kennari sem er demonstrate-ar, eða maður þýðir einhvern veginn, lýsir fyrir manni verklega, ef einhver fattar eitthvað ekki nógu vel. Hún fer vel yfir námsefnið, en það kemur fyrir að maður þurfi að hangsa dálítið því það eru alltaf bara 3spurningar eða eitthvað slíkt sem maður þarf að gera fyrir tímann og heima ;)

Samfélagsfræðikennarinn[b/]
Kennari sem er mjög fróður um efnið sem verið er að fjalla um! Hún er umsjónarkennarinn minn einnig. Hún skýtur inn stundum ritgerðaspurningum sem eru frekar óþægilegar. T.d. einu sinni talaði hún heilan tíma um Napóleon og frönsku byltinguna og síðan allt í einu í næsta tíma áttu við að skrifa heila bls um efnið, allt eftir minni.

Lífsleiknikennarinn
Lífsleiknikeinnarinn og jafnframt námsráðgjafi er one of a kind! Þessi manneskja talar og talar og talar. Kosturinn við þetta er að maður gerir lítið skriflegt og lítil heimavinna en gallinn er að maður er að detta niður úr þreytu. Mjög leiðinlegt þegar verið er að tala um eitthvað hefti sem er f. framan nefið á manni allan tímann :/ En samt sem áður, ágæt manneskja.