Jæja elskurnar, þá að sjálfsögðu þið sem stefnið á samræmt próf í samfélagsfræði. Hér á næstunni ætla ég að koma með ferlega langar glósur, ferlega mikið af dóti, sem tengist bæði sögu og landafræði, þetta fékk ég útum allt, þó aðallega með þetta allt í möppu (glósurnar þá) og skrifa ég svona meginatriðin upp : )

Þetta er allt rosalega mikið, við kunnum þetta nú bara mest allt, annað er bara auðvelt að læra (eða það skulum við vona) í þessum fyrsta hluta eru glósur úr landafræði (grænubókinni, landafræði I)

þetta eru u.þ.b 7 bls í word, að sjálfsögðu er margt merkilegra en annað, en það skuluð þið sjálf dæma, sjálf reyndi ég að taka það merkilegasta úr, en það getur verið erfitt þar sem þetta er svo persónubundið.

Glósurnar eru úr glósum sem ég hef safnað að mér þetta árið og síðasta ár, ég viðurkenni það, þetta er langt en þið skuluð vega og meta það hvað er mikilvægt og hvað ekki, annar hlutinn kemur svo á eftir og þá vonandi sagan líka :)


Kunna hvernig lesa á af kortum - Bauganetið, Lengdarbaugar, Breiddarbaugar, Daglína, Tímabeltið.


Bauganetið: (skiptist í lengdarbauga og breiddarbauga) bauganetið er landfræðilegt hnitakerfi, birtist á korti sem net um jörðina :)

Lengdarbaugar: (hádegisbaugar) eru 360 liggja á milli pólanna og eru því allir jafn langir. Núlllengdar baugurinn liggur í gegn um London.

Breiddarbaugar: eru 180 og hver þeirra er ein gráða, skiptast jafnt um miðbaug. Þeir eru mislangir en bilið á milli þeirra er jafnt

Daglína: Daglínan markar dagskil.

Tímabeltið – Hverri lengdar og breiddargráðu er skipt niður í 60 min, og hverri min í 60 sek, hver klukkustund er þ.e.a.s 15° þ.e. fyrir hverja 15° sem við ferðumst í vesturátt þarf að seinka klukkunni um klukkutíma en fyrir hverja 15° sme við ferðumst í austur þarf að flýta henni um hlukkutíma. Jörðin snýst á móti austri, staðir sem eru vestan við okkur eru þ.a.l á eftir í tíma.



Innræn öfl (lög jarðar, bergtegundir, landrek, hreyfing flekanna)


Mount Everest er hæsta fjall jarðar (8.848 m)
Mesta dýpi jarðarinnar er Maríanadjúpállinn í kyrrahafi (11.034 m)
Innri ólga brýst út í jarðskjálftum, eldgosum og fellingafjöllum.

Lög jarðar:

Jaðskorpan – ysta lag jarðar.
Möttullinn: nær niður í 2900 m dýpi.
Ytri kjarni – fljótandi efni
Innri kjarni – mikill þrýstingur/fast efni


Bergtegundir:


Jarðskorpan er úr:

Storkubergi – storknað bráðið berg (Granít)

Setbergi – sandur og leir þjappast saman við bergmylsnu úr storkubergi.

Myndbreyttbergi – verður til við mikinn þrýsting.



Landrek


Jarðskorpan er úr sex stórum og tólf minni flekum sem ýmist ganga saman eða sundur

Flekar ganga saman – annar fer undir hinn og bráðnar => djúpálar, fellingafjöll, eldgos og jarðskjálftar.

Útræn öfl: (veðrun: molnun og eyðing bergs)



Veðrun: molnum og eyðing bergs.

-hitabrigðaveður

Frostveðrun: vatn kemst innði sprungur í bergi og frýs þenst þá út og sprengir steininn.

Sólsprenging: snögg hitabrigði, spenna myndast í berginu og það getur sprungið.

-efnaveðrun

Kolsýran í regninu leysir upp kalkstein úr berginu og hellar myndast.

Efnaveðrun má oft rekja til mengunar frá verksmiðjum o.fl. => súrt regn (brennisteinn+sýra = brennisteinssýra)


Rof (vatnsrof, jökulrof, vindrof) gróður og jaðvegseðing af mannavöldum)

Vatnsrof: það útræna afl sem mótar yfirborð jarðar mest, á hverju ári flytur vatn með sér marga milljarða tonna af jarðvegi frá hærri landsvæðum.

