Hefur maður verið að spá í því hvers vegna skólaárið í grunnskólunum var lengt og af hverju að halda okkur krökkunum í ‘'gíslingu’' fram að sumri.

Kom þetta upp í kollinn á mér vegna svokallaðra útivistardaga er eru í gangi í skólanum/skólunum og hvers vegna þeir væru,því ef þeir væru ei gætum við gengið glöð og ánægð út í sumrið með bros á vör.Ákvað ég þess vegna að spyrja kennaran minn um það hvers vegna þessir útivistar dagar væru,og var mér svarað því að það væri til þess að ‘'eyða’' þeim dögum er væru eftir af skólanum.Fór maður þá að hugsa út í það hve ruglað það væri.Var maður að hugsa þetta allt er maður var að ganga upp að andarpolli til að sumir krakkarnir gætu ‘'buslað’' og maður gæti setist niður (How fun is that?).Ekki tók betra við heldur er maður var búinn að fá sér sæti til að hvílast hjá sandkassa,því þá fékk maður svona svokallaða ‘'discovery’' sýningu því í sama augnabliki kom köttur upp í sandkassan og hreinlega lét bomburnar falla.Mætti segja að þetta hafi toppað þennan ‘'æsispennandi’' útivistardag.Finnst mér að það mætti vel koma skólaárunum aftur í samt lag en ekki stytta það eins og gert var á seinasta ári.

Annars var það ekki fleira.
P.s. farið vel með yður kæru hugarar :).