Jæja þá kemur þetta langa :) með öðrum orðum Sagan :)

Við verðum að kunna helstu ártölin í lífi Jóns Sigurðssonar (sem þið bara verðið að vita hver er)

JÓN SIGURÐSSON

1811 – Jón fæðist, 17 júní á Hrafnseyri við Arnarfjörð (fyrir vestan)

1829 – Tekur stúdentspróf í Reykjavík

1830 – Hefur störf sem ritari Steingríms biskup Jónssonar

1833 – Hefur nám í Kaupmannahöfn, hann valdi nám í málfræði.

1835 – gerist styrkþegi í Árnasafni og aðstoðarmaður.

1837 – Jón verður varaforseti hins íslenska bókmenntafélags

1841 – Jón stofnar ný félagsrit og skrifa grein um það að það ætti að endurreisa alþingi í Reykjavík en ekki á Þingvöllum.

1845 – Jón giftist Ingibjörgu Einarsdóttur, var hann einni þinmaður ísfirðinga á endurreistu alþingi í rvk :)

1848 – Bylting í Frakklandi (ein af mörgum) danakonungur boða afnám einveldir, Jón skrifar í ný félagsrit að ef til afsalsins komi verði íslendingar ekki lengur skuldbundnir dönum, því þeirra samband snúis fyrst og síðast við konunginn en ekki dönsku þjóðina.

1849 – Jón kosinn forseti alþingis (þaðan kemur forsetanafnið) í fyrsta sinn.

1851 – þjóðfundurinn – Jón Sigurðsson og fleiri neita því að Ísland skuli talið hluti af danska ríkinu (á þeim fundi mælti Jón einmitt þau frægu orð “Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri sem hér er höfð í frammi” og risu þá allir alþingismenn og sögðu en frægari setningu “Vér mótmælum allir”

1854 – Eitt helsta baráttumál Jóns endaði vel þegar konungur gefur íslandsverslun frjálsa.

1859 – Jón kemur til íslands ásamt Tscherning prófessor til að reyna að lækna fjárkláðann (varð Jón víða óvinsæll vegna þess)

1867 – jón leggur til að nýtt stjórnarfrumvarp Dana verði samþykkt og það lagt til grundvallar að nýju breyttu frumvarpi.

1869 – Danir leggja til tvö ný frumvörp fyrir alþingi Íslendinga og fylgdi því mikil vonbrygði þar sem óskir íslendinga frá síðasta frumvarpi voru að engu hafðar, í þessu frumvarpi var sagt að yfirstjórn landsins skuli vera í höndum dansks ráðgjafa sem lúti dönsku ríkisþingi, var þetta mál fellt af öllum þjóðkjörnum þingmönnum.


1870 – Ríkisþing Dana samþykkti stöðulög sem alþyngi íslands og þ.á.m Jón Sigurðsson höfðu harð mótmælt og fellt frumvarp þess eðlis. Vöktu þessi stöðulög mikla reiði meðal íslendinga þar sem Danir höfðu lofað því að slík löggjöf yrði ekki sett nema með samþykki alþingis eða séstaks þjóðarfundar. Áttu lögin að taka gildi 1. apríl en varð ekki úr því þar sem íslendingar tóku ekki mark á lögunum þar sem réttargrundvölur þeirra var enginn (var það Jón Sig. Sem taldi þar, þar sem lögin voru í raun og veru ekki samþykkt).

1874 – Jón Sigurðsson komst ekki til þjóðhátíðar en Þjóðhátíðarnefnd lagði til að samið yrði ávarp til Jóns til að þakka honum fyrir allt sem hann hafði gert fyrir stjórnarskráarmálið.

1875 – Þó að íslendingar voru komnir með stjórnarskránna var Jón ey hættur og mætti hann sprækur á þing með markt í huga, hóf hann strax tillögur á breytingu stjórnarskráar og reyndi hann að kvetja landa sína til þess að hætta ekki fyrr en sigur væri unnin.