Jökulrof: er mikilvægt landmótarafl, jöklar skríða fram og taka all með sé sem fyrir er.

Vindrof: hefur áhrif á lítið gróin kandsvæði. Er því mest á sandströndum og eyðimörkum.



Gróður og jarðvegseyðing af mannavöldum (akuryrkja, skepnubeit, stórvirkar ræktunarframkvæmdir, rykskálinn í bandaríkjunum, steppusvæðin í rússlandi)


Efnaveðrun (mengun frá verksmiðjum, orkuverum og bílaumferð, upphitun húsa með kolum olíu og jarðgasi)



Vindar og loftþrýstingur (Staðvindar, vestanvindar, monsúnvindar)


Heitt loft sígur – kalt loft sogast inn í holrýmið = vindur, þar sem er lágþrýstisvæði/lægð

Staðvindar – heitt loft sem stígur við miðvaug, kólnar og sígur við hvarfbaugana, þar er háþrýstisvæði/hæð. Staðavindar blása inn við miðbaug.

Vestanvindar – vegna snúnings jarðar eru vindar á 30. og 60. breiddargráðu vestlægir, vindar eru mun hvassari á suðurhveli.

Monsúnvindar – Eru árstíðarvindar, úr einni átt á sumrin er öfugri á veturnar, essir vindar eru í Asíu, Afríku og Ástralíu.

Fárvirði í hitabeltinu – fellibylir verða yfirleitt til yfir heitu hafi (heitum raka) í grend við miðbaug, þar sem hitastig nær 27°.



Úrkoma (regnsælasti staður jarðar er Cherrapunji sem liggur hátt í suðurhlíðum fjallagarða)

Uppgufun, gufan þéttist og myndar ský, þegar skýið kólnar heldur það ekki vatnsgufunni og fer þá að rigna (þetta kunnum við öll en ef ekki læra þá hryngrásina)

Monsún regnið – ský rekst á fjöll, stíga og kólna úr verður regn. (svæðið hinumegin við fjallið er í regnvari)

Kuldaskil – Kaldur loftmassi þrýstir á heitan (úrkoma fellur ur háreistum skýjaklökkum eða skúraskýjum)

Hitaskil – Hlýr loftstraumur rekst á kaldara loft (úrkoma fellur úr þþykkum skíjaflákum)

Hitaskúr – algengastur við miðbaug og yfir heitum rökum landflæmum.



Þrumur og eldingar – myndast í skýjum sem eru mjög hátt uppi, hýja loftið fer í mjög kalt loft (rafspenna), verður yfirleitt síðdegis á heitum dögum. Þær geta einnig myndast við skil og geta þá komið hvenar sem er.



Loftlags og gróðurbeltin


Loftlagsbeltin ákveða m.a.:

Hvaða gróður vex á hverjum stað og hversu hratt hann vex.

Á hverju fólk lifir, hvar það býr og hvernig það klæðir sig.

Kuldabeltin:

Liggja umhverfis pólana, meðalhitinn í heitasta mánuðinum er <+10°C

úrkoma er lítil og gróður er lítill, en eru þá aðallega harðgerðar plöntur eins og mosar og skófir.

Tempruðubeltin:

breitt svæði á norðurhveli (lítið á suðurhveli), meðarhiti í júlí er >+10°c og á veturna er frost langtímunum saman (árstíðarmunur er mikill)

Heittempruðu beltin:

Stór þurrkasvæði en þar sem rignir er það árstíðabundið. Meðarhiti heitasta mánaðar er >+20°C en kaldasta mánaðar er >+3°C. Þar eru stærstu eyðimerkir jarðar.

Hitabeltið:

Meðalhiti er aldrei minni en +15° C og hitasveiflur eru litlar.

Úrkoma er mikil (meira en 1500 mm á ári) en minnkar með fjarlægð frá miðbaug.

Gróður er þéttastur við miðbaug, enda eru regnskógarnir þar.

Gróðurbeltin

gróðurbeltin eru barrskógur, laufskógur, gresja og sumsstaðar má finna eyðimörk, þarna finnast þéttbýlustu svæði jarðar.


Sólstöður og jafndægur (sólstöður, sumarsólstöður, jafndægur, vetrasólstöður)

Sólstöður (sólhvörf):sú stund þegar sól er lengst í norður eða suður frá miðbaugi
heimsins.

