Þannig er það, ég er nemandi á Bifröst og það er verið að tala um að breyta kennslufyrikomulagi skólans og ég á víst að kjósa um það hvort að þessar breytingar eigi að fá að fara í gegn eða ekki. En áður en ég geri það, þá langar mig alveg svaklega til að vita hvað svona fólki utan skólans finnst um þetta mál.
Þannig er mál með vexti að það er verið að hugsa um að breyta skólanum í þriggja anna skóla, þ.e. það á að kenna hérna á sumrin líka ef að þetta verður samþykkt.
Þetta mun stytta nám í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði til BS um eitt ár, sem sagt námið á að vera 2 ár í staðinn fyrir 3 ár.
Þá verður það þannig að sumarönnin verður kennd í lotum, eða þá er bara einn kúrs kenndur í þrjár vikur og svo er tekið próf úr því og áfanginn er því búinn.
Veturinn verður samt með sama formi og er núna, þe. kennsla í 10 vikur og svo tekin próf á einni viku (sem er reyndar breyting frá því sem nú er, því að prófin standa yfir í 2 vikur). Sumarfríið mun bara vera 5 vikur, fyrir þá sem að þurfa að taka endurtekningarpróf í einhverjum kúrsum en hjá hinum 7 vikur.
Svona fyrir mig persónulega mun þetta ekki hafa nein áhrif á nám mitt þar sem að ég er komin á annað ár og við munum ekki finna neitt fyrir þessu þar sem að við eigum að klára BSinn þá næsta vor, og þá er fyrsta sumarönnin víst bara rétt að byrja (þ.e. ef að þetta verður samþykkt.)
Ég veit að þessu fylgja bæði kostir og gallar, og helstu kostirnir sem að ég sé við þetta er að maður þarf víst ekki að taka jafn hátt lán hjá Lín, og maður kemst fyrr á vinnumarkaðinn, og þar fær maður náttúrulega laun. Svo er það náttúrulega bara það að vinnumarkaðurinn er að verða þannig að það er orðið sífellt erfiðara fyrir okkur námsmennina að fá vinnu á sumrin nema með einhverjum klíkuskap.
En aftur á móti, að þeir sem að hafa vinnu á sumrin, þá myndu þeir missa tekjur (sem myndu að öllum líkindum koma niður á framfærsunni reyndar frá LÍN). aukið álag og spurning um námsleiða. en það kemur á moti að námið styttist all svakalega svo að við þurfum ekki endilega að verða fyrir svo miklum áhrifum af því. Svo hefur maður líka alveg fundið það á vorin þá er maður alveg að verða búin að fá nóg af skólanum og erfitt að einbeita sér, og kannski myndi það gera sumarönnina erfiða. Veit það ekki.
En jamm, ef að þið getið sagt eitthvað af viti um þetta fyrirkomulag, þá væri það fínt, því að ég er ekki alveg viss hvað mér finnst.
kv. Monica