Ég botna ekkert í hvað ég vill gera í framtíðinni. Framtíðinn er stór, kannski ekki óhuggulegur staður, en allavega yfirþyrmandi.

Ég kláraði Félagsfræðibraut um jólin. Ég hafði í langan tíma viljað skipta um nám og fara á listnámsbraut og ég gerði það loks og það er mjög gaman.
Photoshop, módelteikning, pastel, akrýlmálning, þetta er allt gaman. En stundum finnst mér eins og ég sé ekki nógu ákafur fyrir náminu. Mér finnst eins og mér vanti ástríðunni fyrir myndlist sem góður myndlistarmaður ætti að hafa. A.m.k. ef hann ætlar að geta lifað á þessu.

Ég hef alltaf teiknað mikið og haft gaman af því að teikna. Þegar ég var lítill teiknaði ég myndasögur, sem m.a. voru birt í blöðum út í Danmörku. (Ég bjó þar í tvö ár).

Annað sem mér hefur alltaf langað til að vinna við, er að vera rithöfundur. Ég hef skrifað fullt af smásögum, ljóðum, jafnvel skáldsögum (þó ekkert sem ég er sáttur við, eða hef getað að mínu mati unnið nóg úr). Svo hef ég unnið verðlaun fyrir örleikrit sem ég var mjög stoltur af og ef eitthvað er, hefur orðið mér hvatning fyrir að stefna að því að koma leikritum á svið.

Og svo er það sagnfræði. Ég hef haft áhuga á sagnfræði frá því ég var fimm ára, satt að segja alveg frá sama tíma og ég hafði áhuga á að skrifa og myndlist. Hver sem hefur kíkt á sagnfræðiáhugamálið ætti eftir að hafa tekið eftir umtalsverðum skrifum eftir mig þar.

Nú veit ég ekkert hvað ég stefni að. Partur af mér vill taka pásu frá skóla, græða pening, reyna að skrifa. Jafnvel reyna að taka upp með bandinu sem ég er í áður en ég fer út að læra eitthvað. Svo bendir annar partur mér á að ég sé nú þegar ári lengur í menntaskóla en hefðin leggur til. (með þessari önn í listnámi er ég komin með fimm ár slétt).
Partur af mér vill einbeita sér að því að skrifa.
Partur af mér vill læra sagnfræði.
Partur af mér vill læra myndlist.
Partur af mér vill læra listsagnfræði.

Ég veit algjörlega ekkert hvað ég á að gera? Veit einhver um góða leið til að ákveða sig?