Það er einn kennari sem að beitir fáránlegum kennsluaðferðum. Hann er náttúrufræðikennari og eftir verkfallið flýtti hann sér með lífveru-bókina eins mikið og hann gat. Við vorum bara látin lesa þetta upphátt og svo sagði hann: “Skildu þetta ekki allir?”
Enginn skildi en enginn þorði að segja það því að nokkrum sinnum hafa krakkar sagt að þeir skilji ekki og þá öskrar hann að þau eigi að fylgjast með og séu heims og einhvað fleira og rekur þann út sem sagðist ekki skilja.
Þannig að allir segjast skilja því þeir vilja ekki vera skammaðir fyrir að vera heimskir og vera reknir út. Svo skellir hann á okkur prófi og hann sagði okkur að það yrði próf í allri bókinni eftir tvo daga þannig að við fengum 2 daga til að skilja alla bókina og hún var 130 bls. Svo fengu langflestir rosalega lágt og hann hélt heila skammarræðu yfir okkur út af því.
Hann er líka stærðfræðikennarinn okkar og er sífellt að skamma strák sem er lesblindur (svo lesblindur og hann þurfti að sleppa samrændu prófunum í 7. bekk og getur ekki tekið stafsetningarpróf) fyrir að vera heimskur bara út af því að hann skilur stundum ekki dæmi.
Ég meina getur gaurinn bara ekki útskýrt hluti fyrir okkur þegar við skiljum þá ekki í staðin fyrir að segja okkur í sífellu hversu heimsk við erum?
Og einn hlutur í viðbót. Í byrjun vetrarins byrjuðu fullt af krökkum að reykja en allir eru hættir núna en þegar við vorum búin með prófið í náttúrufræði þá eyddi hann öllum tímanum í að lesa yfir okkur hversu ógeðslegt honum fyndist að við reyktum og blablabla og þegar einhver útskýrði fyrir honum að allir væru hættir þá var sá hinn sami rekinn út.
Þetta er rugl!