1877 – Jón fór í síðasta sinn á þing.

1879 – Jón Sigurðsson deyr í kaupmannahöfn 7. desember, Ingibjörg konan hans deyr 9 dögum síðar.

1880 – 4 maí, Jón Sigurðsson og kona hans Ingibjörg, jarðsett.


Ártöl sem tengjast Íslandi og Íslenskum stjórnmálum

874 – Ísland numið

1800 alþingi íslendigna afnumið - landsyfirdómur kom í staðin

1801 biskupsstóll og skóli á hólum aflagði – og þá var aðeins einn biskup á landinu.

1808 Hungurssneyð yfirvofandi – Siglingar til landsins lögðust að mestu niður vegna ófriðar á milli Dana og Englendinga.

1809 – verslun við Englenginga bönnuð. Einnig tók Jörge Jörgensen við hérna í stuttan tíma (einnig nefndur hundadagakonungur). Júní til ágúst.

1830 franska byltingin (Júlíbyltingin= – Almennir borgarar gerðu uppreisn gegn Karli konungi. Hafði þessi bylting mikil áhrif víða í evrópu og fóru almennir borgarar að gera meiri kröfur um meira lýðfrelsi og mannréttindi.

1831 – Friðrik VI stofnar 4 ráðgjafarþing í danmörku

1832 – Baldvin Einarsson leggur til endurreisn Alþingis á Þingvöllum

1835 Fjölnir hefur göngu sína – Tímaritið

1837 – íslendingar sendu konungo bæna skrá um sérstakt fulltrúarþing (enurreisn alþingis)

1838 - ´Konungur gaf út tilskipun um sérstakt ráðgjafarþing þar sem 10 íslenskir þingmenn skyldu koma saman í rvk annaðhvert ár (22. ágúst)

1840 – Konungur boðar stofnun alþingis á Þingvöllum.

1841 – Ný félagsrit voru stofnuð, tímarit sem fjallaði nærri eingöngu um þjóðfélags og menningarmál, helmingurinn af fyrsta blaðinu var ritgerð eftir jón sigurðsson þar sem hann fjallaði um að Alþingi yrði staðsett í Rvk en ekki á Þingvöllum.

1843 Kristján VIII gefur út tilskipun um endurreisn Alþingis sem ráðgjafarþings.

1845 – endurreist Alþingi kemur í fyrsta sinn saman :)

1848 Friðrik VII. Leggur niður einveldi sitt

1851 – Þjóðfundurinn

1855 – Lög um verslunarfrelsi taka gildi.

1861 – Alþingi byður um stjórnarskrá

1869 – Alþingi Dana bjóða fram tvö ný frumvörp sem var hafnað (einnig meira um það ofar)

1871 – Stöðulögin áttu að taka gildi á Íslandi – En engin fór eftir þeim þar sem réttargrundvöllur þeirra var enginn.

1874 – Kristján IX. Færir Íslendingum stjórnarskrá

1885 – Alþingi krefst endurskoðunar á stjórnarskránni.

1897 – Valtýr Guðmundsson leggur til að íslendingar fái íslenskan ráðherra í kaupmannahöfn.

1901 – Vinstri stjórn kemst til valda í Danmörk

1902 – Fyrsti íslenski vélbáturinn.. Stanley, hóf báturinn vélvæðingu íslensks sjávarútvegs.

1904 – Íslandsbanki stofnaður, hann hafði meira fé til að lána en Landsbankinn, auðveldaði bankinn kaup á fleiri togurum.

1905 – Togarinn Coot kemur til landsins

1907 – Ungmennafélag Íslands stofnað og Kvenréttingafélag Íslands.

1908 – tekist á um uppkastið

1911 – Háskóli Íslands stofnaður

1913 – Fánatakan á Reykjavíkurhöfn (þá var Íslenski fáninn bláhvítur, en ekki mátti nota hann þar sem hann var of líkur þeim gríska, var þá breytt bláa litnum og bætt við rauðum, bláhvíti fáninn er hinsvegar enn notaður af háskóla Íslands og ungmennahreyfingunni.

