Jæja börnin góð. Það er komið að þeim prófum sem hafa líklega áhrif á okkar framtíð.
Í gær fékk ég sendan svolítinn lista með algenum málfræðireglum og þar sem ég er góð manneskja vil ég deila þeim með ykkur.
Svo vil ég segja: Verið hress, ekkert stress og bless og gangi ykkur allt í haginn!

Sérhljóðar: a, á, e, é, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, æ, ö, au, ei, og ey
Allir aðrir stafir eru samljóðar

Fornöfn:
Persónufornöfn-1.p ég-við 2.p þú-þið 3.p hann.hún, það-þeir ,þær,þau
Afturbeygt fornöfn- sig, sér, sín
Ábendingarfornöfn- sá, þessi, hinn
Eignarfornöfn- minn, þinn, sinn , vor(ekki árstíð)
Tilvísunarfornöfn- sem, er
Spurnarfornöfn- hver, hvor, hvaða, hvílíkur
Óákveðinfornöfn- annar, fáeinir, enginn, nein, ýmis, báðir, sérhver, hvorugur, sumur, hver, einn, hvor, nokkur ,einhver, allur, annar hvor, annar hver,
annar tveggja, hvor tveggja, sjálfur,slíkur, samur (sami), þvílíkur.

Sagnorð:
Beygingaatriði sagna eru persóna, tala, tíð, háttur, mynd og beyging
Sagnir í 3.p et. Eru ópersónulegar.
Tíðir -
Nútíð - er að gerast
Þátíð- var að gerast
Núliðin tíð - myndast með hjálparsögnini Hafa í nútið og lh.þt. af aðalsögn
Þáliðin tíð - myndast með hjálparsögnini Hafa í þátíð og lh.þt. af aðalsögn
Framtíð - myndast með hjálparsögninni munu í nútíð og nh. af aðalsögn.

Hættir:
Persónuhættir: framsöguháttur,
viðtengingarháttur, boðháttur
Fallháttur: nafnháttur, lh.þt., lh.nt.

Framsöguháttur (f h.)
Er bein fullyrðing eða bein spurning,

Viðtengingarháttur (v h.)
Lætur í ljós eitthvað hugsanlegt, óvíst, bundið skilyrðum, æskilegt, óraunverulegt o.s.frv

Boðháttur (b h.)
Aðeins til í 2.p et og ft – skipun DM: Farðu þanngað

Nafnháttur (n h.)
Endar oftast á -a og oft stendur að á undan. DM: að skrifa.
Nh. Orð sem enda ekki á –a
Að spá, að slá, að fá, að má, að þvo, Að munu, að skulu

Lýsingarháttur nútíðar (lh.nt.)
Endar alltaf á –andi það bættist við stofnin. ()TD: Sofandi()

Stofn orða:
no: Sterk no= enda á –s eða –r í nf.et. stofn finnst í þf et
Veik no= enda á sérhljóða í öllum föllum í et. (-i,-a eða –u)
Stofn finnst meða að taka sérhljóða af endingunni
Lo: stofn finnst í kvk. Et. Nf.
So: stofninn finnst í nafnhætti með því að sleppa nafnháttar endingunni.

Staða Lo: Lo eru hliðstæð þegar þau eiga við fallorð og lýsa því.Þau
standa þá ætíð í sama kyni, tölu og falli og fallorðið en ekki endileg við hlið þess.
Lo eru sértæð: þegar þau standa ein sér og segja fulla hugsun án þess að fallorð sé
haft með. Lo kemur þá í staðinn fyrir lo og no. Lo eru hálfhliðstæð: þegar þau
standa í hvorugkyni eintölu nf en eiga við orð í þgf .

Myndir sagna: germynd(gm) leggur áherslu á þann sem framkvæmir DM: Guðrúnmálaði húsið.
Þolmynd(þm) beinir athygli að þolandanum, þeim sem verður fyrir
því sem so. Getur um en ekki þeim sem framkvæmir.
Miðmynd(mm) SagnOrð í miðmynd enda alltaf á –st í öllum persónum.

