Ég sé að það er komið svo mikið af glósum úr náttúrufræði svo ég ætla bara að koma með svona tékklista. Ég skrifaði þetta upp af blaði sem ég fékk hjá kennaranum mínum um áhersluflokka, ég held að þetta sé af namsmat.is.
Þetta ætti að vera allt sem gæti komið á prófinu. Maður þarf kannski ekki að vita allt sem er í áhersluflokk 1, því það eru ekki miklar líkur á að það komi á prófinu.

Svo er gott að setja þetta inní word og gera glósur því maður man best með því að skrifa sjálfur glósur.


Áhersluflokkur 2 = u.þ.b. 70% af prófinu
Áhersluflokkur 1 = u.þ.b. 30% af prófinu


Lífvísindi

Áhersluflokkur 2

Einkenni lífvera
Nauðþurftir lífvera
Flokkunarkerfi lífvera
Ríki plantna
Ríki dýra

Frumöndun og ljóstillífun
Samanburður á plöntu- og dýrafrumu
Uppbygging og sérhæfing frumna
Sérhæfing og hlutverk frumulíffæra
Frumuskipting, frjóvgun og þroskun
Osmósa, flæði og burður
Vefir, líffæri, líffærakerfi

Æxlunarfæri mannsins, getnaðarvarnir og kynsjúkdómar

Samskipti lífvera, fæðukeðjur og fæðuvefir
Hringrás efna í náttúrunni, bruni og rotnun

DNA, gen og litningar
Ríkjandi/víkjandi gen
Arfhreinn/arfblendinn
Líkindi og erfðaeiginleikar (kunna reitatöflu)
Þróunarkenning Darwins og náttúruval
Aðrar þróunarkenningar (þróun lífs á jörðu)


Áhersluflokkur 1

Orkuþörf og orkuöflun lífvera
Ólífræn og lífræn efni, prótín, sykur-, fitu- og erfðaefni, frumefni í lífveru
Gildi fjölbreytileika lífvera
Veirur
Ríki frumvera
Ríki dreifkjörnunga
Ríki sveppa

Sérstaða lífþróunar á nokkrum svæðum
Sérstaða íslenskra vistkerfa
Hafið við Ísland: Vistkerfi, nýting, áhrif mannsins
Vistkerfi: Orkuflæði, samspil lífvera innbyrðis og lífvana umhverfi

Fjölbreytni í erfðum, kynbundnar erfðir, blóðflokkar manna
Einræktun, genasplæsingar, kynbætur, genakort mannsins og erfðalækningar

Atferli dýra


Jarðvísindi

Áhersluflokkur 2


Sólkerfi jarðar: Einkenni og staða í vetrarbrautinni
Reikistjörnurnar: Eðli og einkenni, lífsskilyrði miðað við jörðu (þarf örugglega að læra um júpíter)
Samspil jarðar, tungls og sólar (flóð og fjara, árstíðir, dagur og nótt …)
Kenningar um upphaf og þróun alheims
Fjarlægðir og stærðir í geimnum, ferðatími ljóss


Áhersluflokkur 1

Vetrarbrautir og svarthol
Kenningar um þróun sólar
Loftsteinar, halastjörnur og stjörnuhröp
Fæðing, þróun og endalok stjarna


Eðlisvísindi

Áhersluflokkur 2

Massi og þyngd
Aðgreining efna (s.s. eftir eðlismassa, bræðslu- og suðumarki)
Uppbygging frumeinda, sætistala, massatala og samsætur
Lotukerfið, lotukerfi Mendelejevs, hugmyndir Bohrs um frumeindir
Frumeindir, sameindir og líkön af sameindum
Efnaformúlur, byggingarformúlur, efnajöfnur og efnahvörf
Hrein efni, frumefni, efnasambönd og efnablöndur

Vegalengd, tími, ferð, hraði, hröðun
Þyngdarlögmál Newtons, þyngdarkraftur og þyngdarhröðun
Fyrsta, annað og þriðja lögmál Newtons
Núningskraftur
Vinna, orka og afl
Eðlismassi, lögmál Arkimedesar, lömál Bernoullis, þrýstingur

Einkenni bylgjuhreyfinga (bylgjur og hljóð)

Varmaflutningur, samband sameindahreyfinga og hita
Lögmálið um varðveislu orkunnar, mismunandi form orku

Raforka, rafafl og rafhleðsla
Rað- og hliðtengdar straumrásir
Lögmál Ohms, spenna, straumur og viðnám


Áhersluflokkur 1

Rúmmál óreglulegra hluta, samband ml og cm3
Sérkenni og uppbygging efna (s.s. gerð og eðli sjávar, refgreining vatns, eiginleikar helstu lofttegunda, efnasamsetning lofthjúps, ósonlag og gróðurhúsaáhrif)

Vélar og kraftur (s.s. einfaldar vélar, samsetning véla, kraftaverkan í vökvaknúnum tækjum)
Mæling krafts og hröðunar
Pendúll

Einkenni ljóss (s.s. speglun, ljósbrot og litróf)
Rafsegulbylgjur, tvíeðli ljóss

Mæling orku, varma og hita, eðlisvarmi
Kjarnorka, kjarnahvörf og kjarnaklofnun
Orkulindir á Íslandi, áhrif þeirra á lífríki og búsetu, orkuþörf Íslendinga
Orkulindir: Endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar

Seguleiginleikar rafstraums, segulsvið og segulkraftar
Rafmagn gert úr segulmagni
Rafmótor, rafmagnstæki




Ég vona að þetta geti hjálpað ykkur. Gangi ykkur vel!