1915 – Urðu gerð lög sem bönnuðu neyslu og sölu áfengis

1915 – Konur fengu kostningarrétt til Alþingis (þó aðeins eldri en 40, sú regla var afnemin 1920)

1916 – Alýðusamband Íslands stofnað, sambandið var bæði verkalýðssamband og stjónmálaflokkur.

1918 – Ísland verður frjálst og fullvalda ríki

1921 – Vökulögin samþykkt á Alþingi takmörkun á vinnutíma togarasjómanna og fleirra, í þessum lögum var kveðið á um lámarks hvíldartíma.

1929 – Lög um verkamannabústaði sett

1929 – Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður

1930 – Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður

1930 – kreppan kemur til landsins

1930 – Ríkisútvarpið var stofnað

1931 – Þingrofið, sjálfstæðisflokkur náði samkomulagi við Alþýðuflokkin um breytingar á kjördæmaskipan, framsóknarmenn rufu þá þing og boðuðu til kostinga áður en vantrausts tillaga kæmi á þá.

1934 – Stjórn hinna vinnandi stétta

1938 – Sósíalistaflokkurinn stofnaður

1944 – Lýðveldisstofnunin á Þinvöllum, 17 Júní.

1944 – Nýsköpunarstjórnin kemst til valda

1946 – Keflavíkursamningurinn samþykktur. Samningur milli íslenskra og bandarískra stjórnvala, mrð honum var herverndarsamningnum sagt upp og Bandaríkjamönnum ætlað að afhenda íslendingum keflavíkurvöll til yfirráða.

1948 kvótakerfi tekið upp í íslenskum sjávarútvegi

1949 ísland gengur í atlantshafsbandalagið

1955 – Lög um atvinuleysistryggingar sett.

1971 – Upphaf skuttogaravæðingar

1979 – verðbólgan fer úr böndunum

1983 – samtök um kvennalista stofnuð

1990 – sigrast á verðbólgunni

2000 – Samfylkingin stofnuð


Franska Byltingin


Franska byltingin hófst 1789

Gamla erfðastéttaskipanin var aflögð, jafnvel utan frakklands, í stað gömlu stéttaskiptingarinnar komu nýjar samfélagsstéttir : yfirstétt, millistétt og verkalýðsstétt.

Ágúst 1792 réðst æstur múgurinn á konungshöllina og þingið lét fangelsa konungsfjölskilduna, á sama tíma voru þúsundir annarra falgelsaði sem voru grunaðir um landráð.

Júlíbyltingin hófst í frakklandi 1839, vegna þess ap konungurinn skerti skyndilega kosningarréttinn og bannaði útgáfu nokkurra blaða.

Í árs byrjun 1848 hófst febrúarbyltingin, þá réðst lýðurinn á konungshöllina og Lúðvík Fillippus þurfti að flýja land.

Það má segja að franska byltingin hafi haft mikil áhrif á mörg lönd, þar á meðal Íslendinga, en byltingin fékk okkur til að berjast meira fyrir sjálfstæði okkar.


Stjórnmálaflokkar og annað sem tengist því


Heimastjórnarmenn – þessi flokkur myndaðist um aldamótin 1900. Aðal mál þeirra var að íslan skyldi hafa ráðherra búsettan á Íslandi. Voru með meirihluta á íslandi 1903 og völdu því fyrsta Íslenska ráðherran Hannes Hafstein, flokkurinn leystist upp 1914.

Þjóðræðisflokkurinn – Stofnaður 1905, tilgangur flokksins var að stofna til virkrar andstöðu á þingi gegn heimastjórnar flokkur, Rann saman við landvarnarflokkinn 1909, helst forystumenn voru Valtýr Guðmundsson og Skúli Thoroddsen

Landvarnarflokkurinn – var stofnaður 1902 og entist í 10 ár, þar var að finna róttækustu baráttumennina í sjálfstæðisbaráttunni, börðust harðast gegn uppkastinu.

