Daginn/Kvöldið eða eitthvað.

Núna er að fara að koma að því að við í 10. bekk förum að fá einkunnirnar okkur úr samræmdu prófunum og þá þurfum við að fara að sækja um skóla.
Ég er einmitt núna að hugsa um að fara í MS eða MR, en ef ég á að vera heiðarleg, langar mig mun meira í MS, ég veit ekkert afhverju. En ég er samt í smá veseni með það. Ég þekki ekki eina manneskju þarna(eða ekki neina sem er jafn gamall mér). Engin af vinkonum mínum í skólanum (sem ég er í núna) ætla í þennan skóla og ég er núna er þónokkru veseni um hvort ég eigi að fara í þennan skóla þótt mig langi það. Ég er sem sagt þó nokkuð hrædd um að ég nái ekki að kynnast neinu fólki þarna, þar sem ég er alveg afskaplega feimin. Föst við þá hugsun að fólki finnst ég algjör hálfviti og allt þess háttar sem fylgir því. Þess vegna er MR næstur á listanum því að ég þekki þónokkra sem eru í þessum skóla eða eru að fara þangað.
En ég er að pæla í hvort þetta sé einhver ástæða hjá mér? Er ég kannski bara að hafa óþarfa áhyggjur? Ég held samt að þetta sé skemmtilegur skóli og dauðlangar í hann. MR er örugglega skemmtilegur líka en ókey…
Ég er búin að vera að hafa smá áhyggjur af þessu og ég veit í rauninni ekkert hvað ég á að gera. Ég held að báðir skólarnir séu bara mjög góðir, en ég er sem sagt í vanda um hvort sé betra að velja þann skóla sem manni langar í eða þann sem maður þekkir einhvern, ef maður er feimin, ég er að meina feimin.
Og svo vil ég taka það fram að mig langar bara að fá að vita ykkar álit á hvað þig munduð eða hvað ykkur finnst að ég ætti að gera en ekki að gera grín að uppsetningu eða stafsetningu eða einhverju bara.

Takk fyrir
//;Endla =)
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”