Ég er hérna með smá mál sem ég trúi að geti farið í taugarnar á fleirum en mér…

Flestir skólar (framhaldsskólar) eru með mötuneyti þar sem nemendur geta verslað sér mat, sælgæti drykk o.fl. Það eru án efa margir sem nýta sér þetta og þess vegna getur röðin oft verið löng og tekið langan tíma að fá afgreiðslu. Þegar maður stendur í röðinni þolinmóður, er kannski orðinn sársvangur þá er EKKERT eins pirrandi og að sjá fólk koma og troða sér fyrir framan mann í röðina hjá vinum sínum eins og litlir krakkar. Hvað heldur sumt fólk eiginlega að það sé? Eins og það geti ekki beðið í röð eins og aðrir og hafi einhver sérstök forréttindi?

Ok, ég viðurkenni að ég gerði þetta nokkrum sinnum þegar ég var í grunnskóla og maður var að troða sér fyrir framan fólk sem kannski þorir ekkert að segja við því. En svo þegar ég kom í framhaldsskóla þá hætti ég þessu bara, ég meina, þetta er svo mikill barnaskapur. Og að sjá krakka á 3. eða 4.ári í framhaldsskóla troða sér fyrir framan aðra er náttúrulega bara hallærislegt.


aldi