Framsóknarflokkur – Stofnaður 1916. var frá upphafi tengdur búnaðarsamtökunum, samvinnuhreyfingunni, ungmennahreyfingunni og bændum… Vildi tryggja efnahagslegt og menningarlegt jafnrétti þegnanna án tillits til búsettu.

Alþyðuflokkurinn – stofnaður 1916 sem stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands. Átti að halda vörð um hagsmuni verkalýðsins.
Íhaldsflokkurinn – Stofnaður 1924, eitt helsta baráttumál þeirra var að draga úr ríkisumsvifum, árið 1929 rann flokkurinn saman við Frjálslyndaflokkinn og stofnaði sjálfstæðisflokkin, átti sá flokkur að vera flokkur allra stétta.

Kommúnistaflokkurinn – stognaður árið 1930 sem klofning úr Alþúðuflokknum, stefnan var að sameina verkalýðsstéttina á grundvelli marxisma í baráttu fyrir afnámi auðvaldsins og valdatöku

Stjórn hinna vinnandi stétta – Ríkisstjórn Framsóknaflokks og Alþýðuflokks (1934 – 1939), helstu viðfangsefni voru vandamál sem fylgdu kreppunni.

Sameiningarflokkur alþýðu (Sósíalistaflokkurinn) – stofnaður 1938 úr kommúnistaflokknum og klofningi úr Alþýðuflokkun, höfðu sömu markmið og kommúnistaflokkurinn.

Þjóðstjórnin: samsteypustjórn Framsóknar- sjálfsæðis- pg alþýðuflokks á árunum 1939 – 1942. Forsætisráðherra var Hermann Jónson, Var ætlað til að glíma við kreppuna en lenti í staðin að þurfa að glíma við mikla verðbólgu sem kom í kjölfari stríðsins.

Utanþingsstjórnin: ríkistjórn frá desember 1942 til október 1944, skipuð mönnum sem ekki voru alþingismenn, var mynduð í kjölfar stjórnarkreppu eftir alþingiskosningar. Sóð að stofnun lýðveldis.

Nýsköpunarstjórnin: samsteypustjón þriggja flokka, sjálfstæðis-, alþýðu- og sósílistaflokks, sat frá 1944 til 1947. Sá flokkurinn um endurreisn íslensks atvinnulífs í lok seinni heimsstyrjalar.

Vinstristjórn: Samsteypustjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks 1956 til 1958 og aftur 1971 til 1974, Ætluðu að endurskoða varnarsamningin. Stóð einhliða að útfærslu landhelgarinnar 1958.

Viðreisnarstjórnin: samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá 1959 til 1971. Stóð að nokkrum samningum varðandi landhelgina. Einnig stóð stjórnin fyrir byggingu álversins í Straumsvík og byggingu Búrfellsvirkjuna, Kísilgúrverksmiðju við Mývatn og inngöngu í EFTA 1970 (Fríverslunarsamtök Evrópu).

Samfylkingin: stjórnmálaflokkur sem búinn var til úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi og samtökum um kvnnalista, stefna flokksins er nútíma jafnaðarstefna.

Vinstri hreyfingin grænt framboð: stjómálaflokkur stofnaður af fólki úr vinstri armi, Alþúðubandalagsins se mfann ekki samleið með samfylkingunni.

Hraðskinaðarmenn: hreyfing á árunum 1942 – 1943 sem vildi flýta sambandsslitum við Dani án tillits til þeirra aðstæðna sem ríktu.

Lögskilnaðarmenn: hreyfing á árunum 1942 – 1943 sem vildi slá sambandsslitum við dani á frest þar til stríðinu væri lokið. Samþykkti 97% af þjóðinni í þjóðaratkvæðisgreiðslu og segja upp samningnum og lýðveldi var formlega stofnað 17 júní 1944.

