þegar þú horfir á einkunir þá skaltu miða við það að áður en þú tekur prófið ertu með 0 svo fyrir hvert rétt svar færðu svo + stig en ef þú hugsar með þér að þú byrjir með 10 og svo fáiru - stig fyrir hverja villu þá gengur þér verr…

mér gengur ágætlega í flestum fögum en best í náttúrufræði og fynnst hún skemmtilegust (er í 10 bekk) en ég lít á þetta þannig að ef ég tek ekki prófin er það bara sama og 0, og 3 eða 4 eru þó betra en 0 ég meina ef maður tekur ekki td. próf í samfélagsfræði þá kemmstu ekki inní samfélagsgreinarnar í framhaldsskóla sem er það sama og gerist ef þú fellur… er þá ekki miklu meira vit í að taka bara helvítis prófið (afsakið orðavalið) og slefa jafnvel kannski í 5 þá hefur maður miklu meiri valmöguleika þegar mar fer í framhaldsskóla


ÞANNIG LÍT ÉG Á PRÓF!!!!!

ps.1 ég veit líka EKKERT hvað mig langar að fara í í framhaldsskólal, kannski eru einhverjir sem eru alveg miljón prósent vissir um að þeir vilji fara í eitthvað ákveðið og undirbúa sig þá fyrir það, en ég er þannig manneskja að ég vil hafa fleiri en einn möguleika ef eitthvað bregst (flóttaleið)…

ps.2 biðst velvirðingar á lélegri stafsetningu þetta var skrifað í einhverju stundarbrjálæði