Sprengja í Táknmálskennslu í HÍ Góðan Daginn!

Táknmálsfræði er 2 ára nám til 60 eininga í HÍ og hægt er að fara á þriðja árið og læra að vera táknmálstúlkur. Mikill skortur hefur verið á fólki í þetta nám og það vantar mikið af túlkum út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega karlmenn. Engir karlmenn eru núna að vinna sem túlkar en um 12 konur vinna við þetta núna + þær ágætu konur sem útskrifuðust núna úr HÍ 2004.

Ef allt gengur eftir munu 4-5 konur útskrifast úr HÍ eftir þetta ár en ekki náðist nægur fjöldi til að kenna 2 árið. Núna eru rétt um 30 nemendur á skrá í Háskóla Íslands að læra Táknmálsfræði á 1 ári, 28-29 konur og 2 karlmenn.

Margir spyrja hvað gerir táknmálstúlkur? Túlkur fer með heyrnarlausu og heyrnarskertu fólki út um allt. T.d. í læknisheimsóknir, fótboltaæfingar, túlkar í skólatímum, túlkar fyrir alþingiskonuna og bara allt mögulegt.

Gaman er að sjá hve margir eru að læra þetta núna og vonandi verður ráðið bót á þessum vanda að heyrnarlaust fólk sé ekki að fá þau fríðindi sem þau eiga skilið vegna skorts á fólki. (sjá www.deaf.is um neyðarástand sem ríkir vegna skorts á túlkum) Ýmindið ykkur t.d. að fara að versla í Bónus á föstudegi klukkan 5 og það er aðeins 1 manneskja á kassa tilbúinn til að afgreiða ykkur og röðin að kassanum er orðin ansi löng og þið þurfið að bíða í nokkra klukkutíma eftir afgreiðslu. Þetta er ekki góð líking en segir samt margt um hvað heyrnarlaust fólk hefur þurft að þola til að fá það sem þau eiga löglegan rétt á.

Takk fyrir

p.s sjá síður um starfsemi heyrnarlausra

www.shh.is (Samskiptamiðstöð Heyrnarlausra og Heyrnarskertra)
www.deaf.is (Félag Heyrnarlausra)