Skólaskop [úr bókinni Enn meira skólaskop]

Í málfræðiprófi í barnaskóla stigbreytti nemandi nokkur lýsingarorðið kaldur á eftirfarandi hátt:
“Kaldur - kaldari - frosinn”

Úr dýrafræðiprófi:
“Hvaða krabbategund er mest veidd til manneldis hér við land?”
Eitt svarið var:
“Landkrabbi”

Úr málfræðifræði prófi:
“Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslna einu nafni?”
Eitt svarið var:
“Sýslumenn”
annað var:
“Húnvettlingar”

Á enskuprófi voru nemendur meðal annars beðnir um að þýða eftir farandi texta:
“In Iceland we have several kinds of fishing vessels.”
Ein þýðingin var:
“Á Íslandi höfum við kindur, fiska og víxla.”

Úr prófi í kristinfræði:
“Í hvaða röð eru guðspjöllin?”
Eitt svarið var:
“Hvert á eftir öðru”

Nokkrir gullmolar úr svörum og ritgerðum:
- “Stærstu þverár Rínar eru Málmey og Straumey”
- “Portúgall liggur með vesturströnd Spánar, nær alveg norður en þó ekki alla leið”
- “Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum”
- “Skordýr mynda ljóð með því að öskra og æpa”
- “Eva fæddist strax á eftir Adam. Því er sagt að Adam hafi ekki verið lengi í París”
- “Í ástandinu lögðust íslenskar konur mjög lágt en ekki með öllum”
- “Mörg dýr eru með heitt blóð en í öðrum er það frosið”
- “Hæsta fjall á Íslandi er Hvannadalshrúgur”
- “Helstu hlunnindi í sveitum eru sturta og sjónvarp”