Beyging so.
Sterk beyging
1. kennimynd 2 kennimynd 3 kennimynd 4 kennimynd
nh. Nt.(að) 1.p.et. fh.þt 1.p. ft. Þt. (við) lh.þt. í hk. Et .nf.(hef)
bíta beit bitum bitið

Veik beyging
1 km 2 km 3 km 4 km
nh (að) 1.p.et.fh.þt lh.þt í hk et. nf.(hef) Ekki til!!
Borða borðaði borðað
Ef sögn endar á –aði, -ði, -di eða –ti í 2 km þá er hún veik og 4km ekki til!

Ri sagnir: eru gróa, róa, snúa, og núa
1 km 2 km 3 km 4 km
nh. Nt.(að) 1.p.et. fh.þt 1.p. ft. Þt. (hef) Ekki til!!
Gróa greri gróið -.-.-.-
Snúa sneri snúið -.-.-.-
Róa réri róið -.-.-.-
Núa néri núið -.-.-.-







Smáorð:
Þau fallbeygjast ekki né tíðbeygjast þó eru undantekningar.
Flokkar: Forsetningar, atviksorð, samtenging, upphrópanir og nafnháttur.

Nefnifall er aðalfall en eiganarfall, þollfall og þágufall eru aukaföll

Forsetningar:
Stýrir föllum, lætur fallorð fara í aukafall og stendur oftast á unadn fallorðinu sem hun styrir. Sögnin að vera tekur alltaf með sér nefnifall fallorða.
Flestar forsetningar stýra einu falli þ.e.a.s. eignarfalli. Átta þeirra geta þót stýrt tveimur föllum þ.e.a.s. eignarfalli og þolfalli eða þágufalli.

Helstu forsetningar:
Með þolfall: um, gegnum, kringum, umfram, umhverfis.

Með þágufalli: að, af, frá, hjá, úr, andspænis, ásamt, gagnvart, gegn, gegnt, handa, meðfram, mót, móti, undan.

Með þollfalli og þágufalli: á, eftir, fyrir, í, með, undir, við, yfir.

Með eignarfalli: til, án, auk, meðal, megin, milli, millum, sakir, sökum, vegna, handan, innan, utan, ofan, nepan, sunnan, vestan, norðan, austan.

Stundum fara smáorðin á og í á undan forsetningum og á þá að greina þau sem forsetningu.

Atviksorð (ao):

Fallbeygjast ekki né tíðbeygjast. Oftast eru atviks orð í óbreytahnlegu formi en sum orð er hægt að stigbreyta þó að þau sé atviksorð.
DM:
Fallega fallegur fallegast
Lengi lengur lengst

Nokkur atviks orð stigbreytast óreglulega:

Gjarna(n) heldur helst
Illa verr verst
Lítt miður minnst
Mjög meir mest
Snemma fyrr fyrst
Vel betur best

Atviksorð eru lík lýsingarorðum en auðvelt er að greina á milli með því að lýsingarorð fallbeygjast en ekki atviksorð.

Atviksorð standa oft með sögnum, lýsingarorðum eða öðrum atviksorðum til frekari ákvörðunar. Þau ákvarða nánar hvar, hvernig, hve oft eða hvenær það er eða gerist sem sögnin greinir frá:
Hann stendur hérna. Hún les mjög vel.
Hér sést vel að feitletruðu orðin eru atvviksorð en ekki Lo.
Ef maður skiptir um tölu fallorðana kemur það betur í ljós.
Þeir standa hérna. Þær lesa mjög vel.
Núna laga feitletru orðin sig ekki að persónufn. Eru óbeygjanleg.

Ef þú ert í vafa um það hvort orð er ao eða lo er best að skipta um tölu (og/eða kyn) fallorða í setninguni. Ef vafa orð birtist er um lo að ræða.
Brauðið er hart. Brauðin eru hörð.

