Gauragangur í FVA ... Frumsýning 30. mars Leiklistarklúbbur NFFA setur upp leikritið Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson og verður það frumsýnt föstudaginn 30. mars n.k. í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Leikritið er gamanleikur með söngvum, tónlistin er eftir hljómsveitina Ný Dönsk. Í aðalhlutverkum eru Sindri Birgisson sem leikur Orm Óðinsson, Ranúr besti vinur hans er leikinn af Bjarka Þór Guðmundssyni, Sylvía Rún Ómarsdóttir leikur Lindu og Sigríður Hrund Snorradóttir leikur Höllu.
Leikstjóri er Ólafur Guðmundsson (Árni í Sódóma Reykjavík, Nenni níski í Latabæ).
Leikmyndin er stórglæsileg, snúningssvið hefur verið smíðað og ekkert sparað til.

Formaður Leiklistarklúbbs er Tryggvi Dór Gíslason og framkvæmdastjóri sýningarinnar er Guðmundína Arndís Haraldsdóttir. Þau leika einnig í sýningunni.

Berglind Ingólfsdóttir hannaði og teiknaði auglýsingaspjald.
Sigurður Þór Elísson er miðasölustjóri.
Róbert Gunnarsson er ljósamaður.
Oliver Claxton er sviðsstjóri.

Hljómsveitina skipa:
Arnþór Guðjónsson (gítar)
Árni Eyþór Gíslason (gítar)
Bjarni Hannesson (trommur)
Hallur Jónsson (hljómborð)
Sigurður Ingvar Þorvaldsson (bassi)

Frumsýning 30. mars kl. 20:00
2. sýning 2. apríl kl. 20:00
3. sýning 5. apríl kl. 20:00
4. sýning 6. apríl kl. 18:00
5. sýning 6. apríl kl. 22:00
6. sýning 9. apríl kl. 20:00

Miðasala er í síma: 431 2844

Almennt verð: 1.500 kr.
Verð fyrir NFFA og 14 ára og yngri: 1.000 kr.
Hópafsláttur fyrir 15 eða fleiri.