Sumarsólstöður: 21 júní! Er þegar sól er á hvirfilpunkti við hvarfbaug nyrðri, þá er sól hæst á lofti og oft talað um ,,lengsta” dag ársins.

Jafndægur: 21. mars og 23. september jafndægur eru þegar sól er í hvirfilpunkti við miðbaug, þá er dagur og nótt jafn löng.

Vetrasólstöður: 21. des, vetrasólstöður eru þegar sól er í hvirfilpunkti við hvarfbaug syðri, þá er sól lægst á lofti og oft talað um “stysta” dag ársins.




svona grófustu atriði úr sögu jarðar (jörðin, aldur sólarinnar, pláneturnr, tunglið).



Sólin:

sólin varð til fyrir u.þ.b 4,6 milljörðum ára, sólin var í upphafi risastórt gasský sem síðar þéttist og fór að breytast í skífu sem snerist, gas safnaðist að miðjunni og þar myndaðist þéttur kjarni sem var úr vetni og helín en við vaxandi hita breyttist vatnið í helín og úr því varð sólin :)

úr bergtegundum sem urðu “afgangs” í gasskýi umhverfis sólina urðu til pláneturnar.

Innri reikistjörnurnar, þéttar úr bergi: Merkúr, venus, tellus (jörðin) og mars.

Ytri reikistjörnurnar, ekki eins þéttar meira úr gastegundum og og bergi:
Júpíter, Satúrnus, Úranus, Netptúnus og Plútó


Jörðin:

Fer umhverfis sólu á 30 km hraða á sek.

Er 365.25 sólahrynga að fara umhverfis sólina, auk þess að snúast í krignumsólina snýst jörðin um möndul sinn (sólarhryngur)

Hvergi er meira vatnsmagn í formi: gufu, vökva og íss.

71% jarðarinnar er vatn (97,6% af því er sjór, 0,5% ferskvatn, 1,9% ís, auk þess er lítið magn vatnsgufa í andrúmsloftinu.)


Tunglið:

Er í um 400.000 km fjarlægð frá jörðinni, gengur í kring um jörðina, er 27 sólarhrynga að fara einn hryng.

Lengd mánaðanna miðast við tímann á milli þess sem tunglið er fullt (30 sólarhryngar), en muna samt að árið miðast við gang sólar en ekki tungls og þessvegna eru ekki allir mánuðir með 30 daga.



Frá frumlífsöld til nýlífsaldar.


Frumlífsöld varði í tæpa 4 milljarða ára, kjarni jarðar bráðnaði og léttari bergtegundir flutu upp en þær yngri niður, líf kviknaði en þróunin var hæg, lifandi verur voeu gerlar og einfrumungar sem lifðu í vatni.

Fornlífsöld stóð yfir í 400 milljónir ára. Plöntur og dýr færðust upp á land, skógar fóru að myndast. Tvær miklar fellingafjallamyndanir – Kaledóníufellingin (skandinavíuskaginn) – Varíska fellingin (t.d. Úralfjöll í Rússlandi)

Miðlífsöld (risaeðlutíminn), stóð í 160 milljónir ár.
Miðlífsöld skiptist í: Trías, júra og krít. Líklega rakst loftsteinn á jörðina, þ.a.æ. engir sólargeislar, þ.a.l kuldi, Risaeðlurnar dóu út.

Nýlífsöld: hefur staðið yfir sl. 70 milljón ár, þar hefur mannkynið einungis verið til í rúm 2 milljónir ára.
nýlífsöld skiptist í tertíer og kvarter, þriðja mikla fellingafjalla myndunin varð á tertíer = alpafellingin, fjöll þessarar egundar eru t.d. Alpafjöll, Andesfjöll og Himalajafjöll. Kvartertímabilið var síðustu 2 – 3 milljónirnar á miðlífsöld þ.e.a.s tímar mannsins og síðustu ísaldar

Orka

99% allra orku í heiminum má rekja til sólarinnar, orkan frá sólinni samsvarar orku frá mörg hundruð milljón kjarnorkuverum.

