Aðili var á fimmtudaginn sl. kosinn formaður nemendafélags skólans míns. Aðeins munaði örfáum athvæðum. Svo á mánudaginn sl. eða í gær, var kölluð saman laganefn skólans og þar var ákveðið að kjósa skuli aftur til formans, vegna formgalla í kosningum. Formgallar voru engvir, heldur voru skólayfirvöld búin að mynda sér skoðun á því hver ætti að vera formaður. Einn aðilinn er toppnemandi, og er bestir vinur kennara, en hann veit ekkert um það hvernig á að halda uppi góðu félagslífi þó hann hrökklaðist af bókasafni skólans inná skriftofu nemendafélagsins. Hinn er hins vegar ekki toppnemandi þó hann standi sig samt sem áður í skóla en hann er samt sem áður ekki maður til að láta skólayfirvöld vaða yfir sig og segja sér hvað skal gera og hvað ekki. Skólayfirvöld vilja Toppnemandann og hafa þess vegna ákveðið að kjósa skuli aftur. Hvar er lýðræðið í þessu landi?? Í kosningarlögum stendur að einungis kæra getur ógildað kosningarnar og enn hefur engin borist! Skólasjóri skólans situr í laganefn svo ekki má hann kæra því hann afgreiðir allar kærur. Mótframbóðandinn ætlar sér alls ekki að kæra. Í lögum stendur að einungis aðilarr í nemendafélaginu hafi vald til að kæra kosningar. Samt er ákveðið að kjósa skuli aftur. Hvers vegna???