Já. Eins og sweetbaby sagði í grein sinni hér að neðan, þá þarf maður að standa frammi fyrir þeirri mikilvægu ákvörðun um hvaða framhaldsskóla maður eigi helst að velja sér þegar í 10. bekk er komið. Ég hef frá því að ég man eftir mér sett stefnuna á MR og fátt annað komist að. En í dag þá fór skólinn minn í heimsókn í Verzlunarskóla Íslands og það kom mér afskaplega þægilega á óvart hvernig þetta er, eða virðist vera.
Ég hef alltaf heyrt, eins og margir, að það séu bara hommar í Verzló og að “ef hommar gætu flogið væri Verzló flugvöllur”, að þetta sé snobbskóli dauðans, að allir þarna séu alltaf í ljósum og maður fái varla inngöngu nema maður gangi í diesel buxum (svo að maður ýki þetta nú svolítið) og allt fram eftir götunum. Eða þetta er svona “sterio-ýmindin” sem maður hefur af skólanum. Ég ætla að segja hér svolítið frá heimsókn minni í Verzló:

Þegar við komum tók námsráðgjafi skólans á móti okkur og vísaði okkur inn í sal. Mér fannst strax mikið til koma og allt leit frábærlega út. Námsraðgjafinn fór svo aðeins yfir skólann, brautirnar og hvernig námið virkaði. Mér finnst mjög sniðugt hvernig námið þarna er, verlsunarprófið (minnir að það heitir það)og bara allt.
Þegar hún hafði farið yfir svona helstu atriðin fóru nokkrir nemendur með okkur í skoðunarferð um skólann. Á bókasafnið, í tölvutíma og fleira og fleira. Alltaf varð ég hrifnari og hrifnari. Þetta leit allt saman mjög vel út, allt hreint (sem ég verð nú að segja að sé andstætt því sem ég sá í MH, ekki það að það sé allt morandi í skít, bara svona heildarlega séð.)
Eftir skoðunarferðina fórum við aftur inní fyrrnefndan sal þar sem okkur var sýnt myndband um félagslífið. Söngvakeppnina, stuttmyndakeppnina og allt svoleiðis. Þegar það var búið var spjallað og spurt. Og ég get nú ekki annað sagt en að mér finnist mikið til koma!

Ég sé fram á að ég þurfi að fara að hugsa málið upp á nýtt. Þessi heimsókn flækti málið allaverulega. Þó að þessar “verzlótýpur” séu líklega fjölmennar í skólanum, leit þetta mjög vel út (svo ég segi það nú enn og aftur). En málið er að ætli það sé ekki hægt að segja að ég sé meiri þessi “MR týpa”, ég er því komin í verulega flækju með þetta allt saman.
Ef þið eruð 10. bekkingar og hafið kost á því að velja um að skoða skólana mæli ég eindregið með því að skoða Verzló.

Ef þið hafið einhverja skoðun þá endilega komið henni á framfæri.
Takk fyrir mig!