Í skólanum þurftum við að halda “ræður”. Við vorum tvö og tvö saman í hóp.
Ég lenti með einni annari stelpu og við áttum að fara upp fyrir framan alla hina krakkana og rökstyðja það að kennarar fóru í verkfall… s.s. við áttum að vera MEÐ kennaraverkfallinu. Hvort sem vildum það eða ekki. Síðan voru tvær aðrar stelpur sem áttu að rökstyðja það afhverju það ætti EKKI að vera verkfall. Þær áttu s.s. að vera á MÓTI (bara fyrir trega :P)…
Eins og ég sagði áðan þá réðum við ekki í hverju við lentum.

Svo fengum við hálftíma til að skrifa glósur (eða bara muna allt)…Glósurnar sem við skrifuðum (og munið að við áttum að vera MEÐ verkfallinu, ég er ekki sammála öllu sem við skrifuðum):
#Kennarar voru að reyna beita þrýstingi á sveitafélögin (með því að fara í verkfall!)
#Kennarar leggja grunn nemenda (og því ættu þeir ekki að fá jafn há laun og fjölbr.skólakennarar og menntaskóla kennarar)!
#Þeir gáfu sveitarfélögunum langan frest (afhverju voru þeir ekki tilbúnir með öll sín tilboð þá, eða byrjuðu að semja strax?)

Síðan byrjaði aðal fjörið :P… Við fórum fyrst upp (og ég var geggjað stressuð). Síðan komu mótherjarnir, með eitthvað þvílíkt fáránlegt. Eins og t.d. “Hugsið um börnin, þau vilja helgarfrí og jólafrí og sumarfrí, ekki að það verði kennt á laugardögum til að bæta verkfallið upp, hugsið um hvað kennarar hafa gert” og um leið og þær voru búnar þaut ég upp að púltrinu og sagði “HALDIÐ ÞIÐ AÐ KENNARAR VILJI EKKI HELDUR VERA Í FRÍI, HALDIÐI að þeir vilji ekki njóta jólanna rétt eins og krakkarnir?” og síðan bætti mótherjinn minn við einhverju :D… Ég meiraaðsegja lamdi í púltrið :P…

Þær komu þá upp og sögðu “ERU ÞIÐ að segja að kennarar vilji bara frí, ekki krakkarnir, svo þið vitið það þá vilja krakkarnir það líka!!!”…

Við fórum upp og leiðréttuðum þessa villu, við nefndum engan mun og blablabla…..

En ég lærði mikið af þessu, og ég elska “ræðukeppnir”….

VIÐ VÖLTUÐUM YFIR ÞÆR…!!!!!!! ÍÍÍÍÍÍHAAAAAAA