Glórulaus í MK . Nú standa yfir sýningar á hinu stórskemmtilega leikriti Glórulaus sem Sauðkindin, leikfélag Menntaskólans í Kópavogi, sýnir í Félagsheimili Kópavogs.

Leikritið er byggt á sögunni Emmu eftir Jane Austin en er í raun íslensk útgáfa af myndinni Clueless sem var verulega vinsæl fyrir nokkrum árum og hefur nokkuð vel tekist við að “íslenska” Beverly Hills og snobbið sem að var sögusviðið í Clueless, leikararnir skila sínum hlutverkum mjög vel frá sér.
Eins og Toggi, einn af persónunum í sýningunni, segir, “Frábær skemmtun, tveir þumlar upp!”.

Leikstjóri er Gunnar Hansson og leikarar eru nemendur í skólanum.

Sýningarnar eru sem hér segir:

23.mars 20:00 - frumsýning
26.mars 20:00 - önnur sýning
28.mars 20:00 - þriðja sýning
30.mars 20:00 - næstsíðasta sýning
30.mars 23:30 - lokasýning

Miðaverð er 800 kr. fyrir meðlimi NMK og 1200 fyrir alla aðra.
Hægt er að fá upplýsingar og panta miða í símum, 6963768 og 8644762.