Frjálshyggja: Efnahags og stjórnmálastefna sem leggur áheyrslu á þjóðfélagsskipan sem grundvallast á framtaki einstaklingsins og eignarétti.

Kapítalismi: markaðshagkerfi, þjóðskipulag sem grundvallast á einkaeinarrétti á framleiðslutækjum.

Auðvaldskerfi/markaðskerfi: að allir hafi hag af því að viðskipti fari fram á frjálsum markaði, þar sem sambandið á milli framboðs og eftirspurnar ákveði verð hverrar vöru. Stjórnmálamenn og ríkið hafa stjórnað íslensku efnahagslífi lengi vel. En þegar ríkisstjórn Davíðs Oddsonar (sjálfstæðisflokki) tók við upp úr 1990 fóru þeir að reyna að draga úr ríkisafskiptum og selja ríkisfyrirtæki (einkavæða)

Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á þing, en hún var kosin árið 1922.


Heimsstyrjöldin Fyrri.

Styrjöldin fyrri var frá 1914 til 1918, áhrif stríðsins gætti gætti um nær allan heim. Upphaf heimsstyrjaldarinnar er hægt að rekja til samkeppni milli nokkurra stórvelda í Evrópu um ítök og völd, en átök brutust út þegar Austurríkismenn – ungverjar sögðu Serbum stríð á hendur vegna þess að 28 Júní 1914 skaut serbneskur þjóðernissinni Franz Ferdínand, ríkisarfa Austurríkis – ungverjalands og eiginkonu hans til bana og grunuðu austurríkismenn serbnesk strjórnvöld hafa staðið bakvið morðið.

Fleiri þjóðir höfðu fljótlega þátttöku í stríðinu og mynduðu tvær andstæður.

Bandamenn: Bretar, Frakkar, Ítalir, Rússar, Bandaríkjamenn og fl.

Miðveldin: Þjóðverjar, austurríkismenn – ungverjar, búlgarar og tyrkir.

Í fyrstu töldu allir að stríðið yrði stut og glæst og æskumenn landanna flykktust í herinn, brátt varð ljóst að hvorugur heraflinn hefði nægan styrk til að vinna úrslitasigur og á vígvöllunum fórnuðu þúsundir hermanna lifi sínu fyrir örfáa metra lands, en þegar yfir lauk hefði ekkert áunnistþþþ

Fram til 1918 leit út fyrir að miðveldin myndu hafa sigur í þessu stríði, þangaðtil að bandamenn og floti þeirra lokaði þýskum höfnum og stöðvaði flutning matvæla og hergagna, fólkið varð hungrað og þráði frið.

Þýskaland neyddist til að segja af sér og þjóðverjar viðurkendu að hafa átt upptökin að stríðinu og gerðu friðarsamning við bandamenn þar sem þeir voru látnir sæta hörðum friðarkostum, misstu þeir m.a. mikil lönd.

Friðarsamningurinn (Versalasamningurinn) sem var gerður 1919 í Versölum var þjóðverjum gert að greiða háar stríðsbætur, tekin voru af þeim stór landssvæði og misstu þeir allar sínar nýlendur, var ríkið neytt til að láta af hendi allan skipaflota, þeim var bannað að eiga flugher og herinn mátti ekki vera fjölmennari en 100.000 mans, þessi samningur var helsta ástæða þess að þjóðverjar hófu nýtt stríð.

Seinni heimsstyrjöldin:

Hitler komst til valda í Þýskalandi árið 1933, var hann þá formaður nasistaflokksins. Stefna Nasista grundvallaðist meðal annars á alræði foringjans, ríkisrekstir í iðnaði og trú á yfirburði vissra kynþátta, einkum Aría. Naistar börðu allar andstöður niður af hörku, þeir fangelsuðu og myrtu gyðinga, síguna og aðra minnihlutahópa sem þeir sökuðu um ófarir þýskalands í heimstyrjölinni fyrri, atvinnuleysi, verðbólgu og aðrar hremmingar.

