Kæra skólafólk


Eins og gefur að skilja er skólaáhugamálið í lægð í sumar, eftir mjög mikla virkni í kringum prófatímabil og skólalok í vor.

Mér datt í hug nú þegar upphaf nýs skólaárs nálgast að efna til smá greinaátaks svona til að lífga upp á þetta áhugamál.

Mér datt í hug að þið mynduð skrifa smá grein (ekki styttri en 300 orð, þið getið skrifað í Word og notað word count) um ykkar bestu skólaminningar. Þetta gæti verið ein minning eða margar um atvik sem þið munið sérstaklega vel eftir frá skólagöngu ykkar eða sem hefur verið einstaklega skemmtilegt. Þetta gæti líka verið ykkar fyrsta minning úr skólanum.

Það væri t.d. hægt að skrifa um fyrstu kynni af bekkjarfélögunum, frá skólaferðalagi, bekkjarkvöldi, uppáhalds námsgrein eða einhverju öðru sem ykkur dettur í hug. Bara að þetta sé ánægjuleg minning sem tengist skólanum eða skólagöngu ykkar á einhvern hátt.

Ég vona að einhverjum lítist vel á þessa hugmynd og taki sig nú til og skrifi handa okkur skemmtilega grein.

Með von um góða þátttöku;
Karat, stjórnandi á Skóli.