Tíðaratviksorð: aldrei, sjaldan, stundum, oft, ávallt, bráðum, nú(na), áðan. Í gær.
Staðaratviksorð: hér(na), þar(na), úti, inni, inn, uppi, niðri, heim, heima, erlendis, hvergi.
Háttaratviksorð: vel, illa, sæmilega, þokkalega, ágætlega, svo(na), þannig.
Spurnaratviksorð: hvar, hvert, hvaðan, hvernig, hversu, hve, hví.
Áhersluatviksorð: fremur, frekar, einkar, afar, of, mjög, fjarska, sérlega.

Samtengingar:
Eru smáorð sem tengja saman einstök orð eða setningar.
DM: Hnífur og gaffal. Hér er borð en stóll vantar.
Einyrt(og) fleiryrt(eins og)

Helstu samsetningar eru: en, heldur, enda, eða, og, að, vegna þess að, ef, svo að, þó að, þótt, til að, eins og, (heldur) en, þegar, hvort, þar sem.
Sum fleiryrtar samsetningar eru kallaðir fleygaðar vegna þess að öðrum orðum er skotið inn á milli einstakra liða tengingarinnar: Hann er hvorki stór né sterkur.
Fleygaðar tengingar: bæði – og, hverki – né, annaðhvort – eða, hvort – eða, ýmist – eða.

Upphrópanir:

Jafngilda oft heilum setningum. Lýsir undrun, gleði, reiði, sorg og öðrum líkams- og geðhrigum sem og hvatningu, ákalli og fl. af því tagi
Ha? Uss, þei, svei, jæja, ojæja, jamm, hana, hæ, hó, ó, æ! Nei, nei!
Orðin já, jú og nei eru ýmist greind sem upphrópun eða atviksorð.
Upphrópanir eru stundum notarðar sem nafnorð: jammið, óið, jáið og neiið.






Nafnháttarmerki:
Er aðeins eitt orð, að, á undan sögn í nafnhætti.

En að tilheyrir fl. flokkum þannig þú mátt ekki vera of bráðlátur og segja að, að sé nafnháttarmerki, að getur einnig verið:
Forsetning: Báturinn er kominn að landi.
Atviksorð: Báturinnn erkominn að.
Samstenging: Talið er að kosið verið í vetur.
Nafnháttarm.: Ég var að tala við hann.

Það sama er með á og er.

Á getur verið:

Nafnorð: Þetta er hraðstreym á. Bóndinn gaf honum eina á.
Sagnorð: Hver á þessa pípu?
Forsetning: Bókin liggur á borðinu.
Atviksorð: Nú liggur mér á.
Upphrópun: Á, ég meiddi mig.

Er getur verið:

Fornafn: Allir, er þar voru, risu úr sætum.
Sagnorð: Ég er að drepast í maganum.
Samtenging: Allir voru farnir er ég kom á staðinn.


Orðflokkagreining… skammstafanir.

Gr.= greinir
No.= nafnorð
No. m. gr. = nafnorð með greini.
Lo. = Lýsingarorð
To. = Töluorð
Fn. = fornafn
So. = sagnorð
Fs. = forsetning
Ao. = atviksorð
St. = samtenging
Uh. = upphrópunarmerki
Nhm. = nafnháttarmerki





Setningarfræði:

Frumlag: Fallorð í nefnifalli er táknar þann (þá, það) sem gerir, er eða verður það sem umsögnin segir. Er oftast nafnorð en getur einnig bverið sérstætt Lýsingarorð, töluorð eða fornafn. Einnig getur nafnháttur staðið sem frumlag:

No.: Bílinn er fallegur. Guðmundur vinnur í banka.
Lo.: Fáir komu á ballið. Oft kemur góður þá getið er.
To.: Fimm sóttu um stöðuna. Fimmtán er odatala.
Fn.: Ég á þessa bók. Sá er góður!
Nh.: Að lesa er skemmtilegt. Að segja frá því tekur langan tíma.

