Þar sem ég hef ekkert að gera langaði mig að segja ykkur hinum sem hafið ekkert að gera frá kennurunum mínum. Ég ætla ekki að koma með nein nöfn eða í hvaða skóla ég er í að tiliti við þá.

Danska
Ég held ég verið nú að byrja á henni. Ég hef alltaf hatað dösnku, sérstaklega kennarana en eftir að ég byrjaði í menntaskóla þá hef ég kynnst því að skemmtilegustu kennararnir sem ég er með eru dönskukennararnir. Þessi kona kemur alltaf hress í tímana og er alltaf til í að hjálpa manni. Hún er líka þessi kennari sem vill heyra slúðrið og þess konar dót. Þetta er líka í 1 af fáum tímum sem maður lærir eitthvað án þess að láta segja sér það.

Enska
Enskukennarinn minn er nú ekki uppá marga fiska. Hún kann alveg ensku og svona en hún kann ekki enskan hreim. Maður verður stundum svolítið pirraður á þessu og lætur þetta fara í taugarnar á sér. Svo er hún líka þrjósk þannig það er vonlaust að benda henni á eitthvað vitlaust.

Hagfræði
Þessi blessaði hagfræðikennari er að kenna í fyrsta sinn held ég og hún vill helst ekki hafa samskipti um neitt annað en hagfræð. Við spurðum hvað hún ætti mörg börn eða eitthvað svoleiðs og hún vill ekki svara svoleiðs. Þetta er reyndar eini kennarinn sem vill hleypa okkur út fyrr en 5 min en glósar einsog vitleysingur.

Stærðfræði
Stærðfræðikennarinn minn er 24 ára og að kenna í fyrsta sinn og það eina sem hann hugsar um er að halda áætlun og klára efnið á réttum tíma. Hann ætlar semsagt að vera fyrsti kennari á skólaævi minni til að gera það. Hann er nú samt fínn og maður getur grínast í honum.

Þýska
Það eina sem mér dettur í hug en danska er þýska. Sem betur fer er þýskukennarinn skemmtilegur og er ekki með Hitler stæla. Hún er nú samt þessi típíski kennari sem lætur mann vinna og vera duglegan án þess að æsa sig.

Íslenska
Íslenskukennarinn minn er þessi týpíski grunnskólakennari enda var hún að kenna í grunnskóla áður en hún kom í menntaskólan sem ég er í. Hún er alltaf að segja okkur að þegja og hafa ekki hátt. Hún kann ekki alveg að kenna finnst mér því hún lætur okkur fá glósurnar og svo getur maður bara sofið í tímanum því maður þarf ekki að glósa. Akkurat öfugt við hagfræðikennarann. Það mættu alveg vera fleiri svona kennarar

Náttúrufræði
Það eru valla til meira krípí kennarar. hann er mjór og með sleiktasta hár í heimi og það er eins og hann fari í sturtu á viku fresti. Hann er ekta efnafræðiauli enda held ég menntaður efnafræðingur. Hann er reyndar alltaf með góðar pælingar og talar um það sem er skemmtilegt og flýtir sér yfir það leiðinlega. Hann er reyndar frekar harður í horn að taka og ekki séns að maður komist upp með neitt kjaftæði.

Íþróttir
Síðast en ekki síst er íþróttakennarinn minn sem er búinn að vera að kenna íþróttir í svona 30 ár. Þegar bróðir minn var í skólanum fyrir 10 árum sagði hann mér sögur af honum og núna er ég búinn að staðfesta þær. Maður getur mætt í annaðhvern tíma og logið einhverju að honum ef maður vill og sloppið við leikfimi. Hann lætur reyndar ekki ljúga öllu að sér en nennir bara ekki að eiga við suma því hann veit alveg að þeir eru að ljúga Þegar maður er inní sal að lyfta kemur hann stundum og lyftir með manni og spjallar við mann.

Þetta eru kennararnir mínir þessa önnina og ég vona að ykkur hafi fundist gaman að lesa þetta og það komi fleiri greinar hérna inn um skrautlega kennara.
Ég vill samt byðja ykkur um að vera ekki með neitt skítkast eða leiðindi sérstkalega því ég er lesblindur og sé ekki stafsetningavillurnar sem ég er með.