(ég er með fugl á lyklaborðinu)

Núna þegar jólin nálgast þá hugsar ekki allur lýðurinn um jólaundirbúninginn heldur líka prófin sem þeim fylgja. Þessi annasami tími er mjög stressandi fyrir hvern þann sem er með hugann við próflestur.

Eins og ég. Dagurinn minn byrjar þannig að ég læði mig og þannig lagað morgun stöff, tek strætó í skólann og tek próf. Fer síðan hiem með öðrum gulum glæsivagni og læri eins og brjálaður bavíani fyrir prófið daginn eftir. Nú er ég búin með helminginn af öllum prófunum, það er að segja 5 af 10! Já ég er ekki að ýkja ég tek 10 jólapróf, fyrst fannst mér það ekkert skrítið en svo þegar aðrir í öðrum skólum voru að segja að þeir væru í 4 eða 6 prófum. Þá fer maður að hugsa hvort að 10 próf í röð (reyndar var eitt á skólatíma…. á laugardegi) er ekki aðeins of mikið?

Allt kerfi og allur undirbúningur fer í hass þegar maður ætla að vera að lesa “none-stop” í fjóra tíma, glósa svo í aðra fjóra og lesa svo glósurnar í tvo! Maður missir alla einbeitingu þegar maður reynir að lesa aftur og aftur um hraundrýli eða eitthvað þaðan af verra. Svo eru líka allir á fullu í að undirbúa eitthvað skemmtilegt, einhverjar jólaskemmtanir hér og þar sem maður missir af. Það er svo hamrað inn í hausinn manns að vera rólegur og ekki stressa sig neitt, borða hollan mat, fara snemma að sofa, lesa vel yfir, ekki gleyma neinum gögnum, borða góðan morgunmat, ekki spila tónlist þegar maður er að lesa, ekki borða nammi, hafa nægan sjálfsaga (til að fara ekki að horfa á sjónvarpið), standa upp og fá sér frískt loft öðru hverju og svo framvegis og svo framvegis. En þetta fer líka allt í hass, mannslíkaminn er ekki með nógu mikið vald yfir huganum sínum til að missa ekki einbeitinguna við lesturinn (sumir eru betri en aðrir).

Svo segir maður, jaa mér gekk ágætlega ég er með sona 5-7 þá hugsar fólkið, hva? er hún ekkert að læra?? Þó að þau hafi ekkert betra við tímann að gera en að föndra þá á ég að halda heraga inni í herberginu mínu við lestur um det forkerte barn eða eitthvað álíka, maður er vanmetinn og ónærður á þessum stutta tíma fyrir jólin. En það góða sem fylgir eru aðeins fleiri dagar í frí… ahhh bara tilhugsunin um frí fær mig til að missa einbeitinguna.

Þá er ég farin að læra….
Have a nice day