Samsett frumlag: er þegar fl. en eitt fallorð standa saman í röð og gegna öll hlutverki frumlags:

Björn, Kári og Gunnar sóttu funinn. Menn og skepnur áttu fótum sínum fjör að launa.

Umsögn: er sögn í persónuhætti (fh., vh eða bh.) eða sagnasamband þar sem ein sagnanna (hjálparsögnin) er í persónuhætti (samsett umsögn).
Hjálparsagnir eru einkum notaðar með öðrum sögnum til að mynda samsettar tíðir og þolmynd. Algengastar eru hafa, vera, verða og munu.
Dæmi um umsagnir:
Við borðum ost. Þeir sofa. Páll talaði við mig í gær.
Umsögn og frumlag mynda kjarna hverrar setningar. Þegar greint er í setingarhluta er gott að ávallt leita fyrst af frumlagi og umsögn.

Andlag: er fallorð í aukafali sem stýrist af áhrifssögn.
Áhrifssögn: er sögn sem stýrir falli. Þær sagnir, sem ekki stýra föllum, er því áhrifslausar.
Andlag er oftast nafnorð en getur einnig verið sérstætt lýsingarorð, töluorð eða fornafn. Sömuleiðis getur nafnháttur staðið sem andlag:
No.: Borðaðirðu matinn? Hún hjálpar oft Guðrúni.
Lo.: Hún bauð flestum í boðið. Ég hitti marga þar.
To.: Taktu þrjá. Borðaðirðu fjóra.
Fn.: Saknarðu hennar? Treystu engum!
Nh.: Viltu ekki fara? Þorir hann að klifra tindinn?
Samsett andlag: Hann borðaði brauð og ost.
Tvenns konar andlag getur staðið með sömu sögn:
Hann seldi mér bílinn. (þgf. + þf.).






Sagnfylling: er fallorð í nefnifalli sem stendur með áhrifslausri, ósjálfstæðri umsögn til fyllingar hugsuninni.

Ósjálfstæð: er sú sögn sem þarfnast annarrra orð með sér og frumlagin svo að fullmerking fáist úr setningunni. Ég er (þreyttur, ánægður, svangur; heima, uppi niðri)

Sjálfstæð: sögn segir fulla hugsun ásamt fallorði því sem ákveður persónu henar: Ég tala.

Helstu ósjálfstæðu, áhrifalausu sagnirnar eru vera, verða, heita og þykja.

Sagnfylling stendur einnig með miðmynd og þolmynd ýmissa sagna, s.s. kallast, nefnast, reynast, sýnist, virðast, vera kallaður, vera nefndur, vera talinn og vera sagður.

Sagnfylling er oftast nafnorð eða lýsingarorð en getur einnig verið töluorð, fornafn, nafnháttur eða lýsingarháttur nútíðar:

No.: Björn er smiður. Hún heitir Anna. Þeir reyndust hinir mætustu menn.
Lo.: Himinninn er heiður. Maðurinn er mjög stór. Hún virðist glöð.
To.: Bílarnir eru fjórir. Þeir verða alls sex.
Nh.: Þær eru að skokka.
Lh. Nt.: Hann var gangandi.

Einkunn: er fallorð sem stenfur með öðrum fallorðum, oftast nafnorði, og einkennir það svo að úr verði eitt hugtak, ein merkingarleg heild.
Einkunn er tvenns konar: hliðstæð einkunn og eignarfallseinkunn.

Hliðstæð einkunn stendur í sama kyni, tölu og falli og orðið sem hún á við. þannig getur hliðstæð einkunn staðið í öllum föllum.