Uppgotvun gufuvélarinnar (James Watt) olli straumhvörfum í þróun iðnaðar. Álíka mikilvægt var þegar menn gátu breytt orku rennandi vatns í raforku á 19. öld

Vörn gegn gróðurhúsaáhrifum (gott að vita)
Rækta nýjan skóg í stað þess sem er höggvin. Nýi skógurinn vinnur á móti mengun með ljóstillífun.
12 – 15% orku í heiminum er byggt á eldiviði (7,6% afríku) (og já tölurnar eru gamlar, en þetta er svona u.þ.b)

Ljóstillífun
0,02% sólargeislanna fara í ljóstillífun, en þá breyta jurtir sólaorku, koltvíoxíð og vatni í kolvetni og súrefni, í jurtum er því bundin sólarorka. Jarðefnaeldsneyti (olía, kol, jarðgas og mór) hefur að geyma bundna sólarorku þar sem að það er úr jurtum sem að sjálfsögðu voru eitt sinn lifandi.



Kyrrahafið er þriðjungur af yfirborði jarðar.
Úthöfin eru: kyrrahaf, atlantshaf og Indlandshaf.
Strand eða innhöf sem tengjast atlantshafinu eru: eystrasalt, miðjarðarhaf og karíbahaf.

Hafstraumar flytja mikið magn sjálvar um heimshöfin.
Golfstraumur veldur því tds að það sé byggilegt á ísl.
Labradorstaumur hrekur á undan sér hafís

Skógareyðing og vöxtur eyðimarka er hættuleg afleiðing ofnotkunar á eldiviði => eldiviðsskortur => gróðurhúsaáhrif.
Sólin hitar jörðina, en skýin draga úr hitanum, oft eru ský við miðbaug og þessvegna er svalara en ella. Það er svalara í mikilli hæð
Hafið er lengur að hitna en jörðin en heldur síðan hitanum lengur (jöfnunaráhrif).
Kaldast er í morgunsárið áður en sólin kemur upp.
Mesti hiti sem mælst hefur mældist 57,8° og var það í Axixia í Libýu.
Mesti kuldi sem mælst hefur var -89° og mældist hann í Vostok rétt hjá suðurpólnum.

Olía, kol, jarðgas og mór flokkast undir jarðefnaeldsneyti og finnast aldrei í frumbergi.


Olíkreppur hafa valdið mikilli hækkun á verði olíum OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja á að halda verðinu stöðugu og háu.
Helstu framleiðendur Olíu og jarðgass er:
Rússland (flytur það út) bandaríkjin (flytja inn olíu til viðbótar eigin framleiðslu)
Persaflóalöndin – Sáti – Arabía, Íran, Írak, sameinuðu furstadæmin, Kúveit og Abú Dhabí framleiða til útflutnings og ráða mestu um ólíuverð í heiminum.

Olía finnst með því að senda hljóðbylgjur niður í jörðina sem síðan endurkastast.

Stærstu orkuver landsins:
Búrfellsvirkjun í þjórsá 210 MW
Hraueyjafoss í tungnaá 310 MW
Blönduvirkjun 150 MW
(einnig er hægt að nefna það að Kárahnjúkavirkjun verðu 700 MW!)


Óréttlát skipting:

Mismikill orkuforði á svæðum heimsins: í iðnríkjunum eru 2/3 alls jarðefnaeldsneytis. Íbúar Iðnríkjanna (¼ af íbúum heimsins) nota 80% allra orku!
Bandaríkin 6% af íbúum heimsins, nota 30% orkunnar!
Indland 20% af íbúum heimsins nota 2% orkunnar!

KORT

Kortavörpun: er aðferð til að sýna yfirborð flatar á flötu korti, yfirfærlsa kúluflatar á sléttan flöt veldur aflögun, aflögunin er mismikil eftir aðferðum, aflögunin eykst eftir því sem kortið nær yfir stærri hluta jarðkúlunnar.

Flatvörpun: hnattfletinum er varpað beint á sléttan flöt.

Keiluvörpun: hnattfletinum er varpað á keiluflöt sem síðan er flattur út.

Hólkvörpun (mest notuð við sjókortagerð): þá er hnattfletinum varpað á sívalning sem flattur er út.



Jæja þetta er svona u.þ.b mestu aðalatriðin úr bók I í landafræði og var farið í þá bók í 7 eða 8 bekk (afsakið að ég skuli ekki muna það). Gangi ykkur vel að lesa úr þessu, vega og meta það sem þið viljið leggja áheyrslur á og finna upplýsingar um það sem þið þurfið að vita meira um :)

Takk fyrir mig :)

Kv. PrófaBínus :)
__________________________________