Komið þið sæl og blessuð. Ekki veit ég hvort að grein hafi verið birt áður um þetta efni en ég tel nauðsynlegt að koma þessu á framfæri.
Eins og titillinn gefur til kynna er ég í MR (Menntaskólanum í Reykjavík) og hef ekki komist hjá því að taka eftir að bankar eru byrjaðir að “kaupa” skólafélög. Nú er það orðið þannig að nemendur utan skóla geti fengið nákvæmlega sömu kjör og þeir innan hans, séu þeir í réttum banka, KB banka. Svona er þetta að minnsta kosti orðið í MR. Í kvöld (fimtudaginn,9.sept) er einmitt busaball MR haldið og gátu þeir sem eru í skólafélaginu fengið miðann með 500kr. afslætti, en þeir sem greiða með KB banka kortinu sínu fá auka 500kr. afslátt. Þetta þýðir einfaldlega það, að þeir sem eru ekki í MR og eru í KB banka fá nákvæmlega sama afslátt og við sem erum í skólafélaginu. Það er nú ekki liðið langt síðan að skólagjöldin voru borguð og hljóðuðu gjöld til skólafélagsins uppá heilar 6.500kr., ef mig minnir rétt. Kannski ég hefði nú getað sleppt að borga þetta og gengið í KB banka í staðinn…
Málið er að mér finnst fáránlegt að þetta sé svona, að KGB banki, KB banki afsakið, geti keypt skólafélagið svona. Hvað kemur næst? Þeir sem ganga í fötum frá “Deres” fá auka 200króna afslátt? Ef þú ert tryggður hjá “TM” færðu frítt? En ef þú ert BARA í skólafélaginu, sem mér finnst alveg nóg, færðu ekkert framyfir þá sem eru utan skóla!? Endilega skrifið ykkar álit á þessu og segið frá hvaða banki á ykkar skólafélag…

—Sveittur MR-ingur í lopapeysu
Omg ! These chokodiles ! Like OMG ! These chokodiles !