Hliðstæð einkunn er oftast lýsingarorð en hún getur einnig verið nafnorð, laus greinir (þá fylgir lýsingarorð á eftir), töluorð, fornafn, lýsingarháttur nútíðar eða þátíðar:

No.: Jón Jónsson er mætur maður.
Lo.: Góði drengurinn hjálpaði gamla manninum.
To.: Hún á þrjú börn.
Fn.: Þessi mynd er falleg. Allar konurnar hlógu mikið.
Lh. Nt.: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.
Lh. Þt.: Ég mætti honum á förnum vegi. Hún er í bættum bxum.

Oftast standa tvær eða l. hliðstæðar einkunnir með sama nafnorði:
Hann ferðaðist um dimman, drungalegan og daunillan skóg.

Eignarfallseinkun: stendur í eignarfalli og stýrist af orðinu sem hún á við.
Eignarfallseinkunn er oftast nafnorð eða fornafn.
No.: Farmhlið hússins er hvít. Faðir stúlkunnar heitir Gísli.
Fn.: Flestir þeirra komu. Faðir hennar er múrari.

Forsetningarliður: er forsetning ásamt fallorði(fallorðum) sem hún stýrir.
Ég var að tala við hana. Á morgun förum við í heimsókn til Guðmundar. Þau eiga heima í stóra, gráa húsinu sem stendur við gömlu verksmiðjuna.

Atviksliður: er hvert einstakt atviksorð.
Alltaf er gaman í Ólátagötu. Hún teiknar mjög vel. Hvar áttu heima ?
Ég horfi frekar sjaldan á sjónvarp. Þetta er sérstaklega merkilegur staður. Sjaldan hef ég nú skemmt mér svo vel.

Tengiliður: er hver einstök samstenging:
Ég keypti brauð og mjólk. Jón Páll er bæði stór og sterkur. Pétur las Grettlu en konan hans horfaði á sjónvarp. Þau komu ekki þó að ég byði þeim tvisvar. Hvað gerist þegar hann fer?

Bein og óbeinræð:
Í beinni ræðu er eitthvað haft orðrétt eftir fólki. Í rituðu máli er bein ræða höfð innan tilvitnunarmerkja sem tíðum eru nefndar gæsalappir („ “):

„Þetta er versta verður sem ég hef lent í,” sagði bóndinn.
Anna sagði: „Sæktu mjólkina og gefðu mér að drekka.”

Þess skal gætt að setja tilvitnunarmerkin utan um öll merki er tilherya beinu ræðunni. Í íslensku er venja að þau byrji niðri og endi uppi.

Í óbeinini ræðu er greint frá efninu á óbeinan hátt án þess að hafa orðrétt eftir þeim sem borinn er fyrir frásögninni. Innihald frásagnar hans kemur fram með orðum þess sem hefur eftir honum:

Bóndinn sagði að þetta væri versta veður sem hann hafði lent í.
Anna sagði mér að sækja mjólkina og gefa sér að drekka.

Takið eftir því að óbein ræða hefst yfirleitt á skýringartengingunni að eða spurningartengingunni hvort. Umsagnir þessara aukasetninga standa þá í viðtengingarhætti.






Frl. = frumlag eink. = einkunn us. = umsögn fl. = forsetingarliður
Andl. = andlag al. = atviksliður sf. = sagnfylling tl. = tengiliður


Setning: er orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta:
Hér er ég. Anna hefur oft farið til útlanda. Snjór ? Gakk!
Málsgrein: er gerð úr einni, tveimur eða fleirri setningum. Hún felur alltaf í sér sjálfstæða hugsun:
Ég veit \ að þú kemur á morgun \ af því að veðrið er svo vont.
Setning er annaðhvort sjálfstæð eða ósjálfstæð.
Hún er sjálfstæð þegar hún segir fulla hugsun og getur staðið ein og óstudd se málsgrein. Hún er þá um leið aðalsetning.
DM: Þetta skil ég alls ekki.
Dæmi um ósjálfstæðar aðaæsetningar: Nemendurnir skildu þetta í gær, þegar ég hafði útskýrt það , en hafa nú gleymt öllu. Undirstrikaða setningin verður sjálfstæð ef frumlaginu þeir er skotið inn í hana: . . . en þeir hafa nú gleymt öllu.

