Ég ætla bara að segja það að ég er búin að fá nóg af verkfallinu. Það er öllum að kenna nema krökkunum og foreldrum þeirra, en það eru þeir sem koma illa út úr þessu!

Í morgun fór ég í skólann eins og margir aðrir grunnskólanemendur, tilbúin að allt komist loksins í skorður og við fáum að vera í skóla. Ég gekk upp að dyrunum, á seinustu stundu, en það var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Allir gengu frá skólanum og margir voru að fagna eða leita að vinum sínum. Ég gekk inn í skólann og fann vinkonu mína sem sagði að kennararnir hefðu ekki mætt og að það væri engin kennsla í dag! Ég labbaði inní sal og þar hitti ég fleiri sem voru himinlifandi yfir því að það væri ekki skóli! Ég hefði getað grenjað. Ég held að hinum krökkunum líði svipað, séu grautfúlir. En það segir engin neitt. Við vöknuðum og komum í skólann, en það var engin tilgangur í því, kennararnir voru ekki til að kenna. Mest vorkenndi ég þó skólastjóranum sem þurfti að segja öllum, og gangavörðunum í yngri skólanum sem er rétt fyrir ofan minn skóla. Hvað er hægt að gera í þessu máli? Það verður a.m.k. að gera eitthvað svo að krakkar fái skóla, kennarar mannsæmandi laun og sveitafélögin fari samt ekki á hausinn.


Það eru ótal hliðar á þessu máli og það verður að skoða þær og gera eitthvað í þessu!
Trínan