Daginn,

Ég er tvítug kona sem er með smá spurningu og pælingu í huga…

Málin standa svona… 16 ára systir mín sem var að byrja í Iðnó býr hjá mér og er hún rosalega samviskusöm gagnvart námi sínu en málið er það að ég ber fulla ábyrgð á henni því að ég bauð henni að búa hjá mér, foreldrar mínir eru að leggja sæmilega pressu á mig því að í þeirra augum, fyrst ég bauð henni að búa hjá mér á ég að bera ábyrgðina á því að henni muni ganga vel í náminu.
Þetta er svolítið ósanngjörn krafa en ég skil þetta svosem alveg, ég var farin að hugsa um mig sjálf þegar ég var 16 ára og slíkt svo ég ræð svosem við ábyrgðina.
Mér finnst samt sem áður að foreldrarnir skilji það ekki að systir mín þarf að bera ábyrgð á sínu eigin námi eins og ég gerði fyrir fjórum árum.
Þetta er rosalega góður námsmaður eins og ég hef hreinlega séð á fyrstu vikunni hennar í náminu, hún er rosalega áhugasöm og slíkt… á samt soldið erfitt að mér sýnist að kynnast fólki… en ég var þannig sjálf.

Þið sem eruð að byrja í skóla hvort mynduð þið kjósa að það væri einhver til staðar til að leiðbeina ykkur heimavið, eða einhver sem fylgist alveg eins og örn með því að þið gerið heimavinnuna? Ég veit hvað ég myndi kjósa :)
Einnig foreldrar og þið sem eruð í svipaðri aðstöðu og ég … hvað finnst ykkur?