Aðalsetingar, sem satnda fresm í mágrein, geta hafist nálega á hvaða orði sem er. Inni í málsgrein eru aðalsetningar tengdar með aðalsetingum eða kommu. Aðaltegnignar eru einnignotaðar til að tengja saman einstök orð: Jón og Gunna komu í gær.







Orðtök og málsættir: Málsættir eru hver um sig bara ein setning sem er óbreitanleg en orðtökum er troðið inn í setnigar með öðrum orðum.

Hlutstæð/óhlutstæð orð: það sem er hlutstætt er hægt að þreifa á en það sem er óhlutstætt er ekki hægt að koma við.

Víðtæk/sértæk orð: sníst um merkingu orðsins þá eins og ef á að raða frá hinu víðtækasta til hins sértækasta D: planta jurt fífill túnfífill.

Samheiti: þegar 2 eða fleirri orð hafa sömu merkingu.

Andheiti: orð sem hafa alveg þveröfuga merkingu við hvort annað.

Nýyrði/tökuorð: Nýyrði er orð sem hefur verið búið til en tökuorð er orð sem hefur verið tekið úr öðru máli og kanski verið breitt smáveigis.

Málnotkun: einkum rétt mál/rangt mál Orðtök og málshættir, hlutstæð/óhlutstæð orð, víðtæk/sértæk orð, samheiti andheiti, nýyrði/tökuorð
Orðmyndun
Rót: er jafnan fyrsta atkvæði ósamsetts orðs, sá hluti sem sýnir grundvallarmerkingu þess. Hún er oft sameiginleg fjölda orða og er þá talað um að orðið séu skyld. Ósjaldan hefur rótin tekið hljóðbreytingum.
Ágætt dæmi um rót og hljóðbreytingar hennar er orðið far og ýmis afleidd orð, t.d. far-angur fer-ill, för-ull og fær-ð. Hér að framan lærðuð þú um hljóðskipti og hljóðvörp og ættuð því auðveldlega að geta áttað ykkur á því um hvaða hljóðbreytingar er að ræða, þ.e. hljóðskipti: far-fór, I-hljóðvarp: far-fer, fór-fær og u-hljóðvarp: far-fór.

Viðskeyti:er bætt aftan við rótina og heslt jafnan í öllum beygingarmyndum orðsins.
Dæmi:
Sýk-il-l, gæð-ing-ur kenn-ar-I, hugs-un veik-I dýr-ð for-ing-I

Melað helstu nafnorðsviðskeyta eru:
-að-: un-að-ur -in-: him-in-n -sn-: fylg-sn-I
-al-: að-al-l -ind-: bind-ind-I -stur-: rek-stur
-ald-: kaf-alda -ing-: gæð-ing-ur, sigl-ing -t-:dýp-t
-aldur-: far-aldur -j-: ey-j-a -tur-: les-tur
-an-: líð-an -k-: hál-k-an -uð-: hugs-uð-ur
-angur-: ber-angur -l-: skaf-l -ul-: skut-ul-l
-and-: gef-and-I -ling-: sjúk-ling-ur -un-: jöt-un-n, vit-und
-ar-: jað-ar -m-: roð-m-I ,mjöð-m -und-: höf-und-ur vit-und
-d-: þyng-d -n-: svef-n, heyr-n -ung-: gleraugu
-ð-: fer-ð -nað-: klæð-nað-ur -ur-: gald-ur
-enr-: fað-ern-I -ning-: bú-ning-ur, mál-ning -ust-: þjón-ust-a
-I-: kæt-I -sk-: bern-sk-a -v-: vöð-v-I
-il-: lyk-il-l -sl-: fær-sl-a, smyr-sl