Árið 1938 innlimuðu þjóðverjar Austurríki og hluta af Tékkaslóvakíu. Ekkert evrópuríki reyndi að hindra það en þegar þjóðverjar réðust inní Pólland 1939 sögðu Bretar og Frakkar stríð á hendur Þjóðverja.

Upphaf stríðsins má rekja til óánægju þjóðverja með friðasamingana eftir heimsstyrjöldina fyrri.

Ári eftir innrásina í Póllandi höfðu Þjóðverjar ásamt hjálp Ítala hernumið mest alla evrópu, en bretar einir veittu þeim mótspyrni. Árið 1941 réðst Hitler inn í Sovétríkin en Sovét menn vörðust af mikilli hörku og miiljónir manna féllu.

Öxulríkin: Þjóverjar, Ítalir og Japanir.

Og 1941 gerðu Japanir óvænta árás á bandaríksu flotastöðina Pearl Harbor á Hawaii, og varð sá atburður til þess að Bandaríkjamenn hófu aðild í stríðinu með Bandamönnum.

Stríðinu lauk í maí 1945 þá gáfust þjóðverjar upp fyrir bandamönnum og gáfust Japanir upp í Ágúst. Þegar stríðinu lauk höfðu a.m.k 25 miljónir manna látist og að sumra áliti helmingi fleiri af völdum stríðsins og Evrópa var ein rúst.

10. maí 1940 – hernám breta, flestir Íslendingar urðu bara fegnir þar sem þetta voru Bretar en ekki Þjóverjar. Atvinnuleysi hvarf þar sem íslendingar fengu bretavinnu við að byggja brýr, vegi, flugvelli, hús. En þá gekk illa að fá fólk í hefðbundna vinnu og fluttist margir í þéttbýlið úr sveitunum vegna breta vinnurnar.

Árið 1941 var samið við Bandaríkjamenn að þeir tækju að sér verndun landsins, þar sem það vantaði fleiri breta á vígvellina. Voru bandaríkjamenn ekki formlega gengdir að stríðinu og var rökstuðningur þeirra þannig að þeir væru formlega að vernda hluta af álfu sinni þar sem Ísland er að hluta í Norður – Ameríku.

Styjöldinni lauk í maí 1945 í evrópu og um haustið 1945 í Asíu.

Voru uppfrá þessu stríði stofnuð alþýðusamtök sigurveigarana, Sameinuðuþjóðirnar, Íslendingar gengu í samtökin fljótlega eftir stofnun.


Sambandslögin – Dönsk/íslensk lög sem voru gerð 1918 þar sem danir viðurkenndu fullveldi Íslands og tóki þessu lög gilsi 1. desember sama ár og var þá nýr fáni Íslands dregin á hún fyrir framan stjórnarráðið.

Spánska veikin – Skæð influensa sem geisaði um evrópu í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og barst til íslands 1918 (sem segir aðeins hve hratt hún fór um þar sem lok heimsstyrjaldarinnar fyrri var 1918), Nokkur hundruð Íslendinga létust og jók spánska veikin á hörmungar þess árs ásamt harðindum Kötlugos.

Kreppan: verð á vörum lækkaði svo þær seldust, hætt var að framleiða margt því það fékkst ekki upp í kostnað, starfsfólki var sagt upp sem að sjálfsögðu leiddi til þess að lítill varningur seldist þar sem atvinnulaust fólk kaupir ekki mikið.. Byrjaði þetta allt á verðfalli á hlutabréfum í Nef York árið 1929, var kreppan alvarlegust á árunum 1943-3 en stóð víða út áratuginn.

Atvinnubótavinna (síberíuvinna): árið 1932 byrjaði Reykjavíkurbær að ráða atvinnulausamenn í tímabundin verkefni við gatnagerð og að moka skurði og svo framvegis.

Atlantshafsbandalagið – NATO. Stofnað 1949 á grundvelli Norður Atlantshafssamingsins af ótta við hernaðarstyrk Ráðsstjórnarríkjanna. Harðar deilur urðu á Íslandi um að ganga í bandalagið og óeirðir urðu fyrir utan alþingi 30. mars þegar atkvæðagreiðsla um aðildina fór fram.

