Sæl öll sömul.

Ég er í smá vandræðum með skólaval og er að vonast að flestir sem eru í iðnskólum og á sömu braut geti hjálpað mér að sjá kosti og galla skólanna.

Ég er búinn með stúdentinn og tók mér síðan ársfrí til að vinna. Núna hef ég ákveðið að fara á listnámsbraut í haust og læra almenna hönnun. Ég sótti um í Iðnskólanum í Rvk og í Hfj þar sem ég er ekki viss hvorn skólann ég vil ganga í. Ég fékk bréf frá báðum skólunum í vikunni þar sem þeir tilkynna að ég hafi fengið inngöngu í skólana hjá þeim. Þetta verður örugglega ekki meira en tveggja ára nám þar sem ég er búin með stúdentinn en nú verð ég að fara velja og ég stend alveg á gati.

Hér koma nokkrir hlutir sem ég tel vera kostir og gallar og líka bara eitthvað sem skiptir/skiptir ekki máli:

- Ég bý lengst upp í Grafarvogi, eiginlega við hliðin á Mosfellsbær þar sem einn sveitabær aðskilur okkur. Ég er á mínum eigin bíl svo það er ekkert vandamál að komast leiða sinna. Nema kannski það að lengra er til Hfj. og færðin á vegum þar er ekkert alltaf góð á veturnar.

- Einhver sagði mér að Iðnskólinn í Hfj.- Listnámsbraut, gerði meira úr því að nemendur myndu fá að smíða það sem teiknað er á blað. Úr plasti, járni og tré. En Iðnskólinn í Rvk. er með minni smíði.

- Skilda að fara í leikfimi í Hfj. en ekki Rvk. Skiptir engu þótt þú sért stúdent í því. Leikfimi er leiðinleg…

- Sagt er að skólinn í Reykjavík sé svo lengi að gera allar stundaskrár og staffið þar sé frekar slow þegar varðar eitthvað við nemendur…

- Flestar stundaskrár í öllum skólum eru ömurlega uppsettar, og þar sem ég á heima í Grafarvoginum að þá er ég ekki að nenna keyra fram og til baka ef göt eru í stundaskrám. Þá komum við að öðru máli sem tengist…

- Á ég að leigja/kaupa íbúð á meðan ég er í skólanum til að stytta vegalengdina? Eins og þegar maður fer í Háskólann…Þá flytja flestir eða leigja í bænum. Ætti ég að gera það sama?

- Hvor skólinn er betri?!


Þetta ætti að vera nóg í bili, ég er bara svo rosalega áttavillt. Vantar nauðsynlega hjálp.

Kveðja
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)