Orðin dómur, leikir, skapur, og átta voru upprunalega sjálfstæð en gegna nú hlutverki viðskeytis: -dóm-, -leik-, -skap-, -átta-
-dóm-: lær-dóm-ur -leik-: sann-leik-ur -skap-: kveð-skap-ur
-átt-: víð-átt-a

Helstu Viðskeyti lýsingaroðra eru:
-að-: hug-að-ur -j-: hlý-j-an -s-: hug-s-I
-d-: hyrn-d-ur -n-: skygg-n -sk-: dan-sk-ur
-ð-: eyg-ð-ur -nesk-: rúss-nesk-ur -t-: tenn-t-ur
-il-: heim-il-l -ótt-: blett-ótt-ur -ug-: göf-ug-ur
-in-: hlýð-in-n -ur-: lip-ur -ul-: rei-ku-l

Helstu viðskeyti sagnorða eru:
Al-: al-eiga for-: for-maður tor-: tor-skilinn
All-: all-hvass mis-: mis-jafn van-: van-ræksla
And-: and-byr ó-: ó-gæfa ör-: ör-birgð

Hljóðmyndun
Sérhljóð: 13 talsinns, 8 einhljóð og 5 tvíhljóð. Þrenns konar viðmunun er notuð þegar einhljóð eru flokkuð og greind hvert frá öðru:
1). Er sérhljóð frammælt eða uppmælt?
með þessu er átt við það hvar tungan er þegar hún nálgast góminn við sérhljóðamyndun, þ.e.a.s. hve framarlega í munninum hljóðið myndast. Segið first ú og síðan strax á eftir í. Takið eftir því að ú er uppmælt, myndast aftarlega í munninum, en í myndast framarlega og er því frammælt.
2)Er sérhljóð nálægt, miðlægt eða fjarlægt?
Opnustrig sérhljóðs segir til um hversu lant frá gómi tungan er við myndun þess. Segðu fyrst í, síðan i og loks e. Gefðu því gaum hvernig tungan fjarlægist góminn síflet meira. Af þessum ástæðum er í nálægt, í miðlægt og e fjarlægt sérhljóð.
3) Er sérhljóð kring eða ókringt?:
segðu u, ö ú og o. Athugaðu hvernig vörunum er skotið fram þegar hljóðin eru mynduð. Þær mynda nokkurs konar stút eða totu. Af þessum sökum eru þessi hljóð sögð kringd.
Segðu í, i, e og a. Nú myndast eginn stútur og því eru þessi hljóð ókringd.
Við búum nú til einhljóðatöflu. Berið fram hljóðin og athugið framburð þeirra með hliðsjón af hugtökum í töflunni.

Frammmælt Uppmælt
Ókringd kingd Ókringd kringd
Nálæg í ú
Miðlæg i u
Fjarlæ e ö a o

Tvíhljóð:eru ger úr tvemur einhljóðum en teljast samt eitt atkæði.
Segðu fyrst a og síðan í frekar hægt og aukið hraðann smátt og smátt uns úr verður tvíhljóðinn æ.
Þessi 5 tvíhljóð eru notuð í íslensku:
Ei/ey [eí] – æ [aí] – au [öí] – ó [oú] – á [aú]
Innan hornklofanna eru sýnd þau einhljóð sem tvíhljóðin eru gerð úr.

Samhljóð:
Við myndun samhljóða er þrengt mjög að loftstraumi eða logað alveg fyrir hann á leið hans úr líkamanum. Samhljóð eru flokkur eftir því hvar þessi þrenging eða lokin verður(myndunarstaða) og einnig hvernig hún gerist (myndunarháttur)
Samhljóð flokkast í 5 flokka eftir myndunarhætti: lokuhljóð, önghljóð, nefhljóð, hliðarhljóð og svifluhljóð.
Lokhljóð: myndast við það að örstutta stund ser lokað loftstraum frá lungum á ákveðnum stöðum í munnholu