Þorskastríð: Deilur á milli Íslendinga og aðallega breta um fiskiveiðlögsögu við Ísland, Breta rvoru duglegir að densa herskip til að vernda fiskiskip sín sem veiddu á Íslandsmiðum.


Uppkastið (þætti vænt um að þið leiðréttuð þetta ef ég fer með rangt mál)

Árið 1908 hófust samningaviðræður við Dani um stöðu Íslands, viðræðurnar byggðu á stöðulögunum (dönsk lög sem sögðu til um, skipunarlega stöðu Íslands innan danska ríkisins).

Samkvæmt uppkastinu átti Ísland að vera frjálst og fullvaldaríki, en utanríkismál og mál sem tengdust konungi, sameiginleg mál yrðu en í höndum Dana.Til viðbótar:

Í byrjun 20. aldar bjuggu flestir landsmenn í sveit og störfuðu við landbúnað. Í dag, byjun 21. aldar búa um 70% þjóðarinnar í þéttbýli og aðeins 5% starfa við landbúnað.

Kosningaréttur var fram til 1904 og lengra aðeins í höndum efnaðra manna, vinnumenn og eignalausir karlmenn fengu ekki að kjósa og þá als ekki konur! En voru konur þó ekki alveg réttindalausar, höfðu ekkjur og ógiftar konur sem fóru með eingarforræði voru með kostningarétt í hreppsnefndir.

Ein helsta baráttukona fyrir auknu réttindum kvenna var Briet Bjarnhéðinsdóttir (1856 – 1940)


Fiskveiðilögsagan:

Færð úr….

1952 - 3 mílum í 4
1957 - 4 mílum í 12
1972 - 12 mílum í 50
1976 - 50 mílum í 200


Vefir sem eru með glósur

http://myndir.njardvikurskoli.is/skoli/glosur6til10/1glosur6til10.htm

http://frontpage.simnet.is/samfelagsfr/samfelagsf_fyrir_samraemt_prof/samprof/saga/saga.htm

http://www.langholtsskoli.is/samraemdprof/samfelagsfraedi.htmJæja þetta er alveg óeðlilega langt allt hjá mér, en gerið þið ykkur grein fyrir því hver mikið af ártölum, hve mikið af dóti við höfum lært þessi 3 ár?

Jájá ég veit, sumt er merkilegra en annað, en ég get ekki dæmt um það fyrir ykkur hvað er merkilegt og hvað ekki, margt þarna sme ég kann tds alveg 100% en þið kunnið ekki alveg, svo ég ákvað að skella þessu mest öllu með, þið ættuð svona flest að vera með bækur sem þið lesið í gegnum, vona að þetta hjálpi ykkur samt smá, þið getið líka séð útfrá þessu hvað þið kunnið og hvað ekki, hvernig á maður annars að vita hvað verður prófað úr, þetta er svo óeðlilega mikið efni!

Þið þurfið að sjálfsögðu ekki að muna ártölin uppá hundrað (annars þá er þetta svona svolítill páfagaukalærdómur) þið þurfið bara að vita svona sirka hvenar hlutirnir gerðust, als ekki uppá hundrað, þar sem efnið sem kemur frá ártölum er oftast svona tímaás og alveg 100% hægt að nota útilokunaraðferðina í því að finna það út, bara svo lengi sem þið vitið svona u.þ.b hvenar hlutirnir gerast :)


Þetta eru að sjálfsögðu ekki öll ártölin, þið vitið svona u.þ.b hvað þið viljið og hvað þið þurfið að læra, afsakið hvernig þetta er sett upp, reyndi að hafa þetta eins leshæft og ég gat…

Gangi Okkur Svo Bara Vel Í söguhlutanum :)

Kveðja LærdómsBínus (þó ekki hann)
__________________________________